Fréttablaðið - 22.12.2009, Side 8

Fréttablaðið - 22.12.2009, Side 8
8 22. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR 1 Hvar fæst ódýrasta skatan, miðað við verðkönnun Frétta- blaðsins? 2 Hversu mikið er áætlað eigið fé Akranesskaupstaðar? 3 Hver talar í lok friðargöngu niður Laugaveg á Þorláks- messu? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 62 SKATTAR Alþingi samþykkti í gær að hækka efra þrep virðisauka- skattsins um eitt prósentustig, í 25,5 prósent úr 24,5. Hins vegar hætti þingið við að setja á svokall- aðan sykurskatt, sem átti að vera nýtt 14 prósenta þrep í virðisauka- skatti fyrir sumar tegundir mat- væla og þjónustu veitingahúsa. Í áliti meirihluta efnahags- og skattnefndar segir að þótt rök séu fyrir breytingunni sé hún að margra mati varasöm þar sem hún mundi flækja skattkerfið og auka hættu á undanskotum. „Auðvitað er það ekkert sér- stakt gleðiefni að vera komin með heimsmet og 25,5 prósent í hæsta þrepi í virðisaukaskatti,“ sagði Jón Steindór Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „En við erum mjög ánægð með að menn hafi horfið frá því að taka upp 14 prósenta þrep. Það hefði verið mjög slæmt.“ „Við höfum alltaf sagt að ef menn þurfa að auka skatttekj- urnar sé skárra að skrúfa upp í öllu kerfinu heldur en að skemma grunninn og auka flækjustigið. Þess vegna erum við mjög sátt við þessa lendingu.“ Virðisaukaskattsbreytingin á að auka tekjur ríkissjóðs um 2 milljarða króna á ári. Einnig voru hækkuð gjöld á áfengi, tóbak, eldsneyti og bíla, auk hækkunar á dómsmálagjöldum og fleiri gjöld- um, sem ekki hafa fylgt verðlags- breytingum. - pg Hætt við 14% þrep í virðisaukaskatti en efra þrepið hækkað úr 24,5% í 25,5%: Hætt við sykurskattinn KÓK Unnendur Kóka Kóla geta fagnað því að hætt var við að leggja sykurskatt á gosdrykki og ýmis matvæli og þjónustu veitingahúsa. Lægra þrep virðisaukaskatts verður óbreytt, en efra þrep- ið hækkar um eitt pró- sentustig. HÆKKANIR Á ÁFENGI, TÓBAK, ELDSNEYTI OG BÍLA gjaldstofn hækkun olíugjald 1,65 kr/l bensíngjald 2,5 kr/l Áfengi og tóbak 10% nema vindlingar 9,3% Bifreiðagjald -1.000 kg. 0,85 kr/kg 1.000-3.000 kg. 1,15 kr/kg. +3.000 kg 282 kr/kg. GJAFAKORT | landsbankinn.is | 410 4000 Ein gjöf sem hentar öllum Gjafakort Landsbankans er greiðslukort sem býður uppá að gefandinn ákveði upphæðina og viðtakandinn velji gjöfina. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi Landsbankans. N B I h f. (L an d sb an ki n n ), k t. 4 71 0 0 8 -0 2 8 0 . E N N E M M / S ÍA / N M 39 89 1 Þú getur alltaf treyst á prinsinn Hlíðasmára 8 • 201 Kópavogi • s: 554 7200 www.hafid.is STJÓRNMÁL Sveitarstjórn Skaga- fjarðar segir að styrkja eigi ráðuneyti sjávarútvegs og landbúnaðar í ljósi mikilvægis atvinnugreinanna fyrir þjóðina og endurreisn efnahagslífsins í stað þess að gera þær að deildum í nýju atvinnuvegaráðuneyti. Með sameiningunni sé lítið gert úr mikilvægi þessara atvinnu- greina. Fulltrúi Samfylkingar í byggðarráðinu segir sameining- una hins vegar fagnaðarefni. „Með þessu móti munu allar atvinnugreinar njóta góðs af heildstæðri atvinnu- og auð- lindastefnu með uppbyggingu stoðkerfis nýsköpunar og þróun- ar,“ segir í bókun fulltrúans. - gar Byggðarráð Skagafjarðar: Nýtt atvinnu- vegaráðuneyti sagt vera óráðDÓMSMÁL Karlmaður sem skaut úr byssu á útidyrahurð íbúðar- húss í Seljahverfi um miðjan nóv- ember verður í gæsluvarðhaldi um hátíðarnar, allt til 15. jan- úar. Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. Málið er álitið tilraun til mann- dráps. Maðurinn bankaði upp á, beindi haglabyssuhlaupi að enni þess sem kom til dyra og skaut á hurðina í þann mund sem henni var skellt aftur. Segir í úrskurð- inum að hann „hafi ekki hikað við að skjóta þótt langlíklegast væri að brotaþoli væri innan við hurðina og honum hafi því mátt vera ljóst að líftjón gæti hlotist af atlögunni“. Sá sem árásin beind- ist gegn var fyrrverandi vinnu- veitandi kærustu árásarmanns- ins. - sh Tilraun til manndráps: Byssumaður áfram í haldi ÖRYGGISMÁL „Okkur vantar tilfinnan lega öflugt dráttarskip hingað til lands. Ef það kemur eitthvað fyrir þessi stóru olíuskip sem sigla hér við landið í vaxandi mæli þá verðum við að hafa skip til að bregðast við aðstæðum. Það gæti reynst okkur dýrt að selja skipið,“ segir Halldór B. Nellet, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðum vegna skattatillagna ríkisstjórnarinnar á föstudag að nauðsynlegt væri fyrir ríkið að draga úr útgjöldum til að koma í veg fyrir skattahækkanir. „Ég vil líka benda á þær tillögur okkar, sem mér finnst vera augljósar, að við getum hugsanlega selt það nýja varðskip sem við eigum að fá á næsta ári og söluandvirði þess gæti verið fimm milljarðar. Svona tel ég frú forseti að við eigum að vinna okkur út úr vandamálun- um.“ „Ég lýsi yfir furðu minni á því að þessi hugmynd sé komin fram“, segir Halldór. „Ekki síst vegna þess að dómsmálaráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins [Björn Bjarnason] skrifaði undir landhelgisgæsluáætlun þegar þeir voru við völd. Þetta sýnir algjöra stefnubreytingu af þeirra hálfu.“ Halldór spyr hvort þingmenn Sjálfstæðisflokks hafi ekki fylgst með umræðunni um þær breyt- ingar sem hafa orðið á sigling- um innan íslensku lögsögunnar og tekur nýlegt dæmi um olíu- skip sem fór með suðurströnd- inni á leið sinni vestur um haf til Bandaríkjanna. Farmur þess var yfir hundrað þúsund tonn af olíu og Halldór vill að fólk íhugi hvað það þýðir fyrir lífríki hafs og stranda ef ekkert er skipið til að bregðast við neyðaraðstæðum. Ferðum þessara skipa fjölgi sífellt og Íslendingar verði einfaldlega að vera sjálfbjarga ef koma þurfi stórum skipum til aðstoðar. „Við búum ekki að sama skipafjölda og er í Noregi og Evrópu þar sem er mikið af vel útbúnum dráttarskip- um. Hér er ekkert slíkt skip og þess vegna var ráðist í smíði nýja varðskipsins,“ segir Halldór. Ragna Árnadóttir dómsmála- ráðherra segir að ekki sé hægt að útiloka það að varðskipið verði selt. „En við spurningunni hvort þetta hafi verið rætt af alvöru innan ríkisstjórnar eða formlega þá er svarið einfaldlega nei.“ Smíði á nýju fjölnota varðskipi Landhelgisgæslu Íslands stendur yfir hjá ASMAR, skipasmíðastöð sjóhersins í Talcahuano í Chile, og verður tilbúið til afhendingar á fyrri hluta næsta árs. svavar@frettabladid.is Dýrkeypt gæti orðið að selja varðskipið Landhelgisgæslan varar við hugmyndum um að selja nýja varðskipið. Aðstæður krefjist þess að öflugt dráttar- og björgunarskip sé staðsett hér. Sjálfstæðismenn vilja selja skipið og dómsmálaráðherra getur ekki útilokað að það verði gert. URALS STAR Skipið sigldi með allri suðurströndinni nýlega og var aðeins tuttugu sjómílur frá ströndinni á tíma- bili. Um borð voru 105 þúsund tonn af svartolíu. MYND/LHG ÞÓR Öflugt togskip og tæknilega fullkomið að öllu leyti. Framkvæmdagleði á Höfn: Fé í gervigras og reiðskemmu SVEITARSTJÓRNIR Hornfirðingar ætla að verja 292 milljónum króna í ýmsar framkvæmd- ir á vegum sveitarfélags- ins á næsta ári. Þetta mun vera talsvert hærri upphæð en tíðkast hefur. Stærsti ein- staki framkvæmdaliðurinn er uppbygging gervigrasvallar á Sindravöllum. Í völlinn fara 72 milljónir króna. Verja á 25 milljónum í reiðhöll Hesta- mannafélagsins Hornfirðings. „Að þessum tveimur fram- kvæmdum viðbættum má segja að stórkostlegt átak hafi átt sér stað á yfirstandandi kjörtímabili í uppbyggingu mannvirkja og aðstöðu fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf,“ segir í bókun meirihluta bæj- arstjórnar. - gar VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.