Vikan


Vikan - 07.12.1961, Side 33

Vikan - 07.12.1961, Side 33
LIDO. Framhald af bls. 27. sagði það engin undur þar sem fólki innan 21 árs aldurs væri meinaður inngangur. Sagði hann, að margir áfelldust skemmtistaðina fyrir það að selja unglingum vin og einfaldasta ráðið til þess að koma í veg fyrir drykkju unglinga væri, að þeir fengju ekki aðgang að þeim stöðum, þar sem vín væri selt. Húsakynnum hefur verið breytt nokkuð i Lidó og virðist það hafa verið til bóta. Settur hefur verið upp lítill bar nærri anddyri salarins og tvær litlar setustofur, sín hvorum megin við hann. Þá hafa verið sett upp blómaker á nokkrum stöðum ásamt lýsingu. Konráð sagði, að ætl- unin væri, að breytingar yrðu gerðar á húsinu framan við dyr salarins, en þar eru borð og þar er jafnan setið um helgar þegar fjölmennast er í Lidó. Það er ástæða til Þess að geta sér- staklega hljómsveitar Svavars Gests, sem leikur í Lidó. Þetta er allstór hljómsveit, eða sjö manna og þar af tveir söngvarar, Ragnar Bjarnason og Helena Eyjólfsdóttir. Magnús Ingimarsson, píanóleikari, hefur út- sett lögin af þekktri smekkvísi, en Svavar Gests stjórnar. Hann er nú löngu landsþekktur, einkum fyrir út- varpsþætti sína, en honum tekst ekki síður með hljómsveitarstjórnina og þá ber sérstaklega að geta eins mik- ilvægs atriðis: Það hefur oft háð ís- lenzkum danshljómsveitum, hversu afsltaplega mönnunum virðist leiðast starfið. Þeir hafa tæpast álitið, að þeir væru komnir á sviðið til þess að skemmta, að minnsta kosti alls ekki eftir svipnum á þeim að dæma. Þeir hafa staðið helfrosnir og þar á ofan með ólundarsvip. Þetta hefur ótrúlega mikil áhrif á públikum. Andstæðan kemur í ljós hjá Svavari Gests í Lidó, en þar smitast mann- skapurinn af fjöri og gáska hljóm- sveitarinnar. Það hlýtur að vera ein- hver misskilningur, að dansmúsík verði betri að viðbættum jarðarfarar- svip hljóðfæraleikaranna -—■ að minnsta kosti hefur Svavar afsannað það rækilega. Við tókum nokkrar myndir af gest- um í Lidó þetta kvöld og nú er bezt að láta þær tala. Ég býst ekki við að við getum komið í kvöld. Alfreð er með höfuðverk. Spyrjiö Bólstrarann um ÚLTÍMA- i ÁKLÆÐI ÚLTÍMA KJÖRGARÐI AKLÆÐI PÆRIjS CHAPEÁU kuMobúfAn Fröken Theodóra Þórðardóttir er í góðu skapi. . . . Ekki að undra, segir liún! Ég hef loksins fengið höfuðfat sem ég e. ánœgð með. Ég er dökkhærð og með brún augu svo ég valdi mér Orange-gúla Paris C hapeau kuldahúfu. Ég segi ykkur stúlkur mínar (alveg í trúnaði) að í síð- asta bréfi frá Birgitte Bardotte segir hún að Paris Chapeau kuldahúfan seljist eins og plöturnar hans Prestley og bað mig að skila til ykkar að hver kona sem notaði Paris Chapeau væri smekkleg og listræn. Amor miðar örvum sínum á þær sem bera PARIS CHAPEAU Heildsölubirgðir: UMBOÐS- & HEILDVERZLUN Laugavegi 178. — Símar: 36840 — 37880. VIKAN 33

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.