Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 07.12.1961, Qupperneq 40

Vikan - 07.12.1961, Qupperneq 40
nokkurt — skilnaðarúrskurðurinn. Seint hafði Carey þótt sækjast um sumarið, nú gerðust hlutirnir hins- vegar með slíkum hraða, að hann gat ekki áttað sig á neinu. Hann varp þungt öndinni og varð það eitt að orði: „£g fæ ekki með neinu móti skihð, að hann skuli vilja sleppa þér.“ Og það meinti hann. „Þetta bréf barst mér i hendur þann tuttugasta júni i sumar,“ sagði hún. „Þegar ég hafði hugleitt allar aðstæður nokkra hrið, tók ég þá á- kv'rðun að fara eftir ábendingu hans og svo sótti ég um skilnað þann tutt- ugasta og þriðja júni. Það voru þess- ir þrir dagar, sem fóru i það að taka ákvörðunina, sem ég lét ekki sjá mig i kaffistofunni. Lengri tima þurfti ég ekki til að átta mig á þvi hvers vegna hann vildi losna við mig — og haga mér svo samkvæmt þvi ...“ „Og hver var orsökin?" „Þessar sífelldu deilur okkar á milli út af námskappi hans. Með öðrum orðum — mig langaði einstaka sinn- um í kvikmyndahúsið eða á skóla- skemmtanir; jú, það kom fyrir að ég gat talið hann á að fara, en það var hrein undantekning. Þar vildi ég geta litið á mig sem eiginkonu hans, en komst að raun um að ég var hon- um ekkert annað út á við en sýn- ingargripur. Ég veit það reyndar sjálf, að ég er lagleg kona ... en að vera eingöngu sýningargripur; sem sagt, nú hef ég fengið lögfestan skiln- að og get sagt það, sem mér býr I brjósti ...“ „Lagleg ,. stundi Carey. „Þú ert sú fegursta stúlka, sem ...“ „Þakka Þér fyrir. En nú er ég orð- in þreytt á að vera eingöngu sýning- argripur. Ég hef varið sumrinu í það að hugleiða þetta allt saman. Lögin gera hvort eð er ráð fyrir því, að maður noti þennan tveggja mánaða frest, eftir að maður hefur sótt um skilnað, til nánari umhugsunar, og það hef ég gert, svikalaust. Ég hef brotið heilann um það hvern einasta dag ...“ „Hvers vegna hefurðu ekki minnzt á þetta við mig fyrr?“ Framhald á bls. 42. komið hingað fyrr, ef ég hefði haft grun um að mín biðu slíkar mót- tökur.“ „Ég mundi ekki hafa tekið þannig á móti þér fyrr en nú,“ svaraði hún lágt. „Hversvegna ekki. Þú ætlar þó ekki að fara að telja mér trú um að þig sé farið að iðra framkomu þinnar?" „Hvers hef ég að iðrast?" „Hvernig þú hefur komið fram við mig, á ég við.“ „Ég vona að ég hafi komið fram við þig einmitt á þann hátt, sem þú gazt vænzt af mér.“ ,^Hvað áttu þá við með Því, sem þú sagðir?" Hún kveikti á litlum lampa á borði, sem stóð hjá stólnum hennar. „Líttu yfir bréfin, sem liggja þarna á borð- inu,“ sagði hún. Efst lá bréf, dagsett þann átjánda júní í Aix-en-Provence á Frakklandi; bersýnilega frá eiginmanni hennar og hann hikaði við að lesa það, þangað til hún kinkaði kolli til hans. Það var á þessa leið: „Kæra Polly. Kom heilu og höldnu til Orly- 40 VIKAN flugvallar eftir þægilega ferð. Hélt frá Paris með járnbrautarlestinni til Marseille, þaðan með strætis- vagni til Aix, sem er hin skemmti- legasta borg, enda þótt allt kosti þar skildinginn sinn. Bréfið frá þér beið mín þar með fréttunum af prófúrslitunum. Segðu mér — hvaða náungi skyldi það vera, þessi McAlmon, sem gerði mér þann slæma grikk að krækja sér líka i ágætiseinkun og draga þannig úr athyglinni á prófafreki mínu? Fyrsta daginn, sem ég dvaldist í skjalasafni háskólans, rakst ég þar þegar á hið merkilegasta rann- sóknarefni; fyrst það lenti í mín- um höndum, verður það annað og meira en efni í ritgerð, það verður mér efni i bók, sem vekja mun gífurlega athygli og gerbreyta sögulegu viðhorfi okkar til frönsku þjóðarinnar — svo mikilvægt rannsóknarefni, að ég hringdi taf- arlaust til Joe Haas i mennta- málaráðuneytinu og fór fram á að mér yrði veittur sérstakur og vit- anlega ríflegur styrkur til þess að vinna að samningu þeirrar bókar. Mér hefur þegar borizt svar; þeir telja víst að orðið verði við þess- um tilmælum mínum og það mjög bráðlega. Það er að vísu gagnstætt allri viðtekinni venju, en ég geri mér góða von um að það takist. Þegar ég hef fengið þann styrk, þýðir það það, að ég dvelzt hér að minnsta kosti ári lengur en upphaflega var gert ráð fyrir, og ég verð að leggja ákaflega hart að mér við vinnu allan þann tíma. Bftir allar þær deilur, sem við höfum átt út af starfskappi mínu, geri ég ekki ráð fyrir að þú kærir þig um að koma hingað og dveljast hér í litilli og þröngri leiguíbúð — og skilja ekki nokkurn mann. Ég sótti þvi um styrkinn sem ein- hleypur; með öðrum orðum, ef þú vilt sækja um skilnað, skal ekki á mér standa. Mér þykir vitanlega fyrir þessu, Polly; þú hefur veitt mér mikla aðstoð, en ég geri ráð fyrir að þetta sé einmitt sjálfri þér fyrir beztu. Kærar kveðjur. Martin.“ Undir þessu bréfi hafði legið skjal Þér storsparið rafmagn með því' að nota eingöngu hinar nýju OREOL.-KRYPTON ljósaperur. Þær brenna 30 % skærar en eldri gerðir, vegna þess að þær eru fylltar með KRYPTON efni. MINNIÐ KAUPMANN YÐAR EÐA KAUPFÉLAG A AÐ HAFA ÞÆR TIL HANDA YÐUR. Flestar betri matvöru-og raftækjaverzlanir selja OREOL KRYPTON ljosaperur. 90 watta ljos af 60 watta peru

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.