Fréttablaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 22.12.2009, Blaðsíða 74
58 22. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR Real Madrid er stærsta fótboltafélag í heimi og allt sem tengist liðinu er í samræmi við það. Talið er að liðið eigi um 300 milljónir stuðnings- manna úti um allan heim og talan fer hækkandi með hverjum deginum sem líður. Þrátt fyrir að eiga mikla peninga og vera ávallt með marga af bestu leikmönnum heims innan- borðs hefur liðið ekki náð að sanna sig og vinna þær keppnir sem bestu lið heims vilja vinna hverju sinni. Í fyrri forsetatíð Florentino Pérez (2000-2006) var gamla æfinga- svæði liðsins selt. Þessi sala var afar umdeild og þótti mörgum Real Madrid hafa fengið of mikið greitt fyrir svæðið. Margir töldu að það hafi verið gert til þess að reisa við fjárhag félagsins, sem stóð illa. Með sölunni hreinsaði Real Madrid 270 milljóna evra skuld sína og keyptir voru leikmenn eins og hinn brasil- íski Ronaldo, Zidane og Figo. Nokkrum árum síðar var opnað nýtt æfingasvæði sem er það allra stærsta sinnar tegundar í heiminum í dag. Æfingasvæðið nefnist Ciudad Real Madrid og myndi kallast Real Madrid-borgin á íslensku. Svæðið er 1,2 milljón fermetrar og heldur utan um æfingar og keppnir allra flokka og liða Real Madrid, nema auðvit- að aðalliðsins sem spilar á Santiago Bernabeu. Ekki er búið að klára allar framkvæmdir á svæðinu en kostnaðurinn er nú um 100 milljónir evra. Því mun svæðið kosta félagið skildinginn þegar það er tilbúið. Svæðið er því gríðarlega stórt og á því má finna tíu fótboltavelli í öllum stærðum og gerðum. Allir vellirnir hafa sinn tilgang og þjónar hver og einn hverjum flokki. Einn- ig á hver flokkur sitt búningahús. Grastorfurnar á völlunum eru þær sömu og á Santiago Bernabeu og eru þær fluttar inn frá Hollandi. Einn- ig er að finna leikvöll varaliðs Real Madrid sem er nefndur eftir Alfredo di Stéfano og tekur hann um 6.000 manns í sæti en á í framtíðinni eftir að taka 25 þúsund manns í sæti. Stærsti hluti svæðisins er undir aðstöðu og allt í kringum aðalliðið. Á svæðinu er 3.000 fermetra æfingasalur. Sextíu prósent af heitu vatni sem er notað á svæðinu eru hituð upp af sólarorku en ekki raf- magni. Á æfingasvæðinu starfa um 200 manns; þar má finna garðyrkju- menn, kokka, móttökufólk, einka- þjálfara og öryggisverði svo eitt- hvað sé nefnt. Öryggisgæslan er mjög öflug og er svæðið vel vakt- að og öryggisverðir á hverju horni. Enda engin furða þar sem fjölmarg- ir aðdáendur liðsins reyna sitt besta til að komast inn fyrir girðingarn- ar til að þess að sjá stjörnurnar. Svæðið er vel girt af og öryggis- bifreiðar sveima um í leit að óboðn- um gestum. Einn öryggisvarðanna er hann Luis en hann hefur starf- að frá opnun svæðisins og þekkir hvern krók og kima þess eins og lófann á sér. Luis fékk það hlutverk að ganga með undirrituðum um svæðið og fræða hann um það sem fyrir augu bar. Luis er langt frá því að vera alvörugefinn og stutt er í hlátur- inn þó að hann sinni starfi sínu greinilega vel. Hann er mjög vin- sæll meðal fólksins á svæðinu sem heilsar honum og nánast hneigir sig þegar hann gengur framhjá. „Þetta er mjög stórt svæði og því þarf öryggisgæslan að vera í lagi. Það eru alltaf einhverjir að reyna komast inn og það er mitt starf sem og hinna öryggisvarðanna að koma í veg fyrir að það gerist því leikmenn liðsins vilja ekki óþarfa áreiti,“ segir Luis og kallar um leið í tal- stöðina á félaga sinn og spyr frétta. Svar félagans er á þann veg að tvær ungar stúlkur séu við bílastæði leik- manna, óvelkomnar. Öryggisgæslan hefur greinilega brugðist aðeins en Luis segist vera á leiðinni. Undir- rituðum þótti þetta hið besta mál og var gaman að sjá hvernig Luis myndi bregðast við þessu. „Afsakið, en við þurfum aðeins að fara út úr leið, ég þarf að sinna smá vanda- máli sem kom upp,“ segir Luis og strunsar áfram, greinilega ekki sáttur. Stúlkurnar sem reyndu að fá áritun hjá fyrirliða liðsins, Iker Casillas, áttu ekkert í Luis, sem vísaði þeim umsvifalaust á brott og sagði þeim að fara annað, því þetta væri bannsvæði. „Öryggisgæslan hefur greinilega brugðist eitthvað og trúlega var það fólkið við aðal- hliðið,“ útskýrir Luis. Ferðin hélt áfram og Luis sýndi svæðið og sagði undirrituðum frá öllu. Fyrir hvaða flokka hvaða völl- ur var og hvaða starfsemi var í hverri byggingu. Ekki var nóg með það því þegar glæsikerra ók fram- hjá var Luis með það á hreinu hvaða leikmaður var við stýrið. Aftur blöstu við okkur óboðnir gestir en að þessu sinni saklaus fjögurra manna fjölskylda sem stoppaði allar glæsikerrurnar og fékk áritanir eða myndir. Luis gekk brosandi fram- hjá fólkinu og veifaði vinalegra til þess og sagði að fólk mætti vera á vissum stöðum en ekki á bílastæði leikmanna. Luis hefur alla sína hunds og kattar tíð stutt Real Madrid og segir of seint að breyta því. „Bestu ár liðsins voru frá 1980 til 1990. Þá voru hér alvöru leikmenn með Real Madrid-hjarta. Þá spiluðu leikmenn eins og Emilio Butragueño, Míchel, Hugo Sánchez, Manuel Sanchís og Martín Vázquez,“ segir Luis með bros á vör. Svæðið hefur allt sem þarf til þess að þjálfa og æfa þá bestu í knattspyrnu. Ekkert hefur verið sparað við uppbygginguna á svæð- inu og er þetta merki um að Real Madrid er miklu meira en bara fót- boltafélag. Allt sem fylgir þessu félagi er eins gott og hægt er að vera. Það á stórkostlegan heimavöll og áhorfendur sem mæta hvað best á völlinn að meðaltali í Evrópu. Þó að árangurinn undanfarið hafi ekki skilað mörgum titlum í hús er ekki hægt að kenna aðstöðu og umgjörð félagsins um, en oftast sannast hið fornkveðna að peningar og sýndar- mennska kaupa ekki titla, meira þarf til. Real Madrid-borgin Æfingasvæði spænska stórliðsins Real Madrid er engu líkt. Þetta er stærsta æfingasvæði heims og hefur upp- bygging þess þegar kostað yfir 100 milljónir evra. Þar er allt til alls og vel er hugsað um hinar rándýru stjörnur félagsins. Mikael Marinó Rivera kíkti við og fékk skoðunarferð um svæðið. AÐALVÖLLURINN Margir knattspyrnuvellir í fullri stærð eru á svæðinu. Þar sem aðal- liðið æfir er pláss fyrir þúsundir áhorfenda. NORDIC PHOTOS/AFP SJÓÐHEITUR Eldheitur stuðningsmaður Real fær hér að snerta goðið Cristiano Ronaldo við bílastæði leikmanna. NORDIC PHOTOS/AFP ■ Um sextíu prósent af heita vatninu sem notað er á svæðinu eru hituð með sólarorku. ■ Fleiri en sextíu vellir í sex löndum voru skoðaðir áður en ákveðið var hvers konar gras skyldi nota á vellina. Grasið sem að lokum var valið kemur frá Hollandi. ■ Aðallið félagsins er með heila byggingu undir sig. Þangað mega minni spámenn ekki stíga. ■ Ekki eru bara fótboltavellir á svæðinu því þar eru einnig strandblaksvellir sem leikmenn liðsins nota iðulega. Þeir hita venjulega upp í skallatennis í sandinum. ■ Líkamsræktarsalurinn er yfir 3.000 fermetrar. ■ Risastór salur með gervigrasi er við hlið búningsklefans en þar geta menn hitað upp eða hlaupið sig niður þegar veðrið er vont. ■ Æfingavöllur aðalliðsins, sem er nefndur í höfuðið á Alfredo di Stefano, er með stúku fyrir 6.000 manns en mun rúma 25 þúsund manns þegar fram- kvæmdum er lokið. ■ Alls eru tólf fótboltavellir í fullri stærð á svæðinu. STAÐREYNDIR UM SVÆÐIÐ LUIS Hefur unnið á svæðinu frá opnun og leiddi útsendara Frétta- blaðsins í allan sannleika um það. FRÉTTABLAÐIÐ/MIKAEL Aldrei hefur rekstrarkostnaður Real Madrid verið meiri en nú, enda engin furða þar sem dýrustu og bestu knattspyrnumenn heims leika með liðinu. Real Madrid eyddi metfé í leikmannakaup síðastliðið sumar og má þá helst nefna þá Kaka og Ronaldo. Stjórnendur félagsins með Florentino Perez í broddi fylkingar ætla sér mikið þetta tímabilið og liðinu gengur vel þó svo að yfirburðir þess hafi ekki verið algjörir eins og margir héldu. Nú eru aðvörunarbjöllur farnar að hringja og það þarf peninga í kassann. Miklum flugeldasýningum fylgir mikill kostnaður og stuðningsmenn Real Madrid fá svo sannarlega að finna fyrir því. Stjórnendur Real Madrid tóku upp á því að hækka miðaverð mikið í upphafi þessarar leiktíðar. Fyrir tveimur árum kostaði ódýrasti miðinn á heimavöll Real Madrid 25 evrur en nú kost- ar sá ódýrasti fjörutíu evrur. Það er gríðarleg hækkun fyrir meðaljóninn hér í Madríd sem hefur gaman af því að skella sér á heimaleiki liðsins. Ekki gengu allar áætlanir stjórnarinnar eftir um að treyjusala af þeim félögum Kaka og Ronaldo myndi slá öll met. Annað kom á daginn og salan hefur verið afar dræm frá því að kapparnir skrifuðu undir við Real Madrid. Þessir nýju leikmenn eiga sameiginlega ekki roð í David Beckham en treyjurnar hans seldust eins og heitar lummur og stjórn- endur Real Madrid brostu allan hringinn. Brosið er hins vegar ekki alveg eins breitt núna. Þar sem gamla æfingasvæðið var hafa nú risið fjórir miklir og virðulegir turnar sem sjást um alla borgina. Þessir turnar eru tákn nýja viðskiptahverfisins í Madríd. Frá nýja æfingasvæðinu tróna turnarnir í fjarska og segja margir Madrídarbúar sem og aðrir Spánverjar að þetta sé áminning fyrir Real Madrid um það af hverju liðið er jafn vel sett og það er í dag. REAL FARIÐ AÐ OKRA Á ÖLLU FLORENTINO PEREZ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.