Fréttablaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 64
48 22. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR Þórhallur Sigurðs- son, Laddi, afhenti Barnaspítala Hringsins fimmtíu eintök af plötunni Jólasaga sem hefur að geyma tónlist úr samnefndu leikriti hans í Loftkastal- anum. Áður hafði Laddi gefið Hjálp- arstarfi kirkjunnar tæplega eitt hundr- að plötur og Barna- og unglingageð- deild Landspítalans átján, auk þess sem plötur hafa verið gefnar á Facebook- síðu leikritsins. Á plötunni, rétt eins og í leikritinu, bregður Laddi sér í allra kvikinda líki. Fyrirferðarmestur er þó Skröggur gamli sem hefur óbeit á jólunum en er gefið óvænt tækifæri í lífinu til að láta gott af sér leiða. Jólasaga er þriðja platan sem Heyr Heyr gefur út. Í fyrra gaf fyrirtækið út plöturnar Íslenskar þjóðsögur I og II og Icelandic Folk Tales. Laddi gaf Jólasögu Gréta Karen Grétarsdóttir ákvað ung að árum að hún vildi leggja sönginn fyrir sig. Í dag stundar hún tónlistarnám við Musicians Institute í Los Angeles í Bandaríkjunum, en hún á ekki langt að sækja tónlistar hæfileikana því hún er dóttir Grétars Örv- arssonar og frænka Atla Örvarssonar tónskálds. „Ég byrjaði að syngja þegar ég var fjögurra ára með sippuband inni í stofu,“ segir Gréta Karen Grétarsdóttir, spurð hvenær söngáhuginn kviknaði. „Ég var í klassísku píanónámi frá tíu ára til sextán og var alltaf syngjandi. Ég endaði svo í Complete Vocal Technique-skólanum í Kaup- mannahöfn og útskrifaðist þaðan jólin 2007, en það var Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona sem hvatti mig til að skella mér þang- að,“ útskýrir Gréta, sem stundar nú nám við Musicians Institute í Hollywood. „Eftir að ég útskrifaðist var ég í vinnu sem mér hundleiddist í. Þá hitti ég kunningja minn sem hafði áður búið í LA og hann stakk upp á við færum þangað saman. 1. apríl í fyrra fórum við út og ætl- uðum að vera í tvær vikur en ég framlengdi ferðina og sótti um í Musicians Institute. Um sumarið fékk ég svo að vita að ég kæmist inn svo ég flutti út um haustið,“ útskýrir Gréta sem lærir meðal annars hljómborðsleik, tónfræði, lagasmíðar og hljómsveitarstjórn- un í skólanum sem er á Hollywood Boulevard. „Þetta er eins og hálfs árs nám, en þá lýk ég associate of art degree,“ segir hún. Aðspurð segist Gréta hafa mest gaman af því að syngja blústónlist. „Ég hef gaman af soul, gospel, r&b og sérstaklega blús. Það er það sem heillar mig mest,“ segir hún, en viðurkennir að hún hafi verið haldin miklum sviðsskrekk áður en hún fór til Danmerkur sem hún varð að vinna bug á. „Ég gat alveg sungið en þorði varla að syngja fyrir framan nokkurn mann. Eng- inn trúði því samt fyrr en fólk sá mig skjálfandi á gólfinu. Ég vissi að ég varð að hætta þessu rugli svo ég bjó mér bara til annan kar- akter sem fer upp á svið. Ég fæ samt ennþá alltaf sting í magann þegar ég kem fram.“ Gréta er dóttir Grétars Örvars- sonar tónlistarmanns og segir hún hann hafa stutt við bakið á sér í náminu. „Pabbi vildi fyrst að ég yrði lögfræðingur eða lækn- ir og vildi ekki að ég færi í tón- listarbransann. Hann vildi að ég væri viss um að ég væri að taka rétta ákvörðun svo það var ekki fyrr en hann sá að mér var alvara að hann fór að styðja mig og hefur gert allar götur síðan,“ útskýrir hún og segist einnig hafa notið dyggs stuðnings Atla Örvarssonar föðurbróður síns sem býr í Los Angeles. Sjálf seg- ist hún kunna vel við sig í borg- inni. „Mér líkar vel við mig í LA, en er samt búin að þurfa að flytja nokkrum sinnum og vera í íbúð með kakkalökkum og term- ítum. Þetta er búið að vera rosa- legt ævintýri, sérstaklega þegar hrunið varð og ég svaf á vinds- æng fyrstu mánuðina. Þá var ekki hægt að senda peninga út, en svo fór þetta allt að verða betra,“ bætir hún við. Gréta útskrifast í mars á næsta ári og að útskrift lokinni seg- ist hún ætla að vinna í eitt ár í Bandaríkjunum. „Ég hef áhuga á að verða aðstoðarkona „music supervisor“ sem sér um að koma lögum í sjónvarpsþætti eða bíó- myndir. Samtímis því er planið að reyna að semja mitt eigið efni, spila og taka gigg í LA. Draum- urinn er svo náttúrulega að geta unnið við tónlist alla ævi, hvar svo sem það verður.“ alma@frettabladid.is Lærir söng í Los Angeles EFNILEG Gréta Karen stundar nám í Musicians Institute í Hollywood og útskrifast í mars á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Killing in the Name með hljómsveitinni Rage Aga- inst the Machine situr á toppi breska vinsældalist- ans um jólin – sautján árum eftir að lagið kom út. Bretinn Jon Morter fór af stað með átakið sem kom laginu á toppinn. Lagið seldist í 50.000 fleiri eintökum en lagið sem varð í öðru sæti; The Climb með X-Factor-spaðanum Joe McElderry. Morter var í skýjunum þegar tímaritið NME hafði sam- band við hann og tilkynnti að átakið hefði skilað árangri. „Andskotinn hafi það! Ég trúi ekki að lagið sé á toppnum,“ sagði hann. Átakinu var beint gegn X-Factor-forsprakkan- um Simon Cowell, en lög úr X-Factor hafa setið á toppi breska listans síðustu jól. Önnur lög sem hafa setið í fyrsta sæti um jólin eru meðal ann- ars Another Brick in the Wall með Pink Floyd og I Will Always Love you með Whitney Houston. Rage á toppnum í Bretlandi NÚMER EITT Rage Against the Machine er á toppi breska vinsældalistans um jólin. Samkvæmt heimildum áttu Mad- onna og George Clooney stefnu- mót saman stuttu eftir skilnað söngkonunnar við Guy Ritchie. Parið hittist á vinsælum veitingastað í New York en stefnumótið var að sögn heim- ildarmanns- ins hrein mar- tröð. „George hugsaði með sér „af hverju ekki?“. Mad- onna er vel gefin, metn- aðargjörn og falleg kona, því ætti hann ekki að fara á stefnumót með henni? Þau snæddu saman kvöldverð í New York en kvöldið reynd- ist vera hrein martröð. Hún reyndi stanslaust að vera fyndin en brandarar hennar voru ekki að hitta í mark og hún vildi ekki ræða við George á alvar- legu nótunum. Hann gat ekki beðið eftir að kvöld- inu lyki,“ sagði heimildar- maðurinn. Fóru á stefnumót OFURPAR Madonna og George Clooney fóru á eitt stefnumót saman. Kvöldið endaði ekki vel að sögn heimildar- manns. GJAFMILDUR Vel var tekið á móti Ladda í Barnaspítala Hringsins þegar hann kom með plöturnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Todd Phillips vill fá golfarann Tiger Woods í framhaldsmyndina af The Hangover. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum um allan heim komst núverið upp um framhjáhald Woods. Málið hefur valdið mikilli hneyksl- an, en golfarinn hélt ítrekað framhjá eigin- konu sinni og barnsmóður, Elin Nordegren. Phillips fékk Mike Tyson til að leika í Hangover-kvikmyndinni og segist nú vilja annan umdeildan íþróttamann til að leika í framhaldsmyndinni. „Við ætlum að reyna að fá Tiger Woods í myndina og hjálpa honum að byggja upp ímynd sína á ný. Mike Tyson elskaði að leika í The Hangover og rugla í þeirri ímynd sem fólk hefur af honum. Hann vissi að við vorum ekki að gera grín að honum held- ur þeirri skoðun sem fólk hefur á honum,“ segir leikstjórinn í viðtali á vefsíðunni hollyscoop.com. Vill Tiger í Hangover 2 TIGER Á HVÍTA TJALDIÐ Leikstjóri The Hangover fékk Mike Tyson til að leika í myndinni og vill gjarnan fá aðra umdeilda íþróttastjörnu í framhalds- myndina. Kevin loks giftur Tónlistarmaðurinn Kevin Jonas giftist kærustu sinni til margra ára á laugardag- inn var. Brúðkaupið fór fram í kastala á Long Island og var sannkallað ævintýrabrúðkaup að sögn gesta. Bræður Kevins, þeir Joe og Nick Jonas, voru báðir svara- menn þar sem Kevin sagðist ekki geta valið á milli þeirra. „Við erum svo hamingjusöm með að vera loksins gift og þakklát fyrir að hafa getað deilt þessum degi með vinum okkar og fjölskyldu,“ sagði parið. Sjónarvottar sögðu að brúðhjónin hefðu ekki getað litið af hvort öðru meðan á viðhöfninni stóð. GIFTUR JONAS Kevin Jonas giftist kærustu sinni á laugardaginn var.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.