Vikan


Vikan - 07.12.1961, Page 44

Vikan - 07.12.1961, Page 44
IÐUNNARSKOR Á ALLA FJÖLSKYLDUNA Skór, sem eiga að endast vel og vera götuskór og spariskór í senn, þurfa bæði að vera sterkir að innri byggingu og snotrir útlits. Báða þessa kosti hafa Iðunnarskómir. Það segir einnig sína sögu, að annar hver íslendingur eignast Iðunnarskó ár- lega. ÁRÓÐURSTÆKNI TRÚBOÐANS. Framhald af bls. 25. ber honum frá kirkjunni, að and- úðin sem skvaldrið vekur, flyzt yfir á helgiathöfnina. Mótþróinn mynd- azt smótt og smátt, í fyrstu aðeins gagnvart þeim annarlegu umhverf- isáhrifum, sem helgiathöfnin bland- azt. Huganum finnst hún ásækin og truflandi, rétt eins og önnur há- reysti, sem hann verður aS brynja sig gegn dagiega. Þar meS er and- úðin vakin og gagiísefjunin fullgerð. Hughrifin verða þá alger andstæða þess ,sem til var ætlazt. TRÚARSTYRKUR OG TÆKNIGALDUR. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem kirkjan stendur andspænis þeim vanda að taka í þjónustu sína tækni, sem teljast má framandi og jafnvel fjandsamleg anda hennar og æðsta ætlunarverki. Áhrifamesta áróðurs- tækið á fyrstu öldum kristninnar var mælskulistin, sem þróazt hafði | í heiðnum sið og.studdist við heiðn- I ar bókmenntir og menningarhefð. i Gat hin unga kirkja vænzt þess að sigrast á þessari dáðu menningar- arfleifð heiðins siðar, ef hún sjálf léti boðskap sínum nægja einfald- leika hins fábrotna máls? Hún átti þvi völina: Að taka heiðna mælsku- list í þjónustu sfna eða treysta á sannfæringarmátt trúarhitans eins saman. Um þetta skiptist hinn kristni lýður i andstæðar fylkingar. „Ef vér trúum, hvers skyldum vér þá þarfn- ast auk trúarinnar?“ (Tertullian), mætti kannske kallast kjörorð þeirra, sem fastast stóðu gegn þvi, að hinn kristilegi predikari þjálf- aði sig i heiðinglegri mælskulist. Málin réðust þó á annan veg. „Úr því að mælskulistin stendur öllum til boða, illum jafnt sem góðum, hvers vegna skyldu hinir góðu þá ekki notfæra sér hana? Hið illa neytir hennar hvort sem er, villu og ranglæti til framdráttar.“ (Ágústínus). Líku máli gegnir með áróðurs- tækni nútimans. Hún megnar að bera boðskapinn um langa vegu og að skynfærum margra manna. Hitt er vafasamara, að hún nái að kveikja lifandi Irú í hjörtum þeirra. Hins vegar svífst veraldar- vizkan engra ráða til þess að lauma ísmeygilegum áróðri sínum inn í hug fólksins. Getum við bó bannað predikaranum að nota þetta tæki i einlægri baráttu hans fyrir sigri hins góða? Og þó! Megna tónband og kvilc- mynd að bera boðskap trúarinnar ómengaðan? Þegar glóandi hraunstraumurinn var í þann veg að lykja um kirlcju séra Jóns Steingrimssonar, lét hann loka henni og framdi guðsþjónustu sína eins og hann vissi af engri hættu. Engum kirkjugestanna virt- ist órótt; allir stæltust af trúar- styrk prestsins. Hvort sem bænar- hita prests tókst nú að stöðva hraunflóðið eða kalt orsakalögmálið var þar að verki: Ætli söfnuðurinn hefði setið jafn rólegur og falið sig guði jafn örugglega á hættustund, ef hann hefði heyrt messuna gegnum hátalara? Sðe ins |mð be<tn n borðið frn Tómnsi Það er elcki seinna vænna að ákveða jólamatinn, látið ekki dragast að hringja eða koma til Tómasar og panta lostætið. IÐUNN FYLGIR TÍZKUNNI Á R HVERT í jólamatinn viljum viö sérstaklega mæla með: Öndum — Rjúpum — Jólagæsinni og Kalkún — ásamt okkar úrvals dilka- og Bauðahangikjöti. Gleðjið vini yðar erlendis. Sendið þeim jólamat frá Tómasi. Kjötver^luo Tómosnr Jótissonar Laugavegi 2 og 32 - Ásgarði 22 - Símar 11112 - 12112 - 36730. 44 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.