Vikan


Vikan - 07.12.1961, Page 26

Vikan - 07.12.1961, Page 26
■ ■: W.: ' 'y '':x Þeim veitinga- og skemmtistöðum fjölgar nú pr frá ári, sem bjóða ný- tízkuleg og þægileg húsakynni, fullkomna þjónujtu og vandaða skemmti- krafta. Við höfum ákveðið að lita inn á einn ágætan stað með ykkur, lesendur góðir, og kynna fyrir ykkur skemmtistað, sem er í fyrsta lagi gott sýnishorn af nútima arkitektúr, í öðru lagi fara sögur af mjög fullkominni matargerð þar og í þriðja lagi leikur þar hljómsveit, sem unun er á að hlusta. Þetta er Lidó, staður með alþjóðlegu nafni og heimsborgaralegum svip. Þetta nafn á uppruna sinn að rekja til mjög frægrar baðstrandar á Italíu, en af öllum þeim skemmtistöðum, sem nefndir hafa verið eftir ströndinni, mun Lidó í París frægastur. Lidó við Skaftahlíð í Reykjavík er samt sem áður staður, sem fólk hvaðanæva úr veröldinni mundi meta og virða ■— ef það á annað borð kann að meta góða þjónustu, fallegt umhverfi og skemmtilega hljómsveit. Við hittum að máli Konráð Guðmundsson, framkvæmdastjóra, sem vakir yfir öllu og aðgætir að allt gangi eins og vera ber. Þetta var á föstudagskvöldi og okkur virtist meiri partur gestanna vera hjón, sem komið höfðu til að borða og njóta síðan kvöldsins i Lidó. Konráð sagði, að matargestum færi mjög fjölgandi, eða Þá að fólk keypti smurt brauð. Við höfum orð á því við hann, að ekki væri margt um ungt fólk og hann Framhald á bls. 33. <1 Föngulegt par fallegu umhverfi: Guðrún Bjarnadóttir úr Njarðvíkum, sem er lesenduni Vikunnar kunn. — Forsíðumynd birtist af henni hinn 26. október nú í haust. Með henni er Guð- brandur Geirsson frú Borgarnesi, sölumaður hjá Eggert Kristjánssyni & Co. MiiÍiM? ■ Ungt og ástfangið par á barnum í Lidó: Sigrún Sigurðardóttir úr Landeyjunum, sem tók þátt í keppninni um titilinn „Sumarstúlka Vikunnar 1960“ og Sigurdór, sem söng um tíma með hljómsveit Svavars Gests í Sjálfstæðishúsinu. og syngur þar enn. Þau syngja saman fjögur, stundum tvö og stundum Ragnar einn, en alltaf er unun á að hlusta. Hljóm- sveit Svavars Gests er einmuna skemmtileg og vafalaust með þeim beztu, sem hér hafa komið fram. Frá vinstri: Finnur Eydal, Ragnar Bjarnason, Helena Eyjólfsdóttir og Garðar Karlsson. <3 Allmiklar breytingar hafa verið gerðar á saln- um í Lidó og hefur til dæmis verið bætt við litlum bar með sætum og tjöldum í kring. Hér er Jóakim Snæbjörnsson, skfðakappi á nýja barnum og hefur góðan félagsskap. 26 VIKAN : ý' I . ,__sj Slappað af í Lidó eftir erfiði [> dagsins. Hér er Oddur Ólafs- son ljósmyndari — lengst til hægri ásamt hjónunum Kristni Baldurssyni, sölu- manni hjá Kristjáni G. Gísla- syni og konu hans, Katrínu Magnúsdóttur. Tveir ungir og efnilegir menn [> úr viðskiptalífinu ræða saman *m „bísnis" meðan beðið er eftir matnum. Þeir eru Magn- ús Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Skeifunnar og Ágúst Kristmanns framkvæmdastjóri í Snyrtivörur h.f. Hjónin til vinstri áttu 15 ára [> hjúskaparafmæli og í tilefni áf því færði Konráð Guð- mundsson, framkvæmdastjóri í Lidó, þeim kampavínsflösku að gjöf. Þau heita Karólína Júlíusdóttir og Rafn Péturs- son, búsett á Flateyri við Ön- undarfjörð og Rafn er for- stjóri Fiskiðjunnar þar. Þau skála við hjónin Ingibjörgu Ólafsdóttur og Valdemar Indriðason, forstjóra Sildar- verksmiðjunnar á Akranesi. Útlendir gestir reyna kræs-1> ingarnar í Lidó og finnst auð- sjáanlega mikið til þeirra koma. - iiililli 1 1 mm

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.