Fréttablaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 26
26 22. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 11 Velta: 41 milljónir OMX ÍSLAND 6 804,8 +0,58% MESTA HÆKKUN ÖSSUR +1,34% MESTA LÆKKUN EIK BANKI -1,28% MAREL -0,32% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atlantic Petroleum 152,5 0,00% ... Bakkavör 1,95 0,00% ... Føroya Bank 128,00 0,00% ... Icelandair Group 3,65 0,00% ... Marel 61,80 -0,32% ... Össur 151,00 1,34% Ímynd Landsbankans hefur skaðast mest eftir bankahrunið. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn við viðskiptadeild Háskóla Íslands. Bankinn virðist rúinn trausti og lítt tengdur við þá þætti sem áður ein- kenndu ímynd hans. Banka- markaður hér er sagður brenndur marki spillingar. „Neytendur, sem áður tengdu Landsbankann helst við traust og samfélagslega ábyrgð, virðast nú helst tengja bankann við spill- ingu,“ segir í nýrri skýrslu sem Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands hefur gefið út. Skýrsl- an heitir „Áhrif bankahrunsins á ímynd banka og sparisjóða“. Höfundar hennar eru Þórhallur Guðlaugsson dósent og Friðrik Eysteinsson aðjúnkt. Fram kemur að hrunið virðist ekki aðeins hafa skaðað tiltekin vörumerki heldur hafi fjármála- þjónusta í heild orðið fyrir ímynd- arlegum skaða. „Spilling virðist því vera sá eiginleiki sem helst einkennir íslenskan bankamark- að eftir bankahrunið.“ Niðurstöðurnar eru sagðar byggja á þremur könnunum þar sem spurningar voru lagðar fyrir nema við Háskóla Íslands. Tekið er fram að markaðshlutdeild banka meðal nemanna svipuð og meðal almennings. Um leið og staða Landsbankans hefur gjörbreyst í hugum neyt- enda þá virðist samkvæmt könn- un Þórhalls og Friðriks sem Spari- sjóðurinn hafi tekið þann sess sem Landsbankinn hafði áður. Staða Sparisjóðsins er að mestu óbreytt og ímynd hans tengt þáttum á borð við „persónulega þjónustu“, „samfélagslega ábyrgð“, „traust“ og því að vera „gamaldags“. Þá virðist staða Byrs og Spron ekki hafa breyst mikið og tengist held- ur trausti en spillingu. Íslandsbanki (áður Glitnir) hefur jafnframt nánast sömu staðsetningu eftir bankahrunið og fyrir það. Bankinn þykir „fram- sækinn“ og „nútímalegur“, þótt spillingareiginleikinn sé ekki fjarri. „Kaupþing hefur einnig nokkuð svipaða stöðu og áður en hefur þó heldur fjarlægst eiginleikann „spilling“. Ástæð- an virðist fyrst og fremst sú að Landsbankinn virðist „þrýsta“ Kaupþingi frá þeim eiginleika. Vakin er athygli á að Lands- bankinn hafi ekki skipt um nafn eins og Glitnir og Kaupþing, sem nú heita jú Íslandsbanki og Arion, en um leið bent á að ef til vill sé beðið niðurstöðu um framtíðar- eignarhald á bankanum. „Hver svo sem niðurstaðan verður virð- ist nokkuð ljóst að bankahrunið hefur stórskaðað vörumerki Landsbankans og í ljósi þess að langan tíma tekur að byggja upp ímynd gæti nokkur vinna verið framundan hjá stjórnendum og starfsfólki Landsbankans við að endurheimta fyrri stöðu,“ segir í skýrslunni. Þá kemur fram að til standi að fylgjast með því hvernig atvinnu- greininni gengur að endurvinna „það traust sem hún hefur aug- ljóslega misst“ og fyrirhugað að endurtaka rannsóknina í febrúar næstkomandi. olikr@frettabladid.is RÁÐHERRANN OG BANKASTJÓRINN Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Landsbankans, handsala samkomulag um uppgjör eigna og skulda milli gamla og nýja Landsbankans um miðjan mánuðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Bankarnir tengjast nú spillingu og vantrausti ÞÓRHALLUR GUÐLAUGSSON FRIÐRIK EYSTEINSSON Áætluð útgáfa íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs árið 2010 til fjármögnunar nýrra útlána er 34 til 42 milljarðar króna að nafnverði, samkvæmt tilkynningu sjóðsins í gær. „Áætlað er að ný útlán Íbúðalánasjóðs verði 29 til 37 milljarðar króna á árinu 2010 sem er nokkur lækkun frá áætlunum ársins 2009,“ segir þar jafnframt, en af þeirri upphæð er ráðgert að leiguíbúðalán verði 11 til 13 millj- arðar króna. „Sjóðurinn mun hins vegar ekki gefa út meiri íbúðabréf þetta árið,“ er bent á í morgunkorni Greiningar Íslandsbanka. Útgáfa á árinu sem er að líða verði því fyrir 16,5 milljarða króna að nafnvirði, en endur- skoðuð áætlun hafi gert ráð fyrir útgáfu á bil- inu 19 til 21 milljarður króna. „Talsverð óvissa er fólgin í útgáfuáætlun Íbúðalánasjóðs fyrir næsta ár að mati okkar. Þannig er í áætlun sjóðsins tekið fram að ekki sé gert ráð fyrir áhrifum af hugsanlegum kaupum sjóðsins á lánasöfnum annarra fjár- málafyrirtækja, en á árinu sem nú er að renna sitt skeið keypti hann slík lánasöfn af nokkrum bönkum og sparisjóðum,“ segir í Morgunkorninu og um leið bent á að enn sé óljóst hver verði endanleg áhrif á greiðslu- flæði sjóðsins af greiðsluúrræðum þeim sem skuldunautum hans standi til boða. - óká Í BYGGINGU Greining Íslandsbanka segir óvissu um fjármögnunarþörf Íbúðalánasjóðs. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Samdráttur í útlánum Hagfræðingar í Bretlandi hafa lýst því yfir að kreppan sé þar formlega að baki, þótt efnahags- bati sé enn sem komið er fjar- lægur. Breska dagblaðið Telegraph greindi frá þessu í gær, en yfir- lýsingarnar koma í kjölfar endur- skoðaðra hagvaxtartalna ytra. Í þeim kemur fram að hagkerfið hafi svo gott sem náð jafnvægi á þriðja fjórðungi þessa árs. Fyrri tölur bentu til þess að samdráttur yrði -0,3 prósent á fjórðungnum, en nú virðist sem hagkerfið standi í stað í 0,0 pró- senta mælingu og mjakist út úr samdrættinum á lokafjórðungi ársins. - óká Kreppa Breta sögð að baki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.