Fréttablaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 30
30 22. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 UMRÆÐAN Katrín Jakobsdóttir skrifar um lýðræði Nú þegar Íslendingar standa á tíma-mótum er mikilvægt að efla lýðræði á sem flestum sviðum. Það verður meðal annars gert með því að stuðla að því að ungt fólk og börn taki þátt í að móta fram- tíðina með markvissari hætti en áður og þátttaka þeirra í lýðræðislegri umræðu verði styrkt sérstaklega. Raddir ungs fólks og barna verða að fá að hljóma hátt og skýrt. Menntakerfið leikur grundvallarhlutverk í því að byggja upp sterkt og hugsandi ungt fólk sem lætur sig framtíð sína og umhverfi varða. Í mann- réttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna segir að menntun skuli „beina í þá átt að þroska persónu- leika einstaklinganna og auka virðingu fyrir mannréttindum og grundvallarfrelsi. Hún skal miða að því að efla skilning, umburðarlyndi og vináttu meðal allra þjóða, kynþátta og trúarhópa og að styrkja starf Sameinuðu þjóðanna í þágu friðar.“ Það hefur glatt mig mjög hversu mikill áhugi er á mannréttindafræðslu sem er nátengd hugmyndum um aukið lýðræði í skólastarfi og lýðræðisvitund. Fyrir stuttu var ég stödd á fjölmennum fundi þar sem kynnt var handbókin Kompás sem er hluti af áætlun Evrópuráðsins um mannrétt- indafræðslu fyrir ungt fólk. Við sama tækifæri skrifaði ég undir viljayfirlýs- ingu um samstarf mennta- og menningar- málaráðuneytisins við Háskólann á Akur- eyri, Akureyrarbæ, Rauða kross Íslands og Ungmennafélag Íslands um að efla lýðræði og mannréttindi í skólum og í félags- og æskulýðs- starfi. Ég vona að sem flestir kynni sér Kompás en meðal annars er hægt að nálgast handbókina á vef ráðuneytisins, www.menntamalaraduneyti.is. Það er von mín að það tilraunaverkefni sem nú verður ráðist í norðan heiða eigi eftir að efla lýðræðis- og mannréttindafræðslu um land allt. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Framtíðin byggist á lýðræði KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Bróðir minn, sem var sjómaður alla sína starfsævi, sagði að lengst af hefði það verið þannig, að eftir að aflinn var kominn um borð hefðu menn drifið í að gera að honum, síðan sest niður og spjallað, gripið í spil, og látið líða úr sér í góðum félagsskap. Með tölvu- og myndbanda væðingunni hefði andrúmsloftið um borð breyst. Þegar áhöfnin kom niður var myndbandi stungið í tækið og setið yfir því fram eftir kvöldi. Sér hefði þótt daufara á sjónum eftir þetta gengisfall á persónu- legum samskiptum um borð. Hvað gerir nútímafjölskyldan þegar hún kemur heim úr vinnunni, foreldrarnir af sínum vinnustöðum og börnin af sínum, eftir sjö til átta tíma fjarvistir? Sest hún saman og spjallar um viðburði og verkefni dagsins? Eða er sett spóla í tækið? Eða sest við tölvuna? Á heimilum þar sem allir fjölskyldumeðlimir hafa eigið herbergi, eigin tölvu og jafnvel sjónvarp eða myndbands- tæki inni hjá sér, geta þeir lokað að sér ef þá lystir. Við erum ekki endilega saman þó að við séum á sama stað, ekki frekar en fólk á sama hóteli. Það sem aldrei var talað Fólk sem ekki getur skilið vinnuna eftir á vinnustaðnum að degi loknum, heldur kannski að það sjáist ekki. Að þetta séu hugsanir sem brosandi andlit og hressileiki breiði yfir. Það er mikill misskilningur. Börn eru opið og vakandi skilningar- vit og nema það undir eins að áhugi foreldranna er á yfirborð- inu. Hugurinn bak við umhyggju- samt fasið er víðs fjarri. Sjálfs- mynd sem er í mótun fær þau skilaboð að viðkomandi sé ekki nægilega áhugaverður til að halda athygli sinna eigin for- eldra. Unglingar eru líka býsna sleipir í að lesa foreldra sína, og nýta sér það gjarnan. Þeir eru á þröskuldi fullorðinsáranna, uppteknir af eigin tilfinningum og vinum sínum. Þurfa viður- kenningu umhverfisins. Sækja gildismat og viðmiðun annað ef undirstaðan er veik. Bæði börn og fullorðnir geta örmagnast á miklum álagstímum, og hugurinn lætur þá kannski illa að stjórn. Það er eðlilegt. Hitt er lakara ef það er daglegt brauð. Persónuleg nánd er gjarnan vanmetin gjöf. Þó er engin gjöf betri. Einar Benediktsson segir í Einræðum Starkaðar: „Ég batt þér minn fegursta söngvasveig, en samt var það dýrast, sem aldrei var talað.“ Einræðurnar eru spakmælasafn, og þetta er ekki lakast á þeim lista. Góða hliðin Við lifum merkilega og lærdóms- ríka tíma þessi misserin. Tækni- væðing og alþjóðatenging sem hver og einn getur nálgast á eigin heimili gegnum tölvuna hefur fært okkur mikinn fræðslubrunn og ótæmandi samskiptaleiðir, sem hver og einn nálgast eftir áhugasviði og upplagi. Þetta hefur bæði auðgað okkur og skaðað, veldur hver á heldur. Það er mikill tímasparnaður og hagræðing í farsíma, SMS- skilaboðum og spjalli á netinu. En það kemur ekki í staðinn fyrir persónu leg samskipti. Það er dálítið 2007, eins og sagt er, að henda öllu gömlu og kaupa nýtt. Brjóta niður hús, til að byggja nýtt á sömu lóð. En það er ekkert sem segir að við getum ekki bæði lifað í núinu og horft til framtíðar, án þess að kasta fyrir róða því sem dýrmætt hefur talist og er ávinningur hverjum manni. Og það skemmtilega er, að nákvæmlega þetta er uppi á teningnum hjá okkur núna. Það er góða hliðin á vondu kreppunni. Það er ekki lengur hallærislegt að prjóna og klæðast lopapeysum. Ekkert er flottara í dag. Fólk leitar eftir samskiptum og sam- veru með vinum, og er opið fyrir hvers kyns uppákomum þar sem fólk kemur saman, annaðhvort til að gleðjast eða fá útrás fyrir baráttu mál eða reiði. Meira er lagt upp úr samveru í heima- húsum en á veitingastöðum, gönguferðir og útivist áberandi mikil og minni spenna á vissan hátt, um leið og hún er meiri en nokkru sinni fyrr. Undarleg þver- sögn. Þetta er tími sem knýr okkur til að endurskoða eigið gildismat og lífshætti. Tækifæri til að kynnast okkur sjálfum. Ekki horfa til annarra eftir viður- kenningu. Líta í eigin barm og gera upp hvað sé verðmætast í eigin lífi, hvað geri mann glaðan, hvað kyrri hugann og geri mann frjálsan. Jólahátíðin er til þess fallin að losa okkur úr eigin fjötrum, og gleðjast yfir því sem mestu skiptir, þegar allt er skoðað. Gleðileg jól! Á sjó og landi JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR Í DAG | Gildismat Það er mikill tímasparnaður og hagræðing í farsíma, SMS- skilaboðum og spjalli á netinu. En það kemur ekki í staðinn fyrir persónuleg samskipti. Þingliðið tvöfaldað Eins og kunnugt er tapaði Sjálf- stæðisflokkurinn talsverðu fylgi í alþingiskosningunum í vor og er þingflokkurinn því öllu minni en sjálfstæðismenn eiga að venjast. Til að vega á móti þessari óheillaþróun hafa þingmenn flokksins brugðið á það snjallræði að tala um sjálfa sig í fleirtölu þegar þeir gera grein fyrir atkvæði sínu. „Við segjum nei,“ sagði til dæmis Jón Gunnarsson þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu um atvinnuleysistryggingar á föstudag. Í gær gerði Illugi Gunnars- son grein fyrir atkvæði sínu um tekjuöflun ríkisins og sagði þá: „Það er þess vegna sem við segjum nei”. Svona getur verið auðvelt að tvöfalda þingliðið. Tapað fundið Þráinn Bertelsson lagði líka orð í belg í gær. Hann kvaðst ekki sjá ástæðu til að standa í vegi fyrir skattahækkunar- áformum ríkisstjórnarinnar en notaði tækifærið til að brydda upp á öðru umræðuefni: „Af því að enginn liður er fyrir tapað fundið, en tapast hafa áform ríkistjórnarinnar um að slá skjaldborg um heimilin í landinu. Vil biðja þá sem rekast á áformin að skila þeim.“ Spurning er hvort skjald- borgin komi í leitirnar eða sé týnd og tröllum gefin. Fyrst og fremst hugmyndafræði Rætt var um skattamál á þingi í gær. Í hópi þeirra sem tóku til máls var Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Eygló tók fram að Framsóknarflokkurinn væri ekki mótfallinn skattahækkunum til að sjá ríkinu fyrir tekjum; það var aftur á móti ekki markmið ríkisstjórnarinnar. „Þessar breytingar eru ekki fyrst og fremst til tekjuöflunar heldur eru þetta hugmyndafræðilegar breytingar, það er verið að flækja hlutina algjörlega að óþörfu.“ Hvað ætli ríkið geri þá við peningana sem það aflar með nýjum sköttum? bergsteinn@frettabladid.is –fegurðin býr í bókum Barónsstíg 27 | 511 0910 | crymogea@crymogea.is | www.crymogea.is Nú fer fáanlegum eintökum fækkandi af þessum glæsilega grip. Tryggðu þér eintak í tíma. V íða blasir vandi við rekstri sveitarfélaga á komandi ári. Þegar er hafinn niðurskurður í þjónustu, þar á meðal í rekstri grunnskólans. Hafa sveitarfélögin óskað eftir aðkomu Kennarasambands Íslands að því máli, en þá ber svo við að allt í einu hafa þeir í Kennarasambandinu ekkert við sinn viðsemjanda að tala. Ákafir hafa þeir verið undan- farna áratugi að tala á ábyrgan máta við sveitarfélögin um launakjör sín og haft hátt um nauðsyn þess að styrkja grunnskólann. Þessu hafa sveitarfélögin mætt af skilningi: ekki eru liðin mörg misserin síðan grunnskólakennurum var færð mikil launahækkun, svo mikil að óljúgfróðir menn telja launakostnað skólanna hafa hækkað um fimmtung milli ára. Og eftir því hækkuðu öll viðmið, meðal annars launatengd gjöld vegna kennara. Þá voru kennarar til viðtals en nú er ekki smuga á samtali. Reyndar hefur allur kostnaður samkvæmt útreikningum Hagstofunnar í grunnskólakerfinu hækkað: þar hefur mannahald auk- ist mikið á tíu ára tímabili, öðru starfsfólki en kennurum hefur á áratug fjölgað um 63 prósent. Kostnaður á hvern nemenda samkvæmt útreikn- ingum sama aðila hefur hækkað, var á hvern nemanda að meðaltali 1.154 þúsund krónur 2008 en var fjórum árum áður 927 þúsund 2004. Leikmaður getur ályktað tvennt: á fjórum árum hefur þjónustan batnað svona mikið með auknu starfsfólki eða grunnskólakerfið er illa rekið. Þá má líta á árangurinn: eru kennarar sem fengu fimmt- ungs launahækkun á einu ári fyrir stuttu að standa sig rosalega vel? Sumir eru það, jafnvel við erfiðar aðstæður, skólinn fyrir alla þýðir jú að í sama bekkinn eru settir nemendur á vænum rítalínskammti á dag og svo fjölfatlaðir einstaklingar að þeir þurfa manninn með sér. Mælingar samkvæmt alþjóðlegum stöðlum sýna aftur að sem menntakerfi er grunnskólinn illa settur, við erum að útskrifa marga slaka nemendur úr honum ár eftir ár sem svo framhaldsskóla kerfið tekur við – eða ekki. Minna má á umræðu liðins vors þar sem fram- haldskólar vísuðu fjölda nemenda frá vegna slaks árangurs – ekki bara nemenda – heldur líka kennara, jafnvel foreldra því nám barna verður ekki leyst innan veggja skólanna einvörðungu. Þeir eru held- ur ekki geymslustaðir fyrir börn eins og leikskólarnir eru orðnir frá 8 til 17 fimm daga vikunnar. það er eitthvað mikið að í íslensku skólakerfi. Nú þegar kreppir að og spyrja verður alvarlegra spurninga um inntak og árangur skólastarfsins, þar sem taka verður til baka lengingu skólaársins sem skilaði sér ekki í öðru en í nokkrum viðbótar leikdögum fyrir börnin og vonandi einum auka starfsdegi fyrir kennara, þá er brýnt að kennarar komi að því borði. Þeir verða að gera það hvort sem pótintátum þeirra á Laufásveginum líkar betur eða verr. Foreldrar um allt land sem greiða þeim laun árið um kring eiga kröfu til þeirr- ar ábyrgu afstöðu. Svo lengi hefur almenningur staðið með kjara- baráttu kennara án þess að þekkja til hlítar þau ótrúlegu starfskjör sem stéttin hefur áunnið sér í kjarasamningum sem koma hverjum manni á óvart sem kynnir sér þau. Flutningur grunnskólans til sveitarfélaga hefur leitt til þess að löggjafinn hefur mátt af algjöru ábyrgðarleysi hlaða skyldum á skólana og ráðskast með hag sveitarfélaga. Nú fær ríkisvaldið reikninginn í hausinn og á endanum er það almenningur og fyrir- tækin í landinu sem borga. En Kennarasamband Íslands verður ekki stikkfrí í því uppgjöri. Áhugaleysi Kennarasambands Íslands: Vandi grunnskóla PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.