Fréttablaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 52
36 22. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is GIACOMO PUCCINI (1858-1924) FÆDDIST ÞENNAN DAG. „List er eins konar sjúk- dómur.“ Puccini var ítalskt tónskáld. Hann er hvað frægastur fyrir óperur sínar La Bohéme, Tosca og Madama Butter- fly en þær eru meðal þeirra ópera sem eru oftast sett- ar upp. Þennan dag árið 1945 var ný Ölfusárbrú tekin í notkun en brúin brúar Ölfusá við Selfoss. Hún er 84 metra löng á milli stöpla og þjónar enn sínum til- gangi. Fyrri brúin var vígð árið 1891 og um hana voru samdar reglur þar sem meðal annars var bannað að fara yfir brúna ríð- andi á hraða yfir klyfjahraða og skilgreint hve margir lausahestar máttu vera í rekstri yfir brúna. Árið 1944 kom mjólkurbíll frá Reykjavík með annan í togi og þoldi brúin ekki þyngdina svo annar brúarstrengurinn slitnaði og bílarnir féllu báðir í ána. Annar lenti á grynningum þaðan sem síðar var hægt að ná honum upp en hinn fór í hyl- djúpa gjána ásamt bílstjóranum. Bílstjóra þess bíls tókst að halda sér á varadekki þar til hann rak á land við Selfoss-bæina fyrir vestan Selfosskirkju. Eftir það var hafist handa við að smíða nýja brú. ÞETTA GERÐIST: 22. DESEMBER 1945 Ný Ölfusárbrú tekin í notkun MERKISATBURÐIR 1897 Stundaklukka er sett upp í turni Dómkirkjunnar í Reykjavík og er hún þar enn. Klukkan er gjöf frá Thomsen kaupmanni. 1919 Síðustu dómarnir eru kveðnir upp í Landsyfir- rétti. 1947 Stjórnarskrá Ítalíu er sam- þykkt af stjórnlagaþinginu. 1987 Ný lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík gengur í gildi og leysir aðra, sem var meira en hálfrar aldar gömul, af hólmi. 1988 New York-samningarnir eru undirritaðir milli Kúbu, Angóla og Suður- Afríku og fengu Samein- uðu þjóðirnar stjórn Nam- ibíu. 1989 Ion Iliescu verður forseti Rúmeníu. „Ég sé fyrir mér að sjósundið geti orðið að þjóðaríþrótt. Það er jákvætt á svo mörgum sviðum, það er gott fyrir sál- ina að sigrast á hindrunum og kuldinn gerir okkur gott. Það er mjög gaman að hafa tekið þátt í einhverju sem rífur þjóðina upp,“ segir Árni Þór Árnason sjósundsmaður, sem ásamt Benedikt Hjartarsyni hefur leitt vinnuna að baki stofnun nýs félags til hagsbóta fyrir sjósund og sjóbaðgesti Nauthóls- víkur. Stofnfundurinn verður haldinn á nýársdag. Kveikjan að stofnun félagsins er mikil fjölgun þeirra sem stunda sjósund hér á landi undanfarin misseri. Fjölgunin hefur verið mikil á milli ára og má nefna að gestir í vetrarsjósundi voru 3.294 talsins allt árið 2008, en sú tala náðist í byrjun mars á þessu ári. Ekki er ólíklegt að fjöldi gesta fari nærri tólf þúsund á árinu og þá er einungis átt við sjósundfólk, ekki almenna Ylstrandar- gesti sem koma til að njóta veðurblíð- unnar og umhverfis ins á sumrin. Árni segir ýmsa samverkandi þætti leika hlutverk í þessum auknu vinsældum. „Opnun Ylstrandarinnar var mjög mikil væg og ekki síður Ermarsunds- afrek Benedikts Hjartarsonar á síðasta ári. Þá hafa fjölmiðlar, bæði innlendir og erlendir, verið duglegir við að fjalla um sjósundið og birta af því myndir, og allt hjálpast þetta að. Það varð einhver sprenging í kringum þetta.“ Félagið hefur fengið nafnið Sjósunds- og sjóbaðfélag Reykjavíkur, og hefur óskað eftir viðræðum við Reykjavíkur- borg um framtíð sjósunds í höfuðborg- inni. „Draumurinn er að þetta verði íþróttafélag og aðstaðan okkar verði í Nauthólsvík, rétt eins og Valur hefur aðstöðu á Hlíðarenda. Þá erum við ekki eingöngu að tala um sjósundið heldur ýmiss konar íþróttastarfsemi,“ segir Árni Þór. Hann segir framtíðarsýn félagsins vera að byggja upp alþjóðlega sjósunds- og sjóbaðsaðstöðu í Nauthólsvík, sem eftir verði tekið. „Fyrirmyndirnar eru til, til dæmis í Malmö í Svíþjóð. Til eru fyrirmyndir af slíkum sjóbaðs stöðum til dæmis í Malmö í Svíþjóð. Hugmynd- ir eru uppi um að dýpka út af grjótgarð- inum við hlið lónsins og gæti verið kjörið að byggja út frá því aðstöðu sem gæti boðið upp á sund í lokaðri aðstöðu jafnt sem fólk gæti synt út á sjó án hindrunar.“ Stofnfundurinn verður haldinn á veitingastaðnum Rúbín, við hlið Keilu- hallarinnar, og hefst hann klukkan 13.30, strax að loknu hinu árlega nýárs- sundi. Fundarstjóri verður Júlíus Víf- ill Ingvarsson, formaður Skipulagsráðs Reykjavíkur.Þeir sem ekki geta mætt á stofnfundinn geta skráð sig sem stofn- félaga á síðunni www.sjosund.is. kjartan@frettabladid.is SJÓSUNDS- OG SJÓBAÐFÉLAG REYKJAVÍKUR: HELDUR STOFNFUND Á NÝÁRSDAG Sjósundið verði þjóðaríþrótt SVALT FÓLK Árni Þór og félagar hans skelltu sér í sjósund í köldu veðri gærdagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Rjúpan er eini hænsnfugl- inn hér á landi. Hún skipt- ir litum eftir árstíðum, er hvít á veturna og brúnflikrótt á sumrin. Hún er því alltaf í felu- búningi. Enda er rjúpan aðal- bráð fálkans. Á vorin eru karr- arnir mjög áberandi þar sem þeir stilla sér ropandi upp á hóla og hæðir og verja óðal sitt gegn öðrum körrum. Varp- kjörlendi rjúpunnar er mól- endi, kjarr og gróin hraun frá fjöru til fjalls. Fæða rjúpunn- ar er úr jurtaríkinu, svo sem ber, reklar og brum af víði og birki og laufblöð. Hún er einn fárra fugla sem halda til á há- lendinu árið um kring. „Ein er upp til fjalla“ kvað skáld- ið forðum. Rjúpnastofninn sveiflast reglulega og stofn- stærð nær hámarki á um tíu ára fresti og getur verið allt að tífaldur munur á rjúpnamergð í lágmarki og hámarki. Líklega eru það nokkrir samverkandi þættir sem hafa áhrif á sveifl- urnar svo sem fæðan, sníkju- dýr og afrán. Rjúpur eru vin- sæll jólamatur þótt það sé ekki ýkja gamall siður meðal almennings að borða fugla á jólum hér á landi. www.fuglavernd.is FUGL VIKUNNAR: RJÚPA Skiptir litum eftir árstíma RJÚPA Fuglinn er alhvítur í vetrarhamnum MYND/JÓHANN ÓLI HILMARSSON Ástkær frændi okkar, Vilhjálmur Kristinn Sigurðsson fyrrv. póstvarðstjóri, Lindargötu 57, Reykjavík, lést að heimili sínu miðvikudaginn 16. desember síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 29. desember kl. 13.00. Aðstandendur. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Þorlákur Jónasson andaðist á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, aðfaranótt 20. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Lilja Árelíusdóttir Hafdís Gunnbjörnsdóttir Aðalsteinn Arnbjörnsson Svandís Þorláksdóttir Jóhannes Antonsson Guðfinna Þorláksdóttir Friðjón Halldórsson Björn Þorláksson Arndís Bergsdóttir og afabörnin. Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma okkar, Ásta Jónsdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni sunnudaginn 20. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Óskar Sigurðsson Brynja Kristjánsson Hörður Sigurðsson Svala Birgisdóttir Gunnar Sigurðsson Anne-Marie Sigurðsson Marta Guðrún Sigurðardóttir Magnús Sigsteinsson Jón Sigurðsson Margrét Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. AFMÆLI JONAS ERIK ALTBERG (BASS- HUNTER) tónlistar- maður er 25 ára. ALI LOHAN söngkona er sextán ára. VANESSA PARADIS söngkona er 37 ára. RALPH FIENNES leikari er 47 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.