Vikan


Vikan - 07.12.1961, Síða 29

Vikan - 07.12.1961, Síða 29
 Kynslóðin, sem nú er komin á miðjan aldur, man þá tíð, að enginn lét sig dreyma um það að kaupa meiri háttar hluti án þess að hafa peningana handbæra. Þá söfnuðu menn jafnvel fyrir íbúð- inni, því lán var ekki að hafa. Nú byggja menn alls ekki án þess að fá stór lán, slá víxla upp á tugi þúsunda fyrir bíl og kaupa teppi á íbúðina, kæliskáp í eldhúsið og radíófón í stofuna með afborgunarskilmálum. : :< ':-v. •.: ■ , s... . • mtm fxT5: ; i J — en jólavarningurinn fæst ekki uppd krít og ekki held- ur matvara eöa fatnaður, eöa svo segja þeir, sem meö þær vörur verzla. Auðvitað kostar þetta það að þú þarft að vinna eftirvinnu baki brotnu, en ef þér finnst það borga sig — þá þú urn það. Kannske ég sé annars að skrökva upp á þig, kunningi. Kannske ert þú einn þeirra ca. 40% viðskipta- vina, sem hafa greitt þessar vörur út í hönd, — eða kannske hefur þú bara látið þér nægja gamla draslið, sem þú áttir. En ef þú ert saklaus, þá er nokkurnvegin víst að nábúinn við hliðina á þér hefur það svona. Við framkvæmdum nefnilega heilmikla rannsókn um daginn, hringdum í fjöldann allan af verzlunum og spurðum þær spjörunum út um þessa hluti. Hvort fólk fái mikið lánað, eða greiði út í hönd. Eftir þessar rannsóknir komumst við að þeirri niðurstöðu, að það er mjög álgengt að ýmsar stærri vörur, og þá einna helst lúxusvörur svo sem gólfteppi, heimilistæki og húsgögn, eru keypt „út á kritf‘. Einn kunnugur maður sagði okkur að líklega væri ekkert óalgengt að húsgagnaverzlanir ættu útistand- andi um eða yfir tvær milljónir, þegar mest væri verzlað, eins og fyrir jól eða seinnibluta ársins. Ég veit ekki hve margar húsgagnaverzlanir eru í þessum flokki, en mér finnst ekki ólíklegt að samkvæmt þessu séu tugmiljónir útistandandi vegna húsgagnakaupa, þegar mest er á árinu. Svipaða sögu er að segja um heimilistæki hverskonar, að rúmlega hélmingur kaupenda kaupir þau með lánskjörum. Teppaverksmiðjur lána líka sínar vörur, og framlevðendur segja einnig að þar sé rúmlega hélmingur kaupenda, sem fær lánað. Auðvitað verður varan dýrari fyrir bragðið, því yfirleitt er þá skrifað uppá víxla fyrir andvirðinu, og þá leggjast 9% vextir á upphæðina. Flestar verða verzlanirnar að sitja sjálfar með víxlana, því bankarnir kaupa ekki slíka víxla, og þá gefur að skilja að það þarf aldeilis dálaglegan skilding til að standa undir slíkri verzlun. YIKAN 29

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.