Vikan


Vikan - 25.01.1962, Side 15

Vikan - 25.01.1962, Side 15
ur heilum á húfi á ákvörOunarstað. Stundarkorn stóðum við þarna og virtum fjrrir okkur þennan litla og vingjarnlega ,gamla sveitabæ. Þegar Clark opnaöi útidyrnar, sneri ég mér aS honum og mælti hátiðlega: „Clark Gable; hér stendur eiginkona þín!“ Svo hlógum við bæði dátt og lengi. Loks kyssti Clark mig og mælti: „Já, það er líka timi til þess kominn. Ég ielska þig ...“ Þegar inn kom, beið okkar þægi- legt undrunarefni. Á fornlegri, viðar- kynntri eldavél stóð þvottastampur, skreyttur blómum og borðum, þar sem kampavinsflöskum var komið fyrir í ísmulningi — frumlegasti og skemmtilegasti kampavínskælir, sem ég hef nokkurntíma séð. Yndisleg- asta brúðkaupskaka stóð á löngu fuÆborði og inni í kæliskápnum stóðu hinir Ijúffengustu réttir — einmitt þeir réttir, sem Clark þóttu beztir. Blóm stóðu í vösum og sælgætið hafði •ekki heldur gleymzt — nei, þeir góðu og hugulsðmu vinir okkar, Menascos- hjónin höfðu sannarlega ekki gleymt neinu. ®g brá mér I hvita húsmóður- •sloppinn — þegar ég keypti mér föt, hafðl ég sífellt í huga andúð Clarks á. allri sundurgerð — svo bar ég brúð- kaupsmáltíð á borð. Clark opnaði kampavínflösku og skenkti i glös okkar. Svo lyfti hann glasi sinu. „Frú ■Gable," sagði hann og ég svaraði með þvi að lyfta glasi mínu og segja, „herra Gable,“ og siðan drukkum við hvors annars skál. En svo bar viðkvæmni stundarinn- ar okkur ofurliði og vín okkar bland- aðist gleðitárum. Og loks bar svengd- in tilfinningarnar ofurliði; við sett- umst að snæðingi og tókum svikalaust til matar okkar. Þegar máltíðinni var lokið, átti ég simtal við börnin. Þau þurftu margs að spyrja. „Hvenær kemur Fisher dómari og býr hjá okkur?“ spurðu þau. Það leyndi sér ekki, að þau höfðu heyrt útvarpsfréttirnar — og ekki skilið þær til fullnustu. „Eg giftist ekki honum," svaraði ég. „Ég giftist Clark Gable.“ „Ó — áttu við góða manninn með yfirskeggið, sem les fyrir okkur á kvöldin og á trén með appelsinun- um?“ Ég fullvissaði þau um að það væri einmitt hann, sem ég meinti. Við hétum þeim að koma sem fyrst heim aftur og buðum þeim svo góða nótt. Þegar við höfðum dvalizt fimm un- aðsrika daga uppi í fjöllunum, spurði Clark mig: „Kathleen, hvað segirðu um brúðkaupsferðina ? Eigum við að fara til Evrópu, Suður-Ameríku eða Austurlanda?" „Mig iangar mest til að fara heim t':l þín,“ svaraði ég. Og þangað fór- um við. Þegar við komum að aðaldyrunum minntist ég þess er ég kom þarna í fyrsta skiptið fyrir þrettán árum og Þeirra sterku aðdráttaráhrifa, sem staðurinn hafði þá á mig. Að þessu sinni var koma mín þangað með nokk- uð öðrum hætti — eiginmaðurinn minn bar mig inn yfir þröskuldinn. Þótt Clark væri ekki margorður maður, var hann sérlega tilfinninga- næmur og skilningsríkur. Tillitsemi hans við mig og fórnfýsi snart mig alltaf djúpt. Þegar við komum heim t 1 hans að þessu sinni eftir hveiti- brauðsdagana uppi í fjöllunum, sneri hann sér að mér og mælti: „Kat- hleen, við þurfum eklci að setjast hérna að nema þú viljir það sjálf. Ég get selt jörðina og við getum svo keypt okkur hús i Bel Air eða Bever- lyhæðunum eða hvar sem þú kýst. Það skiptir mig ekki neinu máli — aðalatriðið er að Þér liði vel og að þú verðir hamingjusöm." Ég svipaðist um í hinum þægilegu híbýlum, sem enn voru búin þeim húsúgögnum, sem þau Clark og Car- ole höfðu safnað og keypt fyrir mörg- um árum. Ég skildi hvað honum bjó í huga, en ég fann ekki til neinnar afbrýðisemi gagnvart því liöna. Það sóttu ekki neinar vofur að mér. Mér var ljóst hversu innilega vænt Clark þótti um heimili sitt, og að hann gæti hvergi átt heima nema þar. Ég fann að mér var eins farið. Ég brosti því til hans og mælti: „Ég vil hvergi frekar eiga heima en hérna. Okkur þykir báðum vænt um þetta býli. Og ÞaO er auk þess ein- hver hinn ákjósanlegasti staður fyrir börnin. Við skulum því ekki láta okk- ur til hugar koma að flytjast héðan.“ Clark gerði mér þegar ljóst að ég gæti gert Þær breytingar innan- stokks, sem mig lysti. Þetta væri mitt heimili, og ég mætti ráða og móta svip þess, eins og mér þætti bezt henta. Strax fyrsta daginn leiddi hann mig fram i eldhúsið, þar sem hann hafði kvatt hjúin saman. „Frú Gable stjórnar öllu heimilishaldi héð- an I frá," tilkynnti hann, glaðlega en ákveðið. „Hún tekur allar ákvarðan- ir og þið hjálpið henni aO leysa þau vandamál, sem fyrir kunna að korna." Og hann brosti til min um leið og hann bætti viö: „Hún verður einráð inni, ég úti við.“ Samt sem áður fann ég ekki hjá mér neina löngun til að umbreyta theimili hans eða lífsvenjum, eða hafa nokkur áhrif á starf hans. Ég giftist honum hvorki í þeim tilgangi að umbreyta honum, ala hann upp né stjórna honum. Ég giftist honum einfaldlega til að elska hann. Það var ásetningur okkar að lifa hamingjuríku lífi með börnunum Bunker og Jóhönnu, sem kölluðu góða manninn með yfirskeggið áður en langt um leið, „elsku stjúpföður" sinn. Þau dáðu hann bæði og hann var þeim ástrikur, enda þótt hann gætti þess jafnan að spilla þeim ekki á of miklu eftirlæti. Þau komust brátt að raun um, að þau gátu ekki snúið honum í kringum sig og lærðu að virða hann sem húsbónda á heim- ilinu. Og ég miðaði allt við það eitt, að honum liði sem bezt og að hann mætti njóta sem mestrar hamingju. Ég kaus það eitt að mega standa við hlið honum. Að visu var mér það ekki eingöngu leikur fyrst í stað. Mér var það til dæmis lítil skemmtun að þramma um haustblauta akra og engi allan daginn, skríða undir gaddavirs- girðingar og burðast með byssu, sem ég fékk ekki einu sinni að skjóta af — hann tók þvert fyrir að ég fengi að ganga með hlaðna byssu eöa hleypa af skoti fyrr en ég hefði vanið mig við að bera hana óhlaðna á réttan hátt. En ég held það sé hverri konu mikilvægast að geta hag- að sér samkvæmt óskum eiginmanns- ins. Elski konan mann sinn, verður henni ekki skotaskuld úr því að vita vilja hans. Ég klæddist því veiðimannabún- ingi og þykkum nærfötum og legg- háum stígvélahnöllum og fylgdi hon- um fast eflir, hvar sem hann fór. Ég lærði að skjóta og veiða fisk og leika golf. Og Það leið ekki á löngu áður en ég komst að raun um, að ég hafði hið mesta yndi af þessari útivist og naut veiðiferðanna ekki síður en hann. Ian Hunter, Joan Crawford og Clark Gable í kvikmyndinni „Strange Cargo". Samlif okkar var dásamlegt — sam- ræmið með okkur gat ekki fyllra orð- ið. Og samband okkar var svo náið, að Clark sagði oft: „Ég veit hvað þú ætlar að segja um leið og þú hugsar það.“ Það sanna var, að hann fór yfirleitt nærri um það. Við minnt- umst ekki oft á ást eða þessháttar. Ást okkar var svo sterk og sjálfsögð, að við þurftum ekki að ræða slikt. Ekki höfðum við heldur mikla þörf fyrir að umgangast annað fólk. Við fórum sjaldan í samkvæmi, og við héldum aldrei fjölmenn hóf eða veizluboð. Þann tíma, sem við vorum gift, höfðum við ekki nema þrjú miOdegisverðarboO á ári, og aldrei voru boðsgestir fleiri en tólf. Við sóttum sjaldan skemmtanir. Satt Framhald á bls. 34. Clark Gable og síðasta eiginkona hans, Kathleen, á dyraþrepunum heima á búgarðinum. VIKAN 15

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.