Vikan


Vikan - 25.01.1962, Qupperneq 8

Vikan - 25.01.1962, Qupperneq 8
iPAROa VÆNA MÍ • • • skuli vera gramur, því sjáið lil, ekki ber ég ábyrgð á dýrtíðinni eða hvað? En mergur málsins er, að hjón með þrjú börn, þurfa þó nokkuð til lífsins, en það skil- ur Kalli ekki. Hann veit nefnilega ekki, hvað hlutirnir kosta frekar en ég. Það er allt ann- að en gaman, að vera húsmóðir á þessum síð- ustu tímum. Aliar verzlanir eru sneisafullar af dásamlegum vörum, en buddan tóm, mjög sorglegt að mínu áliti. Ef við Kalli gætum bara skipt um hlutverk, eina viku eða svo, myndi þetta eilífðar vanda- mál kannske taka aðra stefnu. En því miður, það er óframkvæmanlegt. Ég verð að vera hér, hann þar. En einn dag skeði dálítið merkilegt, ég fékk sem sé stórkostlega hugmynd, eða nánar tiitekið: í dönsku blaði rakst ég á eftir- farandi klausu (lauslega þýtt): Frú .Tensen hefur orðið: Maðurinn minn er ákaflega góður við mig, og við erum miög hamingjusöm. Við eigum ágæta ibúð og bil. Auðvitað höfum við eignazt þessa hluti af því maðurinn minn er í ágætis atvinnn, og af því hann er bæði hagsýnn og reglu- samur. Sem sagt, allt ætti að vera í lagi, en það er það bara ekki. Maðurinn minn segir að ég eyði of miklu til heimilisins, ég hljóti að geta komizt af með minna. Þess vegna datt mér ráð i hug. Ég varð lasin og lá i rúminu nokkra daga. Þar sem við höfum enga húshjálp varð maðurinn minn sjálfur að kauna í matinn og annað sem heimilið þarfnaðist. Eftir viku var ég orðin það „hress“ að ég gat aftur tekið við stjórninni. Eftir þetta hefur hann aldrei minnzt á óþarfa eyðslu. Nú segirhann: — Gjörðu svo vel, hérna eru matarpen- ingarnir, þetta verður vist fljótt að fara, þá færðu bara meira. Jæja, góðir hálsar, svona auðvelt er hetta. Bara leggjast f rúmið, og látast vera veikur nokkra daga, þá er gátan leyst. Þvílík dá- semd, þessi dönsku blöð. Hvers vegna höf- um við engin slik, hér á íslandi? Ég tek að velta fyrir mér hugmyndinni hennar frú Sörensen eða Jensen eða hvað hún hét þessi snjalla kona. Ég hugsa og hugsa og geng um eins og f svefni. Það má reyndar teljast til kraftaverka, að ég skuli ekki setja hvottefni í matinn í staðinn fyrir salt eða strausykur i þvottavélina. Kalli horfði svo lindarlega á mig í gærkvÖIdi og spurði mig Svo hvort ég væri lasin. — Nei, nei, flýtti ég mér að segia, en sá svo að þarna missti ég af ágætu tækifæri. Og þó, maður getur vist ekki lagzt i rúmið bara af jiví maður er daufur i dá'kinn eða utan við sig. Það hlaut að jmrfa eitthvað meira til. Mig vantar sem sé heppileg veikindi, þvi frú Jensen láðist nefnilega alveg að geta þess, livernig hún varð sér úti um þau. Það vill nú svo ti', að ég er alltaf stálhraust, fæ varla kvef, því siður hálsbólgu eða kveisu. Ég hef ekki ofnæmi fyrir neinu, sem er þó svo ákaflega mikið í tizku um þessar mundir. Kaktusinn hennar Randíar hundsar mig meira að segja, þó fá níu af hverjum tíu, útbrot og jafnvel hita ef þeir koma of nálægt honum. Hvað get ég gert? Fleygt mér niður stig- ana og beinbrotið mig? Alltof mikil fórn. Gæti ég bara látizt vera veik? Nei, ég er mjög lélegur leikari. Loks datt mér nokkuð í hug. — Laxerolía. Og einn daginn labba ég niður í apótek og 8 VIKAN kaupi olíuna. Það er fimmtudagur, og ég hef séð svo um að matarbirgðir heimilisins eru í minnsta lagi og svo eru innkaupin til helgarinnar framundan. Ég kviði ægilega fyrir að taka oliuna inn og auk þess er ég voða spennt að vita hvernig þetta fer, mér liður þvi hálf illa og get litið borðað um kvöldið. Kalli tekur strax eftir þvi, að ég er ekki eins og ég á að mér að vera og spyr áhyggjufullur: — Ertu lasin elskan, þú ert svo föl? — Ja, ég veit ekki, segi ég og dreg við mig svarið, — ég er eitthvað skrýtin. — Það er ósköp að sjá þig, leggstu fyrir og hvildu þig, ég skal hátta krakkana. — Ég veit ekki, segi ég aftur, — þetta er sjálfsagt ekkert alvarlegt. — Auðvitað þarf það ekki að vera neitt alvarlegt, segir Kalli, en — þú getur þó lík- lega hvilt þig fyrir það. Á meðan Kalli háttar tviburana og litla kút, ligg ég og flatmaga á sófanum, eins ofF einhver hofróða, og reyni að hvctja sjálfa mig til dáða, þvi nú er einmitt rétta augnablikfti, til að hefjast handa. Loks fer ég fram á bað. Ég ætla aldrei að geta fundið glasið, ég hef falið það svo vandlega, en þegar ég stend með það i hönd- unum býður mér svo við innihaldinu, að mér liggur við að gefast upp. Ég lít i spegilinn og segi: Aumingi, tek svo tappann úr glasinu, og sýp á. En það sem næst gerist, hef ég alls ekki reiknað með, ég get sem sé ekki rennt óþverranum niður. Hræðilegt! Yiðbjóðslegt! Mig kligjar, — éghlýt að kasta upp-------- og ég kasta upp. Kvöldmaturinn, eða það sem mér tókst að borða. af honum, fer sðníu leið og laxerolían. Kalli hefur heyrt til miri, bankar á dyrnar og segir: — Ella min, þetta er hræðilegt. Opnaðu svo ég geti verið hjá þér. Ég flýti mér að fela glasið og opna svo. — ó, Kalli, mér líður svo illa, veina ég, og ég meina það sannarlega. — Elsku hjartans, Ella min, segir hann og faðmar mig að sér. — Þú ert fárveik, ég verð að ná i lækni. — Nei, nei, viltu bara ná i glas, ég ætla að drekka vatn, þá skánar mér. Kalli lætur mig taka magnyl og skipar mér að hátta strax. Aumingja Kalli, hann gengur svo auðveld- lega i gildruna, að ég sárskammast min. Auð- vitað hefði ég átt að láta hér staðar numið, en ég er svo sauðbrá, að ef mér dettur eitt- hvað i hug, verð ég að framkvæma það, hvað sem bað kostar. Um miðja nótt vakna ég hress og frísk eins og fiskurinn i sjónum, þvi miður, svo ég ákvað að gera aðra tiírauri mcð laxeroliuna, og nú tekst mér að renna svínaríínu niður, strax á eftir drekk ég? ósætt kaffi, og nú kasta ég ekki upp. Ég læðist hljóðlega i rúmið aftur, en samt vaknar Kalli. — Elskan, hvernig liður þér, hefurðu sof- ið? — — Já, alveg þangað til núna fyrir stuttu síðan. — Hefurðu aftur kastað upp? — Nei, ekki beinlínis, en það er hálfggjð klígja í mér, og það er satt, þvi þrátt fytír svarta ósæta lcaffið finn ég bragðið af otí- unni. Kalli þegir dálitla stund, svo ræskir hann sig og segir: — Heyrðu Ella, ertu ekki bara —----------- ófrísk? Framhald á bls. 36. UNGT FÓLK Á UPPLEIÐ Jóhann Eyfells ARKITEKT LISTMÁLARI MYNDHÖGGVARI Venjulega láta menn sér nægja að læra eitthvað eitt af þessu þrennu og léggja stund á einhverja eina grein. En þessi ungi maður, sem þið sjáið á myndinni er óvenjulega fjölhæfur og sýnist hafa náð árangri á breiö- um grundvelli. Margir þykjast eygja í því nokkura hættu að einn maður sé of margskiptur, enda þótt hann sé dágóðum hæfileikum búinn og benda á, að oft verði lítið úr þess- konar hæfni. Um Jóhann er það að segja, að hann mun skoða margþætt nám sitt sem undirstöðumenntun og þróunin verður sú, að hann tekur eina þessara listgreina fram yfir hin- ar og helgar sig henni óskiptur. Hann býzt sjálfur við því að skúlp- túrinn verði fyrir valinu; kveðst hann finna þar tjáningarform við sitt hæfi, en hérlendis er tæpast hægt að tala um neinar atvinnuhorfur fyrir mynd- höggvara og þess vegna eru margir heldur myrkfælnir við þá listgrein. Fyrir um það bil tveim mánuðum efndi Jóhann til sýningar á málverk- um og skúlptúr að Selvogsgrunni 10. Þar var sýningin haldin í húsi, sem hann hefur sjálfur teiknað fyrir bróð- ur sinn og mun óhætt að segja, að það hafi vakið ekki hvað minnsta athygli. Það er afskaplega óvenju- legt og margslungið að innra skipu- lagi ekki síður en útliti. Jóhann er sonur Eyjólfs Eyfells, listmálara. Segist hann muna þá daga, að sér þótti undarlegt, sem barni, að faðir hans fór ekki á eyrina eða eitt- hvað út af heimilinu til þess að afla tekna og þótti honum það heldur óviðkunnanlegt. Hann lærði ungur hjá Jóhanni Briem og kynni hafði hann af Einari Jónssyni. Einar vissi um tilhneygingar hans og hvatti hann og það varð úr að hann fór til Californíu 1945 og lagði stund á þrjár áður nefndar listgreinar. Skúlptúr Jóhanns er með nokkuð nýstárlegum hætti, en á skólanum varð hann að reyna öll stig hinnar hefðbundnu listar: Teikningu, módel- eringu i leir, granít og stein. Nú vinn- ur hann mest með suðuáhöldum og ;egir það hæfa betur hugsunarhætti i öld hraðans. Óefað hefur jafnhliða nám í arkitektúr orðið til þess að skerpa formskynið, en prófi í arki- tektúr lauk Jóhann frá háskóla I Flórida 1953. Jóhann kvaðst eiga bágt með að sætta sig við þær hömlur, sem á arkitekta væru lagðar frá hendi skipulagsyfirvalda og hér á Islandi frá hendi náttúrunnar að auki. Segist hann hiklaust kjósa að geta unnið að skúlptúr og nú er hann enn farinn utan til þess að taka meistaragráðu í fögrum listum. Sérstaka áherzlu mun hann þó leggja á skreytingu op- inberra bygginga. Hann hyggst hvorki setjast að vestra né hér heima, held- ur vera frjáls ferða sinna eftir þvi sem verkefni gefast. Kvæntur er Jóhann Kristinu Hall- dórsdóttur, héraðslæknis Kristinsson- ar & Siglufirði.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.