Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 07.12.1961, Qupperneq 50

Vikan - 07.12.1961, Qupperneq 50
VEIIMIM EGILSSON Viðbragsflýtir CONSUL 315 er hreint undraverður, hin nýja vél framleiðir 56,5 hestöfl en eyðir þó aðeins 7,8 lítrum af benzíni á 100 km akstri. Mesti hraði er 125 km á klst. — Það festir aldrei snjó á afturrúðu og farangursgeymslan er stærri en í nokkrum öðrum bíl af svipaðri stærð. r ma CONSUL 315 er nýjasta FORD gerðin í ár. Hafa FORD verksmiðjurnar ennþá einu sinni verið fyrstar til þess að leysa hina tæknilegu þraut að smíða hagkvæmari, þægilegri og sterk- ari bíl í flokki hinna léttari bíltegunda. í CONSUL 315 eru fleiri kostir stærri bílanna en _í nokkrum öðrum bíl í léttara flokkinum. H.F — Nei, það er ég ekki, sagði ég, því ef tröllamamma vill mig, þá vil ég hana líka. — Þú getur alltaf gifzt tröllinu i Höör, sagði frænkan við dóttur sína, og hann verður ... Svo heyrði ég ekki meira, því nú hafði tröllamamma tekið í halann á mér, og svo hljóp hún af stað. flún hljóp þvert yfir alla Sviþjóð og dró mig á eftir sér. Það var vont, svo sannarlega, en ég komst þó að raun um að henni geðjaðist vel að mér og að hún mundi ábyggilega vilja giftast mér. Svo komumst við heim með ferjunni og giftum okkur dag- inn eftir og síðan höfum við verið mjög hamingjusöm. — Það höfum við verið, sagði tröllamamma. ★ TÖNNIN Framhald af bls. 11. því að skrifa ekki það, sem mað- ur hefur ekki tíma né pláss til. Sannleikurinn er sá, að ég held að ég gæti gert það miklu betur en það hefur nokkru sinni verið gert áður. Ég get aðeins sagt, að þar sem þú blaðar áhugalaus í stórri bók, sem ber heitið „Striðið í mynd- um“, myndir þú glaður vilja eiga hlutskipti við aumustu lifveru jarð- arinnar. Það er óhugsandi að nokk- ur geti verið verr staddur en þú, nema ef vera skyldi einhver af þessum vesalingum sem bíða ásamt þér. Þessi þarna í hægindastólnum, sem í taugaæsingi tætir sundur Tannlæknablaðið. Það hlýtur að vera eitthvað hræðilegt að henni. Hún gæti ómögulega litið áhyggju- fyllri út. Kannski er það eitthvað mjög sársaukafullt. Þessi hugsun 5Q VIKAN hressir þig talsvert við. En hvað kvenfólk getur verið huglaust á svona stund! Síðan heyrast raddir úr næsta herbergi. „Allt í Iagi, læknir, og ef það veldur mér meiri sársauka þá hringi ég til yðar? ... Haldið þér að það muni blæða mikið meira? . . . Laugardaginn kl. 11. Verið þér sælir. Miðaldra kona birtist — allar konur eru miðaldra, þegar þær koma út frá tannlækninum — og lítur út eins og hún sé að leika dramatiskt hlutverk í leikriti eftir Williams. Hárlokkur hangir i óreiðu niður á milli augnanna. Hún er föl i andliti, að undanteknum dálitlum roða við munnvikin, og augnaráð hennar er fjarrænt eins og þess, sem horfzt hefur í augu við raunir lífsins. En hún er búin. Henni ætti að standa á sama hvernig hún lít- ur út. Hjúkrunarkonan birtist og horfir spyrjandi á hvern einstakan i bið- stofunni. Allir forðast að mæta augnaráði hennar í síðustu von- lausri tilraun til að blekkja ein- hvern og komast burt án þess að hitta lækninn. En hún kemur auga á þig og kinkar vingjarnlega kolli. Drottinn minn, hvað hún kinkar vingjarnlega kolli. Það ætti að banna fólki að vera svona vingjarn- legt. „Læknirinn mun líta á yður núna,“ segir hún. Tungan kann að geyma óþægilegri orðasamband en „læknirinn mun líta á yður núna“. Ég vil ekkert draga úr áhrif- um setningarinnar: „Hafið þér nokkuð að segja áður en straumnum er hleypt á“. Hún getur verið verri um stundarsakir, en áhrifin standa þó ekki jafn lengi. Þú brosir veiklulega, hrasar um fætur næsta manns og staulast inn i læknisstofuna, hnígur niður í stól- inn og lokar augunum. En lítum nú á hina andlegu ofsa- kæti sem gripur þig þegar þessu er loksins lokið og þér er sleppt úr stólnum. Allt búið, og hvað var þetta svo sem? Ekki nokkur skap- aður hlutur. Ha-ha-ha-ha! Ekkert. Þér verður skyndilega mjög vel við lækninn. Þetta er raunar fyrir- taks náungi. Þú spyrð hann um tæki hans. Til hvers notar hann þetta litla tæki til dæmis. Ja hérna! Að hugsa sér að svona smáhlutur valdi allri þessari angist, ha-ha-ha! ... Og hvernig líður fjölskyldu læknisins! Það var ágætt! Þú kveður hann glaðlega með handabandi og lagar bindið. Gleymt er, að þú átt að koma aftur á mánu- daginn. Það er ekkert til sem heit- ir mánudagur. Þú ert búinn í dag og ert sáttur við allan heiminn. Þegar þú gengur i gegnum biðstof- una litur þú hina háðslega horn- auga. Vesalings ræflarnir! Hvers vegna geta þeir ekki tekið þessu eins og menn í stað þess að sitja þarna með hangandi höfuð eins og það eigi að fara að leiða þá til af- töku? Hæ! Þarna er lyftumaðurinn! Að- laðandi maður! Þú brýtur heilann um hvort hann viti að þú hefur lát- ið fylla i tönn. Þig langar til að segja honum það og klappa honum á öxlina. Þig langar til að segja öll- um úti á bjartri og glaðlegri göt- unni frá þvl. Og hvað þetta er lika dásamleg gata! Full af viðkunnan- legum svörtum snjó og krapa. Lífið er nú dásamlegt. Siðan ferð þú og finnur fyrsta mann sem þú getur ráðizt að án þess að þú sért handtekinn og lýsir fyrir honum nákvæmlega hvað tann- læknirinn gerði við þig, hvernig þér leið og hvað hann ætlar að gera næst. Þá erum við komin aftur að byrj- uninni og höfum ef til vill varpað einhverju ljósi yfir þá löngun manna til þess að trúa öðrum fyrir leyndardómum tanngarða sinna. Það er sennilega móðursýkisleg fróun i þvi að segja frá, þar eð þessu er lokið í bili. ★ Þýöandi: Eggert Sigfússon. TREYJA Framhald af bls. 41. síðan úr eins og á bakstykkinu, þar til 9 1. eru eftir, fellið þær af í einni umferð. Kragi: Fitjið upp 113 I. á prj. nr. 5 og prjónið 6 cm mynztur. Geymið síðan á öryggisnælu 1 1. 3 sinnum, 2 1. 1 sinni og 1 1. einu sinni. Klippið á garnið. Takið nú upp á prj. nr. 4, 16 1. til endanna, takið lykkjurnar sem geymdar voru og svo 145 1. af kraganum, prjónið 3 umf. brugðning yfir alla umferðina og fellið laust af, ath. að prjóna sl. sem sl. er og br. sem br. er um leið og fellt er af. Pressið mjög lauslega öll stk. frá röngu með röku stykki og volgu straujárni. Saumið ermar — og hliðarsauma með aftursting. Saumið kragann við og ath. að miðja á kraga og miðja á bakstykki komi saman. Saumið framkantana við og takið frá aukalykkjurnar í saumfar. Saumið venjulegt kappmelluspor í hnappagötin og festið hnöppum á vinstri barm á mótstæðan stað við hnappagötin.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.