Vikan


Vikan - 07.12.1961, Síða 22

Vikan - 07.12.1961, Síða 22
BOÐSKAPUR J Ó L A N N A Smásaga eftir GLORIA GRANT Joi Vatnar var ríkasti drengurinn í skólanum — os þó var enainn jafn einmana og hann. Hann geröi sér enga grein fyrir því fyrra, en einmanaleikinn sat eins og þyrnir fyrir brjósti hans, þótt hann gæti ekki beinlínis lýst þvi. Hann var sex ára gamall. Allt frá upphafi fann hann bilið á milti sín og hinna barnanna í leik- skólanum. Það var eins og þau forðuðust hann. Fyrsta morguninn sem liann kom þangað i fallegu gráu buxunum sínum, silkiskyrtunni og með Ijósa hárið rækilega burstað, höfðu þau lieilsað honum með háðslegum augnagotum. Allir vissu að Jói var sonur Vatnars bankastjóra, og að honum var ekið i skólann á morgnana í bifreið, sem kom aftur og sótti hann klukkan þrjú. Hin börnin störðu öfundsjúk á þennan stóra og gljáfægða bíl, — og þau hötuðu Jóa fyrir hann. Því skildi Jói ekkert i. Hann leit á auð og allsnægtir sem eðlilegan og sjálfsagðan hlut, því hann hafði aldrei kynnzt neinu öðru. Á ungbarns- árunum liafði hann verið ákaflega einmana, og hlakkaði því meira en orð fá lýst til að fara í leikskólann og kynnast öðrum börnum. Nú var hann búinn að ganga í skólann í finnn mánuði. En vonir hans höfðu brugðizt og hann var óhamingjusamur og utanveltu frekar en nokkru sinni fyrr. Það skipti sér enginn af honum. Einkanlega var það einn drengur, sem hann liefði langað til að vera í vinfengi við, og það var Tommi frá Bjalla. Faðir hans vann i gasstöðinni. Jói reyndi að hanga utan í honum, og fylgdist með hverri hreyfingu hans, en Tommi leit ekki við honum, frekar en hann væri ekki til. Hann minntist á þetta við mömmu sína. — Hann er svo skemmtilegur drengur, mamma. Þú veizt, það er pabbi hans sem er með stöðina í Stóru- götu. Ef ég bæði hann að koma heim og leika sér við mig.........heldurðu að hann kæmi þá? Það var hálfgerð uppgerðar glaðværð i rödd mömmu hans: — Jæja, elskan mín, ég veit það eiginlega ekki . . . að minnsta kosti ekki núna. Það er nú líka lítill og viðkunnanlegur drengur í húsinu hérna við hlið- ina. Ég er viss um að honum þætti gaman að koma og leika sér við þig. — En . . . hann er nú bara í fjögra ára! hrökk raunalega út úr Jóa. Mamma hans sneri sér frá Jóa og horfði í spegilinn meðan hún lagaði hár sitt. — Kannski eftir jólin, væni minn. Við höfum i svo mörgu að snúast núna og það verður voða gaman fyrir þig og mig og pabba. Við skulum heldur fara að hugsa okkur um, hvað okkur langar til að jóla- sveinnin komi með til þín í þetta sinn . . . hann verður hvort sem er að fá að vita um það í tæka tíð. Jói fór leiðar sinnar, dapur í huga. En hann vildi ekki gefa hugmyndina upp á bátinn, og nokkurm dögum síðar lagði hann í stórræði, mitt úti á sjálfum leikvellinum. — Ætli við gætum ekki orðið vinir, þú og ég? spurði hann Tomma. Tomi leit niður á liann með fyrirlitningu, eins og hann stæði uppi á háum stalli: — Þetta litla, ríka strálcgrey, eða hvað? Nei, þakka þér fyrir, sætabrauðsdrengur. Farðu bara heim og leiktu þér á rugguhestinum. Jói sneri sér undan með kökk í hálsi. Þetta litla, ríka strákgrey? Svo þeir litu þannig á hann. Nú skildi Jói í fyrsta sinn hvers vegna hinir strákarnir og stelpurnar sniðgengu hann. Og það var eins og hann fylltist einskonar sektarvitund. í fyrstu vildi hann helzt ekki kannast við bað. Nú þegar honum var orðið það Ijóst hvert álit þau höfðu á honum, reyndi hann að breyta um á allan hugsanlegan hátt. Hann grét og gerði svo mikið uppistand heima, út af því að vera neyddur til að fara á bíl í skólann, að loksins féllust foreldrar hans á að lofa honum að fara fótgangandi, eins og hin börnin. Hann fór að koma heim með óhreint andlit og ataðar hendur, og bux- urnar hans voru iðulega bæði rifnar og skítugar. Mamma hans fór að verða óróleg. — Jakob, ég veit ekki hvernig þetta er að verða með hann Jóa upp á síðkastið. Ég held að slcólinn hafi ekki góð áhrif á hann. Hann kemur heim eins og svin, upp á hvern einasta dag. Þar til og með vildi hann fara að gerast vinur stráksins úr gasstöðinni. —- 0, ég skyldi ekkert láta það á mig fá, ef ég væri sem þú, svaraði maður hennar. Það verða allir strákar að fá að ólmast. Auk bess fer hann í barnaskólann að ári. Þessi skóli verður honum bara góður undirbúningur. En þrátt fyrir allar tilraunir Jóa, héldu börnin áfram að hafa hann útundan. Þegar honum skaut upp í þeirra hópi, rifnum og skítugum, hæddust þau bara að honum og sögðu honum að hlaupa heim til mömmu. Jólin nálguðust. Allt frá því Jói hafði fcngið aldur og skilning til þess höfðu þau verið honum hið mesta tilhlökkunarefni. Hann trúði statt og stöðugt á jólasveininn. Og síðustu vikurnar fyrir jól var hann önnum kafinn við að skrifa upp langan lista og sendibréf til jólasveinsins, um alla þá hluti sem hann langaði til að eignast. Nóttina fyrir aðfangadag var hann í allt of miklu uppnámi til þess að geta sofið nokkuð sem heitið gat. Hann lá bara og starði á arininn stóriun augum, því þar átti jólasveinninn að koma inn. Framhald á bls. 34. 22 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.