Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 07.12.1961, Qupperneq 17

Vikan - 07.12.1961, Qupperneq 17
rels upp af arml mér, hverja ósk ég vlldl fram bera, og hún skyldl veltt, en ég svar- a8I jafnan, a8 nú var mér einskls vant I brá8, en þá ég ætti mér ósk, mundi ég bera — og geymdi ég svo Þér, systir, þa8 eftirlæti". „I>a8 heyri ég a8 gó8 hefur konunginum þótt gistingin". mælti Signý, „en hvernig gazt þér sjálfri a8 vera drottning hans?" „Fyrst þú spyrð, systir", anzaði ambáttin, meðan hendur hennar renndu smyrsl- unum hratt og mjúklega um líkama Signýjar, „fyTst þú leitar svo grannt eftir þessu, þá er þvi til a8 svara, að svo gazt mér aö vera kona manns, a8 hitt týndist mér nálega úr hyggju, a8 ég átti að vera drottning hans jafnframt — utan þá nætur- drottning, kórónulaus, svo ekkert bindur og ekkert þyngir, — þá verð ég, systir, eins og hafið í vindi, og hár mitt flýtur laust á bylgjum þess“. Nú þögðu þær um sinn, og þögn Signýjar hlaðin þunga einhverjum, eins og hrann- aðist þanki hennar stðrviðraskýjum, þó ekki brygði enn logni. Hélzt svo meðan am- báttin lauk að færa útlit hennar i rétt horf, þangað tii hún seinast fór af drottningar- klæðunum og fékk Signýju þau. En sem Njðla Mánadóttir stendur þar nakin frammi fyrlr Signýju Völsung, þá sér drottningin að einn hangir í keðju um háls ambáttarinnar skeiðahnifur me8 drifið skaft. „Hvl berðu svo vopnið millum brjósta þér?“ spurði hún. „A8 ég þurfi ekki langt til a8 seilast, ef Þa8 hendir nokkuS sem skjótra krefur handtaka", mælti tatarakonan, og brosti vi8 hálfu brosi og luktu. „Þá er komið svo nú", sagði drottningin. „Þá þú hefur af þvegiS farfann Ijðsa af likama þínum og tekið þína réttu mynd, gakktu þá I svefnhús þitt og legg þig I gegn með hnifnum, því ekki megum við lengur lifa báðar senn". Þær horfðust I augu meðan þessi orð voru töluð, og eftir þau voru fulltðluð og þögnin djúp fallin á, svo að hátt lét I eyrum ymur Þagnarinnar, þá héldu þær enn áfram að horfast á, elns og jörðin og himinninn, án þess að hrærast. A8 lyktum brunnu augu Signýjar Völsungs of heit á sjónum Njólu Mánadóttur, svo a8 öll hörfaði staðfestan úr fasi ambáttarinnar, hún hvarflaði augum nlBur um brjóst sin, þar sem vopnið dúBist vi8 hörund hennar mjúklega, eins og þa8 gældi vi8 þennan barm. En skamma stund svo, og var sem upp tendraðist í skjðtri svipan nýtt lif og af 88rum toga spunniB I likama ambáttarinnar. Hún leit aftur djarflega I augu Signýjar og mælti: „Eg mun fara a8 or8um þínum, systir", sagði hún, „en nú vil ég þó þú segir mér að skilnaði: hef ég þá rofið eið minn við félag okkar, eða trúnað minn við þig, svo að þar fyrir skuli ég týna lífinu, — eða eru ðnnur sakarefnin?" „Engi eru sakarefni,, Njóla Mánadðttir", mælti Signý af Brálundi, „utan mlnn vilji segir að þú skalt deyja. Og Það muntú vita og Þekkja af reynslu úr landsbyggð þinni í austri, að ekki þóttu aðrir fórnarhæfir guðunum en þeir sem fagurlimaðir voru og báru heim skjöldu hreina af þjóðgötum". „Talar þú nú um það sem ekki er lengur til", sagði ambáttin, „þvi að allir eru dauðir minir guðir, og sá einn skjöldur óflekkaður sem englnn hefur borið, eða sé sem ryðtönnin hefur nagað og gin jarðarinnar svelgt. Hitt munt Þú vita of vel og nú gefa mér að sök, af þvi þú saknar þess sjálfri þér til handa, að veitzt hefur mér um stund svipula að vera kona manns, — enda skal það mitt vegarnesti héðan — og nægja mér". Sfðan þagnaði hún og tðk að þvo af sér iitarraft norðurheimsdrottningarlnnar, en Signý Völsungsdóttir beit á vör og steypti yfir sig skartklæðunum hvatlega og gekk brott úr afhýsinu og úr maltkjallara Finnunga þræls, og gekk nú með brosi á vör í veizluskálann, þangað sem sat Siggeir Álason og drakk konungsmjöðinn, og kappar hans með öllum borðum fram. Hún varp á hann orðum, bðnda sinn, og mælti: „Sit heill að skálum, herra", sagði hún. Þys mikill hafði verið I hðllinni þegar hún kom inn, en jafnt hljóðnaði hann nú, elns og þota vinds sem dettur af þaki, sátu allir eða stððu þar sem þeir voru komnir og þðgnuðu við, utan konungur einn, hann reis úr sæti og mælti kátum rómi tll drottningar: „Vel er að nú sjái Gautþjóð, vinir minir og vopnabræður, að ekki er það orða- sveimur einn að þeir eigi sér drottningu. Tak sætl þitt við hlið mér og Þigg ádrykkju vora". Hún gerði það sem hann bað. Og er Siggeir hafði mælt fyrir minni hennar og horn voru tæmd, Þá snéri hún andliti sinu með bllðu að konungi og mælti: „Það hef ég hugleitt að vera mætti einhverjum kynni I hug að falla, að ekki væri svo dátt með okkur sem skyldi, er ég hef aldrei skipað sæti mitt vi8 hlið þína I þessum veizlusal, en þar hefur meira um ráðlð kranklelki minn en vlljaleysi. Nú er ég veit þú ert ferðbúinn I hernað mikilsháttar, þá vil ég einhvern lit sýna á að ég beri þann leiðangur fyrir brjósti, og þvi vii ég bjóða þér til fylgdar sðnghðrpu- skáld mitt, Hlin bjarkarfðstra, að það sjái afrek þln eigin augum og geri af Þeim kvæði þau, sem margir læra og lengi munu uppi hðfð um norðurlðnd". Nú þótt konungur væri drukkinn nokkuð undraðist hann stórum þessi orð drottn- ingar, því a8 herferð slna hafði hann ráðið á hendur Söxum, sem hann vissi nú forystulitla eftir fall Vðlsunga, en með þvl honum var þvert um geð að ýfa skap konu sinnar meir en nauður rak til, hafðl hann aldrei I hennar eyru talað um hern- a8 þennan, sem fyrlr hðndum var. Hann mælti til Signýjar: „Þá fyrst skulu orð þln káeta mig, og við skáidi þlnu teklð, er ég veit þú kannt sannlega skil á áformum minum". Hún svaraði: „Þú vilt færa út riki þitt, konungur, og gera mig drottningu Saxa jafnt sem Gaut- þjóðar. Slikt stórveldi mundi Þykja tlðindum sæta, ef heppnaðist, eins og það mundi verða list óðins verðugt verkefni". Nú kættist Siggeir Álason og hló við hátt og laut að frú sinni og kysstl hana, en gervðll hirðin laust upp ðpi og hyllti konung sinn og drottningu. Litlu slðar gekk Signý úr velzlusalnum til dyngju sinnar og bauð einni af hallar- þernunum að gera boð skáldinu, að hún viidi finna það tafarlaust. Siðan Iagðist hún niður I hægindið að bíða hans, og hallaðist að bólstri, og dró ábreiðu upp yfir fætur sér og mjaðmir. Tveir kyndlar urpu daufu ljósi á hana ofan, svo allir glóðu myrkir eðalsteinarnir á örmum drottningar og hálsi, en myrkust þó augu henn- ar sjálf. Nú liður sú stund litið fram, unz hér sit.ur iágt á skemli Hlinur skáld, að heyra orð Signýjar af Brálundl. Hún rétti út hðnd sina og lagði á öxl hans. „Vinur", mælti hún hljóðlega, „Ijá þú mér eyra nú sem löngum fyrr. Sástú nokkuö NJðlu Mánadðttur á8ur þú gekkst inn hingað?" Frumhald á bls. 51. Hér er kafli úr bók Guðmundar Daníelssonar, sem kom út hjá ísafold í nóvember og mikla athygli hefur vakið. Ritdómarar hafa tekið mjög djúpt í ár- inni um ritsnilld Guðmundar á þessari sögu, jafnvei líkt henni við íslendingasögur. Efnið er byggt á Völsunga- kviðu og hér grípum við niður í 21. kafla sögunnar. VIKAN 17

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.