Vikan


Vikan - 07.12.1961, Síða 47

Vikan - 07.12.1961, Síða 47
ínn til aO drepa tlmann. Hún haföi yndi af aö skoöa fallega hluti. Listmuni, bækur, málverk, falleg föt, þó hún heföi ekki efni á aö veita sér neitt slíkt. Hún haföi ekki reikað lengi um deildir verzlunariimar, þegar hún varö þess vísari, aö hún var ban- hungruð. Þaö átti aö vera veitinga- sala einhversstaöar uppi. Lyftuþjónn- inn sagöi henni til vegar. Þetta var smekkleg veitingasala, prýdd blómakössum og listaverkum. En ekkert borö laust. Þernan gekk til hennar. Nei, því mlöur, þaö var setið við hvert borö. — Biöið andartak. Viö skulum sjá hvort mér tekst ekki aö ... Maud hafði þegar ákveðiö gler- myndinni staö á bókahillunni til hægri yfir legubekknum heima hjá Jan ... Hún kom auga á ljóshæröu stúlk- una, sem gekk dálítið feimnislega á eftir þernunni yfir mjúka gólfábreiö- una. Veitti því einnig athygli að þern- an var að svipast um eftir auöu sæti, leit þangað sem Maud sat. Spyrjandi — og Maud kinkaöi kolli. — Ungfrúin, sem situr þarna viö borðið, er því samþykk aö þér setjizt við boðriö hjá henni, ef yöur er sama . . . Sonja þakkaði boðið. ÞaÖ var 6- vðikunnanlegt að standa þarna á miðju gólfi og finna augu allra hvíla á sér. — Eg vona að þetta vaddi yöur ekki neinum óþægindum, sagöi hún við stúlkuna, sem við boröiö sat. — Alls ekki, svaraði hin, dálítið kuldalega. Ég hef setið hér ein drykklanga stund, og notið þess að vísu, en tilbreytingin er manni aUtaf kærkomin. Sonja virti fyrir sér yfirborðslegt bros hennar. — Við sleppum allri kynningu, sagði stúlkan. Gerið svo vel að fá yður sæti. Því minna, sem maður þekkist, þvi betra ... — Kærar þakkir, sagöi Sonja og tók sér sæti. Framhald í næsta blaði. BÓNORÐ TRÖLLA PABBA. Framhald af bls. 24. þegar þau heyrðu flautið, og nú settust þau niður fyrir framan tröllapabba og tröllamömmu. — Við skulum nú sjá, það var dag nokkurn þegar tröllamamma ... Já, þá var hún ekki trölla- mainr.ia ennþá, heldur tröllastúlka ... já, hún hafði ákveðið að fara til Sviþjóðar og heimsækja frænku sina, sem var tröllkona einhvers staðar, mig minnir að það hafi heit- ið Öjasjömála, og hún hafði boðið mér með. En við vorum ung þá og áttum enga peninga ... — ÍÞað eigið þið eklci núna held- ur, greip einn af grislingunum fram í. — Svona, svona, ekki taka fram i fyrir mér, sagði tröllapabbi. Við áttum sem sagt enga peninga og gátum því ekki keypt okkur miða með ferjunni yfir Eyrarsund. En okkur var alveg sama um það. Við stukkum b'ara í vatnið, um leið og ferjan fór af stað. Ég hélt fast i skipið og tröllamamma hélt fast um hálsinn á mér, og svo dró ferjan okkur svo dægilega yfir til Sví- þjóðar. Stýrimaðurinn hafði komið auga á okkur og það var eins og honum geðjaðist ekkert vel að okkur. — Ég fæ skipstjórann til að stöðva ferjuna, hrópaði hann, og svo hala ég ykkur um borð og tilkynni lög- Erlendar og íslenzkar hljómplötur Geysifjölbreytt úrval nýkomið Stórkostleg verðlækkun Vegna lækkaðra aðflutningsgjalda hefir verðið stórlega lækkað. Til dæmis má nefna: 7" erl. (2ja laga) dansplötur ........... T erl. (4ra laga) Exended play plötur 45 sn. Klassiskar plötur: Goncert Classic HMV 12", hægg............ Standard 10", hæggengar frá ............. Standard 12", • hæggengar frá ........... Special 10", hæggengar frá .............. Special 12", hæggengar frá .............. VERÐ NÚ 55.00 100.00 220.00 235.00 290.00 260.00 335.00 VERÐ ÁÐUR 85.00 145.00 295.00 330.00 400.00 360.00 480.00 Allar eldri birgðir með hærra verði lækka nú þegar í hið nýja verð. Verð á öllum „Sterophonic“ plötum frá E. M. I. í Bretlandi hið sama og á venjulegum (MOMO) plötum. íslenzkar hljómplötur. Til samræmis við hið nýja verð á erl. plötum höfum vér einnig lækkað stórlega verð á|íslenzkum plötum, þótt aðflutningsgjöld á þeim hafi ekki lækkað. Vér viljum benda á, að vegna hins stórlega lækkaða verðs hefir almenningur nú frekar tök á að kaupa plötur til yndis og ánægju. Nú er þvi sérstakt tækifæri til kaupa á hljómplötum, sem vissulega eru einhver bezta jó Ofangreind verðlækkun gekk i gildi 25. nóvember. iagjöf sem völ er á. BH FALiKIMHf H.F. (hljómplötudeild) reglunni þetta, því þið hafið enga miða. — Ég var nú á báðum áttum, en tröllamamma bjargaði okkur. — Það gerirðu sko ekki, hrópaði hún til hans, því þá kemur ferjan allt of seint til Svíþjóðar, og þá verðið bæði þú og skipstjórinn reknir. Svo þú skalt bara hugsa um sjálfan þig. Þá um leið vissi ég að þessi tröllastúlka, sem ég var að ferðast með, var sú bezta og indælasta tröllastúlka í öllum heiminum. Og svo bað ég hennar. — Og svo sagði hún já, hrópaði eitt af börnunum. — Nehei, sagði tröllapabbi, það gerði hún nú ekki. Hún sagði, að hún hefði ekki hugsað sér að gifta sig i bráðina, en ef svo ætti að fara, þá yrði það ekki með svona manni eins og mér, og hún ætlaði víst að segja eitthvað meira, en þá fór vatn upp í munninn á henni og hún byrj- aði að hósta. — Nú mér leiddist þetta dálítið og var í fýlu á leiðinni yfir þvera Svíþjóð. — Og ég gekk allan tímann og beið eftir þvi, að þú bæðir min aft- ur, sagði tröllamamma, þvi þá hefði ég getað sagt já. — Hvernig átti ég að vita það, sagði tröllapabbi. Jæja, mér leiddist þetta mjög. Þunglyndi heitir þetta víst á fínu máli. En svo fór ég heim til frænku tröllamömmu og hún var alveg perla. Hún fékk dótt- ur sína til að hugsa um kaffi handa okkur. Og því megið þið trúa, að hún var hugguleg, dóttir hennar. — Vitleysa, hún var heimsk, sagði tröllamamma. — Já, já, sagði tröllapabbi, hún var ekki eins falleg og þú, en þar sem að þú vildir mig ekki, þá gat ég alveg eins farið í gönguferðir meðfram vatninu með henni. Og það var einmitt það sem ég gerði. — Og á meðan sat ég ein með frænku og lét mér leiðast, sagði tröllamamma. — Það vissi ég nú ekki fyrr en á eftir, sagði tröllapabbi. Og dóttir frænku þinnar var miklu vingjarn- legri við mig en þú. Hún sagði að það væri svo einmanalegt þarna, þar sem þær bjuggu, og að hún mundi ábyggilega aldrei giftast, því það væru engin skemmtileg tröll þarna í grenndinni. Hún meinti eins skemmtileg og ég. Og svo bar ég upp bónorð í annað skipti þennan dag. Já, það hljómar kannski ekki fal- lega, en þar sem að tröllamamma vildi ekki hafa mig, þá gat ég að minnsta kosti gert aðra tröllastúlku ánægða, og hún var nú reglulega sæt. Jæja, svo fórum við heim til frænkunnar og tröllamömmu og sögðum þeim, að við hefðum trú- lofað okkur, og því megið þið trúa, að það varð uppistand. Trölla- mamma stóð svo harkalega upp, að hún velti borðinu með öllum kaffi- bollunum á. Svo skammaði hún dótt- ur frænku sinnar sundur og saman, þannig að það heyrðist alla leið þangað, sem manneskjurnar bjuggu og það var mjög langt í burtu. Þá sagði frænkan: — Já, en kæra Jitla tröllastúlka, maður gæti haldið, að þú vildir gjarnan sjálf eiga þetta fallega unga tröll. Hvers vegna tekurðu hann ekki? Dóttir hennar hrópaði: — Það má hún ekki, því hann er trúlofaður mér. Framhald á bls. 50. VIKAN 47

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.