Vikan


Vikan - 07.12.1961, Side 16

Vikan - 07.12.1961, Side 16
. GUÐMUNDUR DANÍELSSON: Þa6 var á einum aftni síö a6 þau riðu í býinn, létu húm skýla heimkomu sinni. Þá stóð drykkja í höllu sem oftar, Siggeir konungur með liðsoddum sínum og öðru stórmenni að kveðja staðinn. Nú mundi veizlum fækka um sinn, flotinn lá búinn i víkinni og sneri trjónum til hafs, átján skip með siglur reistar, og lágu þungt í festunum, því að kulaði af landi. Það mæltu flestir að Siggeir mundi létta með birtingu, ef byr héldist. Þau fóru af hestum þar sem vel gegndi að húsabaki. Signý mælti: „Ef spyr þig nokkur sem þú þykist skyldur að svara, þá orktir þú guðum í stein landsins á mörkinni og hafðir hjá þér ambáttina Njólu, að hún gerði fyrir þig að eldi og yljaði ból þitt að náttmálum“. Hann svaraði: „Svo má lengi byltast í lyginni'að hún verði manni sannari en satt. Eða hvað viltu að ég tali við Sigmund, _er ég sé hann næst?“ „Það vil ég segja þér í betra tómi“, anzaði drottningin, og var horfin samstundis að baki húsunum. Hún kom í eldskála og spurði þræla hvar Finnungi var, en þeir héldu þetta Njólu systur hans og vísuðu henni í maltkjallarann. Finnungi stóð og gerði drykk kónginum, í einu smákeri, og stóðu á vogum fyrir framan hann baukar með angan og krydd, sem hann lét koma i kóngsmjöðinÞ- Hann leit upp seinlega, er hún hafði stanzað þar við hlið hans, konan, dró því næst af hálsfesti sinni lykii, sem hann fékk henni. „Gakktu í afhýsið mælti hann, „hún kemur þangað til þin jafnt sem fært sýnisti." „Hvað drykkjar bruggar þú svo vendilega?" spurði hún. „Má ég bergja af lítið?“ „Ekki hvessir sá drykkur svo vel sjón manns og vit sem hann gleður líkamann", mælti þrællinn, „og lát vera að auka mér vandann meira en þörf er“. Hún sagði þá ekki fleira, en tók þegjandi á móti lyklinum og gekk í afhýsið, þar sem sem hún hafði fyrr skipt ham við Njólu Mánadóttur. Þar inni brann ljós á kolu, og þó dauft. Signý settist á bekk til að bíða, megin var mjög af henni runnið, geigur í holdi hennar og æð. Það skildi hún sízt, ótta sinn. með því að svo virtist sem lánazt hefði að blekkja konunginn og þar með leiða mestu svik heims- byggðarinnar hamingjusamlega til lykta, eða öllu heldur þeirra fyrsta þátt. Öngu að siður, nú skulfu kné hennar og þorn- aði tunga í munni. Hún gekk aftur út til Finnunga, en þá var hann ekki lengur þar meðal maltkeranna. Drottningin tók ausu, sökkti henni i konungsdrykkinn og svalg úr henni til botns. Eftir það hvarf hún til baka í sama stað, og kunni nú öllum hlutum betur en fyrr. „Komi Njóla nú hér, konungsfrillan, að skila mér aftur sæng minni og farfa, og fjöreggi Siggeirs andskota míns, komi hún og komi", raulaði hún lágt fyrir munni sér. Hún reri hægt fram í gráðið og brosti við, gul skíma kolunnar gerðist bjarmablá fyrir sjónum hennar, eins og tunglskin, herfileg andlit tréguð- anna uppi á veggsyllunum höfðu týnt grimmleik sínum og gáfu henni ekki lengur gaum, eins og henni fannst Þeir gera þegar hún kom fyrst hingað inn, þeir horfðu allir framhjá henni nú, beindu þungu andliti sínu út í fjarsk- ann, inn í fornt ríki sitt liðið undir lok, með blótlundi höfuðkrýnda, þar sem fórnarprestarnir stökktu mannsblóði 1 ásjónur Þeirra og á stallana, — nú grafnir hér undir sótugum rafti, í vörzlu þræla, og Þó myndu þeir enn luma á þeim mætti, sem betra væri að hafa með sér en á móti. Hún hafði drukkið ausu af konungs- miði Finnunga þræls, og því flögraði nú þanki hennar sorglaus millum steinsins og slegggjunnar og út og inn um höggtenntan munn guðanna, eins og vængtítan leikur milli blóma þornrósarinnar. Þangað til allt í einu hún er ekki lengur ein hér, heldur stendur andspænis henni skartkona með litararft Saxa í vöngum, Njóla Mánadóttir. Hún kraup þegar á bæði hné sín og lagði í skaut drottningarinnar hendur sínar. „Heil, systir", mælti hún heitum lágrómi og beindi augum sinum fjálgum í svip Signýjar. „Vel stendur enn þinn hagur með Gautum, enda leit Siggeir mig aldrei ódrukknum sjónum, og Það ekki fyrr en mjög var að aftni hnigið og dauft lýsi um rekkjutjöld. Leyfir þú ég mái nú af mér drottningarþelið ?" „Má fyrr af mér ambáttarþelið", mælti Signý, „að í Gautlandi finnist heldur tvær drottningar en engin um eina stund". Njóla Mánadóttir reis á fætur, lauk upp búk tréguðanna og tók þar út smyrslbauka sina og þerritröf, síðan fór drottningin af fötum, áður ambáttin tók til að þvo hörund hennar hreint. Þær þögðu fyrst, en þögnin var löng orðin, gerðist svipur ambáttarinnar áhyggju- samlegur. Þangað til hún segir svo: „Hví skina svo heit augu J>ín, Slgný af Brálundi?" spurði hún, „og hvi mælir þú ekki við mig fleira?" Drottningin anzaði: „Því skína augu mín heit, að ég drakk mér ausu af konungsmiðinum, og þvl tala ég fátt, að ég hugleiði hvernig fór á með ykkur, þér og bónda minum, meðan ég var fjær". „Það hef ég sagt þér, drottnlng", mælti Njóla Mánadóttir, „að um daga var ég honum engin, þvi þá byrgði ég mig I dyngju og bar við sjúkleika, en allt fór betur milli okkar um nætur, svo að þess spurði hann mlg á sérhvurjum morgnl, er hann 16 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.