Vikan


Vikan - 07.12.1961, Side 24

Vikan - 07.12.1961, Side 24
BÖNORÐ TRÖLLA- PABBA Það var bjart vorkvöld og tröllapabbi og trölla- mamma sátu á bekknum fyrir utan tröllahúsiö og héldust í hendur. Aldrei þessu vant voru þau alein. Ekki eitt einasta af þeirra fjórtán óþægu tröllabörnum var í nálægð. — Þetta er næstuin því eins og þegar við vorum ung, sagði tröllamamma, ó, þú varst svo fallegur. — Já, ég hef látið dálítið á sjá með árunum, sagði tröllapabbi, en þú ert jafnfalleg og þú varst þegar ég bað þín. — Ó, já, sagði tröllamamma, manstu eftir því? — Hvort ég geri, sagði tröllapabbi, það var þegar ... — Biðið þið, bíðið aðeins, hrópaði allt í einu einhver. Það var eitt af tröllabörnunum, sem hafði falið sig undir bekknum. — Ég ætla rétt að kalla á hin, sagði trölla- barnið, því við viljum lika heyra hvað það er, sem tröllapabbi man. Svo flautaði strákur liátt og hvellt. — Nei, þetta gengur nú einum of langt, sagði tröllapabbi, hlerarðu hjá þínum eigin foreldrum? Getur maður ekki einu sinni talað saman án þess að allur þessi skari af tröllabörnum, sem maður á, þurfi að hlusta á. — Æ, leyfðu þeim það, sagði tröllamamma, ann- ars læra þau aldrei neitt, og þau eiga það svo sannarlega skilið, því að þau hafa verið svo óþæg í dag, alveg eins og regluleg tröllabörn eiga að vera. — Er hægt að treysta því, sagði tröllapabbi, mér fannst nú eiginlega að Hringsnúningur sæti svo penn og stilltur við hádegismatinn. Þannig hluti kæri ég mig ekki um. — Ég verð að viðurkenna, að það munaði minnstu að hann kæmi vel fram, sagði trölla- mamma, en til allrar hamingju fór hann út í eld- hús og hellti öllum hrísgrjónagrautnum niður í gúmmístígvélin þín og það var nú fallega illa gert, var það ekki? — Jú, það hjálpar nú svolitið upp á sakirnar, sagði tröllapabbi. Ég er næstum því stoltur af honum. Jæja, látum þá alla krakkana hlusta. Allir tröllakrakkarnir fjórtán komu nú þjótandi, Framhald á bls. 47. Pétur og Lfsa standa í garðinum og stara berg- numin upp í loftið? Við ætlum ekki að segja ykk- ur hvað þau sjá, en það er nokkuð sem mörg- um drengjum og stúlkum finnst gaman að hafa úti í garði. Ef þið dragið línu á milli númeranna í réttri röð komizt þið fljótlega að því, hvað er i loftinu, á eftir lit- ið þið svo myndina. Þessi dúkkulísa er hollenzk. Það getið þið séð á tréklossunum hennar. Litið fyrst dúkkuna og fötin henn- ar og klippið síðan var- lega út. Bezt er að líma dúkkulísuna á pappa. Síðan teiknið þið meiri föt á hana og skírið hana. B A R N Ef þú vilt gera töfrabrögð, ætt- irðu að læra þetta litla bragð. Það virðist sem þú haldir tveimur eld- spýtum í kross, sýnt á teikningunni, og nú segir þú að þú ætlir að búa til ferkant úr þessum sömu eldspýt- um. Leyndardómurinn er sýndur á teikningunni. Áður en þú byrjar hefurðu brotið báðar eldspýturnar í miðjunni og nú er allur vandinn fólginn i því, að halda eldspýtun- um eins og sýnt er til vinstri, þann- ig að fólk haldi að þú sért með tvær heilar eldspýtur. 1 jólafríinu getiC þið skemmt ykkur viö aö klippa út skugga- myndir af fjölskyldunni. Þiö þurf- iö aöeins aö festa vélritunarblaö á vegginn, kveikja ljósiö á bak viö litlu systur, eða hver sem þaö nú er sem á aö teikna, svo teikniö þiö útlínurnar meö vel yddum blýant. Ef teikningin á aö vera sérstaklega fín, má fylla myndina út meö svörtu tússi, áöur en þið klippiö hana út og límið hana á pappa. 24 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.