Fréttablaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 50
34 22. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR UMRÆÐAN Björn Brynjólfur Björnsson skrifar um framlög til kvikmynda- gerðar Samkvæmt fjárlaga-frumvarpinu verða framlög til Kvikmynda- sjóða skorin úr þeim 700 milljónum, sem þau eiga að vera í samkvæmt samningi ríkisins við greinina, niður í 550 milljónir króna. Þessi niðurskurður er um 35% og því langt umfram það 10% meðal- tal sem rætt hefur verið um sem viðmið niðurskurðar í mennta- og menningarmálum. Þau sjónarmið jafnræðis og rétt- lætis sem boðað var að höfð yrðu að leiðarljósi við niðurskurð í fjármál- um ríkisins eru hér að engu höfð svo það lítur út fyrir að það sé stefna þessarar ríkisstjórnar að slátra íslenskum kvikmyndaiðnaði. Sú stefna er óskynsamleg fyrir margar sakir. Í fyrsta lagi eru íslenskar kvik- myndir og sjónvarpsefni menningarframleiðsla sem ekki á aðeins hvað greið- astan aðgang að ungu fólki heldur einnig fólki á lands- byggðinni. Íslenskar kvik- myndir og sjónvarpsefni hafa verið kallaðar þjóðar- leikhús. Ef ríkið ætlar að minnka kaup sín á menn- ingu næstu árin er óskyn- samlegt að gera það á því sviði þar sem flestir lands- menn geta notið afrakstursins án tillits til búsetu. Í öðru lagi verður niðurskurður í framleiðslu kvikmynda a.m.k. tvö- falt meiri en nemur niðurskurði á framlagi ríkisins. Þetta er vegna þess að meira en helmingur þess fjár sem fer til framleiðslu kvik- mynda kemur annars staðar frá, t.d. erlendis frá. Þannig dregur kvikmyndagerðin gjaldeyri inn í landið. Það má lýsa þessu svo að ef skorið er niður um 100 milljón- ir t.d. í leiklist verður ekki fram- leidd leiklist fyrir 100 milljónir það árið, en ef skorið er niður um 100 milljónir í kvikmyndagerð verða ekki framleiddar kvikmyndir fyrir a.m.k. 200 milljónir það árið. Í þriðja lagi er talið að þessi nið- urskurður muni kosta um hundrað störf í íslenskum kvikmyndaiðnaði sem er þriðjungur allra starfa þar (80-90% kostnaðar við kvikmyndir er launakostnaður). Ljóst er að fyrir ungan iðnað er þetta slíkt högg að hann mun ekki bera sitt barr í mörg ár á eftir og stór hluti af því unga og menntaða fólki sem hefur verið að koma inn í greinina á undanförnum árum missir nú vinnuna. Fyrir utan að sparnaðurinn mun að mestu eða öllu leyti fara í að greiða þessu fólki atvinnuleysisbætur. Í fjórða lagi hafa íslensk kvik- myndafyrirtæki verið í góðri trú með þann samning sem í gildi er við menntamála- og fjármálaráðu- neytið og til dæmis fjárfest í eftir- vinnslu kvikmynda sem nú fer að mestu leyti fram innanlands í kjöl- far tækniþróunar sem gerir það mögulegt. Með þessum gjörningi er verið að kippa fótunum undan þessari grein, atvinnugrein sem hefur mikla möguleika á að verða ein af stoðum þess samfélags sem hér þarf að byggja. Einmitt sú teg- und framleiðslu sem við ættum að hlúa að og nota til að vinna okkur út úr kreppunni. Í fimmta lagi er kvikmyndaiðn- aður þekkingariðnaður í þess orðs bestu merkingu þar sem íslenskt hugvit og handverk er selt um allan heim. Iðnaðurinn skapar spenn- andi störf fyrir ungt fólk. Störf sem byggja á íslenskri menningu og hugsun og hugmyndum. Mark- aður heimsins fyrir kvikmyndaaf- urðir er óseðjandi og á þann mark- að eigum við fullt erindi. Til dæmis hafa flestar eða allar þær leiknu sjónvarpsþáttaraðir sem fram- leiddar hafa verið hér undanfarin ár verið seldar til erlendra sjón- varpsstöðva. Í sjötta lagi vinnur þessi niður- skurður gegn stefnu stjórnarinnar á öðrum sviðum. Iðnaðarráðuneytið hefur verið að auka endurgreiðslu vegna kvikmyndaframleiðslu í samkeppni við önnur lönd til að fá hingað kvikmyndaverkefni (endur- greiðslan er því tekjuöflunartæki ekki styrkur til kvikmynda). Ein ástæða þess að erlend kvikmynda- fyrirtæki hafa treyst sér til að koma hingað með stór verkefni er sú að til staðar er vel menntað kvikmynda- gerðarfólk sem kann til verka. Með þriðjungs fækkun starfa í greininni er þessu ekki lengur til að dreifa. Í sjöunda lagi eru íslenskar kvikmyndir sendiherrar okkar um allan heim. Þær eru sú landkynn- ing sem við þurfum á að halda nú um stundir. Rannsóknir hafa sýnt beint samband milli sýninga íslenskra kvikmyndaverka erlendis og ferðamannastraums frá viðkom- andi landi hingað. Hér er því ekki aðeins um almenna landkynningu að ræða heldur beinharða hags- muni. Niðurstaðan er sú að hér sé verið að spara aur en henda krónu. Írar sem einnig eru í þeirri stöðu að þurfa að skera mikið niður ríkis- útgjöld á þessu hausti rannsök- uðu málið og komust að því að ekki borgaði sig að skera niður framlög til kvikmynda. Hér ætla menn hins- vegar að ana beint í slátrun án þess að skoða málið – og sitja síðan uppi með dauða mjólkurkú – og skaða sem seint verður bættur. Höfundur er formaður Íslensku kvikmynda- og sjónvarps- akademíunnar. Ætlar ríkisstjórnin að slátra íslenskri kvikmyndagerð? UMRÆÐAN Eyþór Rúnar Þórarinsson og Rúnar Eyberg Árnason skrifa um grunnþjónustu Mikið hefur gengið á hér á Suður-nesjum á undanförnum árum og hvergi virðist vera lát þar á. Eitt af því sem við treystum á er að grunnþjónusta sé ekki skert og að við getum búið við öryggi, eða hvað? Fæstir vilja hafa þörf fyrir þjón- ustu okkar en þegar mikið liggur við er hringt í 112 og óskað eftir aðstoð, og það er sjálfsagt og eðlilegt. En getum við treyst á að við fáum þessa þjónustu í nánustu framtíð? Við skulum svara þessari spurn- ingu aðeins seinna í þessari grein. Skoðum aðeins nánar hvað liggur á bak við hvert útkall. Þegar óskað er eftir aðstoð slökkviliðs eða sjúkrabíls þá fær fólk heim til sín þrautþjálfað fagfólk við oft mjög erfiðar aðstæður. Það tekur að lágmarki þrjú ár að verða fullnuma slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamaður. Þá er reynslan ekki talin með en hún er að sjálfsögðu mikil- væg. Starfsmannavelta Bruna- varna Suðurnesja (BS) hefur verið lítil undan farin ár og þar starfa reynslumiklir menn með langan starfsaldur. Þegar niðurskurður hófst með til- heyrandi látum þá var enginn undan- skilin, hvorki við né aðrar stofnanir, urðum við meðal annars á þessu ári að láta sex manns fara sem störfuðu við afleysingar og leystu af í fríum og á námskeiðum og var mikil eftir- sjá að þeim strákum. Töldum við að þar væri nóg komið og reyndar meira til. En ríkið hefur ákveðið að ganga lengra í þessum málum og hefur einhliða ákveðið að lækka greiðslur til aðila sem sjá um sjúkra- flutninga á Íslandi um 7%. Þessi tala virkar kannski ekki svo há en þess má geta að sveitarfélögin Reykja- nesbær, Garður og Vogar hafa borgað 50% með sjúkraflutningum undan- farin ár, þrátt fyrir að ríkið eigi að bera allan kostnað! Er þetta eðlilegt? Þegar við skoðum þetta í þessu samhengi þá getum við ekki annað en skilið að sveitarfélögin vilji spyrna við fótum. Það versta við sparnaðaráform ríkisins er að sparnaðurinn yrði innan við fimm milljónir á ári. Er það þess virði? Hvað þýðir þetta fyrir BS? Stjórn BS hefur litið á þennan einhliða nið- urskurð sem uppsögn á samningi og rennur hann því út 1. júlí 2010. Eftir þann tíma verða sjúkrabílar ekki lengur á vegum B.S. (náist ekki nýir samningar við ríkið) og kemur því til fjöldauppsagna um áramót þar sem stöður átján slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna verða lagðar niður á Suðurnesjum. En það er annað og verra sem hlýst af þessu. Rekstur slökkviliðs er settur í uppnám. Því spyrjum við sveitarfélögin eins og við spyrjum ríkisvaldið: Hvað ætlið þið að gera? Á að fara aftur til fortíðar þegar hér var eingöngu útkallslið? Ávinningur- inn sem hlýst af því er einungis lengri útkallstími sem aftur leiðir til þess að við eigum á hættu að stórbrunar verði hér fleiri en undanfarin ár, svo ekki sé minnst á mögu- legan mannsskaða. Sveitar- félög sem eru að berjast fyrir því að fá stórfyrir- tæki hingað á svæðið svo sem álver eða gagnaver geta ekki haldið að það sé aðlaðandi fyrir þessi fyrir- tæki að státa af útkallsliði sem slökkviliði? Við höldum að menn séu ekki búnir að hugsa þessa hugsun til enda og eitt er ljóst að fólkið sem stendur að baki þessum sparnaðar- aðgerðum er ekki að hugsa um öryggi fólksins hér á svæðinu. Ef við snúum okkur að spurningunni sem við veltum upp fyrr í grein- inni, þ.e. hvort hægt sé að treysta á þessa þjónustu í náinni framtíð þá sýnist okkurr svarið vera: Nei. Ágætu íbúar á Suðurnesjum. Vilj- um við byrja nýtt ár á enn einni fjöldauppsögninni sem þýðir að grunnþjónusta fólksins sé stórlega skert? Svarið er: Nei. Því viljum við starfsmenn Bruna- varna Suðurnesja skora á heilbrigðis- ráðherra og þau sveitarfélög sem standa að Brunavörnum Suðurnesja að standa vörð um slökkviliðið og sjúkraflutninga á Suðurnesjum og þann mikla mannauð sem við telj- um að Brunavarnir Suðurnesja hafi á að skipa. Eyþór Rúnar Þórarinsson er for- maður LSS-deildar hjá BS. Rúnar Eyberg Árnason er formaður FSBS. Grunnþjónustu stefnt í voða UMRÆÐAN Páll Eiríksson skrifar um geð- heilbrigði Við hittum þau, sjáum eða heyr-um dag hvern. Þetta getur verið vinur, vinnufélagi eða ein- hver sem við af tilviljun mætum í búðinni eða í vinnunni. Erfiðast er kannski að hitta þau fyrir á okkar eigin heimili – unnustu, maka, for- eldri og ekki síst barn. Hér á ég við einstaklinga, sem eiga við sálarsársauka að stríða, sársauka sem kemur fram í kvíða, angist, þunglyndi, sorg eða jafnvel geðveiki. Þessir einstaklingar hafa lent í áfalli í lífinu, vá sem hefur orsakað þessi viðbrögð og þeir eiga í miklum vanda með að ráða við. Oft er um að ræða afleiðing- ar af slysi, stórslysi, náttúruham- förum, ofbeldi, misnotkun, dauða, alvarlegum sjúkdómi eða fjárhags- örðugleikum, gjaldþroti. Nú nálgast jólin enn einu sinni með ljósadýrð og auglýsingaflóði, Enn einu sinni reyna margir að láta sem allt sé með felldu þrátt fyrir nístandi sársauka sálarinn- ar. Margir kvíða jólunum, ekki síst þeir sem nýlega hafa misst ástvin eða eiga veika ástvini. Vá/ áföll af mannavöldum er þó oftast erfiðara að bera en ef nátt- úruhamfarir eru orsök missis. Fjárhagskreppa þjóðarinnar nú af völdum ábyrgðarlausra „útfarar“- víkinga og annarra fjárglæfra- manna er hér engin undantekning. Menn þessir hafa tröllriðið þjóðar- sálinni og margir hafa misst heim- ili eða atvinnu. Þjóðin hefur líka misst sjálfsvirðinguna, traust og trú á náunganum. Óvenju marg- ir eiga því um sárt að binda um þessi jól. Í öllu annríki jólaundirbúnings- ins viljum við helst ekki mæta sorginni og sársaukanum allt í kringum okkur. Enginn veit þó betur, en sá sem býr við sálar- angur hversu lítið bros, hlýtt hand- tak eða falleg orð geta gefið mikla birtu og von. Enginn ætti að þurfa að berjast einn við hinn kalda sárs- auka sorgar og erfiðleika. Jólasálmurinn „Í dag er glatt í döprum hjörtum“ ollu mér í barn- æsku miklum hugrenningum. Hefur einhver döpur hjörtu um jólin? Lítil barnsaugu litu í kring- um sig og á yfirborðinu virtust allir glaðir. Barnssálin er þó oft- ast næmari á tilfinningar og hið ósagða í orðum, en flestir fullorðn- ir gera sér grein fyrir. Lítið tár hér og stutt andvarp þar gátu kastað skugga óskiljanlegum barninu á jólahaldið. Enginn er svo fátækur af tíma eða hlýju, að hann geti ekki miðl- að ofurlitlum kærleika eða vænt- umþykju. Enginn ætti að þurfa að berjast einn við hinn helkalda sársauka sorgarinnar í „niðamyrk- um nætur svörtum“. En það er líka gleðiefni hversu margir eru tilbúnir að láta eitt- hvað af hendi rakna til að styrkja matar- og fatagjafir, en um leið sárt hversu margir þurfa á því að halda. Megi okkur öllum auðnast að milda sársauka og veita öðrum hlýju og væntumþykju um þessi jól og dag hvern. Höfundur er fyrrverandi yfirlæknir í geðlækningum. Jól í skugga kreppu BJÖRN BRYNJÓLFUR BJÖRNSSON EYÞÓR RÚNAR ÞÓRARINSSON RÚNAR EYBERG ÁRNASON 2.900 kr. DORMA Bómullar-sængurverasett Stærð: 140x200 cm Ný sending af sængurverasettum - Frábært úrval, ótrúlegt verð Einnig fáanlegt tvíbreitt 5.990 kr. DORMA Satín-sængurverasett Stærð: 140x200 cm 2.900 kr. DORMA Bómullar-sængurverasett Stærð: 140x200 cm Holtagörðum 2. hæð • Sími 512 6800 • www.dorma.is • dorma@dorma.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.