Vikan


Vikan - 25.01.1962, Side 14

Vikan - 25.01.1962, Side 14
Brúðguminn tilvonandi, glæsilegur og karlmannlegur í dökkbláum klæð- um, hvítri skyrtu og með látlaust, dökkt bindi, viðurkenndi fúslega að hann fyndi til nokkurs taugaóstyrks. Við Elísabeth höfðum tekið með okk- ur mat í körfu og okkur til furðu hafði hún laumað ofan í hana vodka- flösku og gerði það nú að tillögu sinni, að við fengjum okkur svolitla brúðkaupsskál fyrirfram. En Clark neitaði: „Ég er of taugaóstyrkur til þess að hafa matarlyst, og þá kemur mér ekki til hugar að fara að bragða áfengi," sagði hann. „Við fáum okk- ur kannski í staupinu þegar allt er um garð gengið, en ekki dropa áður. Mig langar til að heyra eitthvað af athöfninni.“ Við gengum á brott úr áníngastaðn- um og stigum inn í bílinn. A1 og Julie Menasco hittum við á hinum ákyeðna stað undir baðmullartrjánum. Clark leit á úrið og var því feginn, þegar hann sá að við komum þangað stund- víslega. Þessir vinir okkar höfðu meðferðis sinn liljuvöndinn handa hvoru okkar. Þegar við komum til Minden leystum við út leyfisbréfið. Litli, gráhærði skrifstofumaðurinn starði á Clark, furðu lostinn, en við báðum hann að gera ekki neinum viðvart fyrr en hjónavígslan væri um garð gengin. Hann brosti, setti svo sína skilmála. „Ef ég fæ hjá yður eiginhandaráritun handa dóttur minni, skal ég Þegja eins og steinn, herra Gable.“ Við komum í ráðhúsið þegar klukk- una vantaði fimm mínútur í sex. Þetta var litið hús, veggirnir þaktir klifurrósum. Við gengum inn í lítinn sal, þar sem allt var með fornum svip og framandlegt — þar var til dæmis hrosshárssófi, einn af þeirri gerðinni sem maður notar ekki fyrir sess langa stund i einu, blúndutjöld fyrir gluggum og gamlar ljósmyndir á veggjum. Fjærst við gafl stóð gam- ait og fornfálegt orgel. Walt Fisher dómari, sem líka var stöðvarstjóri við járnbrautina var ..íaður nokkuð við aldur, en augun blá og skær. Það kom fum á hann, þegar hann bar kenrisl á brúðgumann. En svo áttaði hann sig og opnaði bókina, og við fimm stóðum hátíðleg í röð framrni fyrir honum. Ðómarinn hóf lesturinn, þagnaði svo allt í einu. Hann skimaði i kring- um sig, svo sagði hann „ó“, eins og hann myndi nú fyrst eftir einhverju rnikilvægu. Systur minni kom helzt til hugar að það hefði rifjazt upp fyrir honum, að við hefðum kannski viljað að leikið væri á orgelið svo athöfnin yrði hátíðlegri. Nei -— dóm- arinn hafði bara fundið það á lykt- inni, að grauturinn var að brenna við. frammi. ,í eldhúsinu. Hann gerði hlé á framkvæmd athafnarinnar, for- málalaust, hljóp fram i eldhúsið og bjargaði sínum graut, kom svo inn og tók aftur til við athöfnina þar sem frá var horfið. Með gleðitár í augum varð mér lit- ið á Clark og ég sá tár blika a vanga hans. Dómarinn bauð mér að draga hringinn á fingur brúðguma míns, en hendur mínar titruðu, hendur brúð- gumans einnig — og ekki bætti úr skák, að dómarinn var orðinn svo skjálfhentur að bókin titraði í hönd- um hans. Ég bjástraði nokkra stund árangurslaust við að koma hringnum á baugfingur ^rúðguma míns, en mundi svo allt í einu að hann hafði einhverntíma meiðzt á hendi með þeim afleiðingum að baugfingurinn varð staurfingur, og að við höfðum því orðið ásátt um að hann bæri gift- ingarbauginn á litlafingri. Loks kom svo að því, að dómarinn t.'lkynnti að við værum löglega vigð: h.jón. Við Clark litum enn hvort á. annað og tár okkar ullu okkur ekki neinni blygðunarkennd. Þetta var- okkur báðum dýrmæt hamingju- stund — við höfðum beðið hennar svo lengi. Við hröðuður.i för okkar að at- höfninni lokinni til næsta flugvallar, bar sem A1 hafði tekið á leigu handa okkur litla einhreyflu, og I henni flugum við til Norður-Kaliforníu,. þar sem hann hafði boðið okkur að: dveljast í fimm daga á afskekktu fjal.labýli, sem hann átti. Og þogar við höfðum kvatt systur mina og þau góðu hjón, flugum við: af staö. til St. Helenu í Mánadal. Náfnið á þeim dal hefur altlaf látið mér Ijúft í eyrum. Við lentum á vin- akri, og þar beið okkar bili, og svo ókum við upp í fjöllin, þar sem hveiti- brauðsdagafylgsnið beið okkar. Við: sátum þegjandi í bílnum hina löngu leið, héldumst í hendur og virtum fyrir okkur vínekrurnar, vafðar r.iildu skini sumarkvöldsins, og okk- ur þótti báðum sem við værum kom- in í annan og sælli heim. Bíistjórinn var svo hæverskur að' kveðja okkur umsvifalaust og halda. á brott, þegar hann hafði skilað okk- Clark Gable og Hedy Lamarr í kvikmyndinni „Félagi X“.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.