Vikan


Vikan - 25.01.1962, Side 19

Vikan - 25.01.1962, Side 19
Hann gengur á hverjum degi niður að höfn, 83 ára gamall, til þess að sjá amstrið og finna lykt af seltu. Allir sjómenn þekkja hann og vita að þar er gamall skipstjóri og happasæll. Um alda- mótin byrjaði hann sjómennskuferil sinn á segl- skipum og kútterum og hér segir hann frá ýmsu, sem á dagana dreif. Frá ævi Sigurðar Sumarliðasonar skipst jóra um ekki verið nema fimm á um sumarið og vorum allir ennþá um borð. Að kvöldi hins 19. höfð- um við lokið við að taka niður reiðann, segl, föll og talíur. Ein doría, flatbotnuð, sem við liöfð- um til að róa út tógunum um sumarið, var bundin aftan í skip- ið. — Að morgni hins 20. september, brazt hann á með veðrið. Létum við þá falla hitt akkerið og gáf- um út báðar keðjur á enda, en þær voru báðar langar og sterk- ar. Akkerin voru þung og hald- góð, enda veitti ekki af að hafa góð legufæri á svona skipi: Það gerðu hin stóru flothylki, sem við urðum að hafa meðferðis á veið- unum. Eins reyndi á akkerin og keðjurnar þegar verið var að hífa inn dragnótina, því það var gert fyrir föstu. Var það þungt átak, því kannski var dragnótin full af leirleðju, þegar dregið var á lin- um, eða gljúpum botni. Veðrið stóð beint út fjörðinn, og' það var ótrúlega hvasst. Ég varð að skríða eftir dekkinu frameftir skipinu og halda mér fast, þegar ég þurfti frammá. Skipið lá um 300 faðma frá landi og var miklu styttra til lands á bakborða. Þó ekki væru nú stórsjóirnir, þá rauk sjórinn yfir jafnt og þétt. Dorian, sem var aftan í skipinu, var oft langan tima í einu í lausu lofti, og langt upp frá sjóborði, af vindfanginu, sem hún tók á sig, þar sem hún hékk í fanglínunni. Skall hún svo niður i sjóinn þess á milli, þegar hörðustu rokhviðurnar liðu hjá. Alltaf kom dorian þó niður á botninn, hvernig sem vindurinn henti henni til. Furðanlega lítið tók hún á sig af sjó, enda held ég að sjórinn hafi fokið úr henni jafnóðum. Særokið náði upp fyr- ir miðjar fjallshliðar i firðinum. 6. Það lágu mörg skip á Seyðis- firði i þessu veðri og áttu skips- liafnir þeirra í erfiðleikum, sem von var. Tveir kútterar, auk Salters, voru einu vélarlausu skipin, sem lágu af sér illviðrið og rak ekki. Annað þessara skipa lá við hafn- armúrninguna, en hitt var fær- eyskur kútter. Hjóu þeir úr sér mastrið og hékk það á fyrir það. Öll gufuskipin, sem þarna voru, lágu kyrr, því þau keyrðu vélarn- ar fulla ferð á festarnar og forð- uðu rekinu þannig. Einn fær- eyskur kútter strandaði á Vest- dalseyrinni og drukknuðu bæði skipstjóri og stýrimaðurinn, þeg- ar þeir reyndu að komast í land á skipsbátnum. Hvolfdi honum við skipshliðina. Var það talin mikil fljótfærni, að reyna að yfir- gefa skipið eins og á stóð, því þeim var ekki nein hætta búin. Fjöldi seglskipa dreif út Seyðis- fjörð og sum þeirra hjuggu úr sér möstrin. Ekki man ég eftir fleiri sjóslysum á Seyðisfirði i þessu veðri. Vel geta þau þó hafa verið fleiri fyrir það. 7. Það þarf ekki að eyða að því orðum, að vitanlega herjaði veðr- ið viðar en á Seyðisfirði og þess gætti um allt land. Viða urðu stórslys á mönnum og skepnum, hús og kirkjur fuku, skip fórust og komust í sjávarháska, og náðu sum naumlega landi. Til marks um veðurofsann er það, að hús fauk af grunni i Rauðuvík og fram í sjó. Var kona nokkur í húsinu með tvö börn. Hafði hún borið annað barnið niður í kjallara og var að sækja hitt, þegar húsið hófst af grunn- inum. Fórst konan ásamt barni sinu. Margar frásagnir hafa ver- ið skráðar, sem lýsa veðurofsan- um. Þó liðin séu yfir sextiu ár síðan þetta gerðist, og þó mörg hörð veður hafi gengið yfir þetta blessað land, sem valdið hafa sköðuin og manntjóni, hafa þó fá og ef til vill ekkert náð slíkri veðurhæð, sem dæmin sanna. Brezka herskipið, Bcllóna lá á Akureyri er þetta gerðist. Lá skipið við festar á Pollinum. Bellóna var mikið skip, traust og búið kröftugustu vélum, tveim gufuvélum, sem gátu knúið það með 22 sjómílna hraða, þegar þær gengu með fullum krafti. Venju- lcga notaði skipið þó ekki nema aðra vélina. Er það skemmst að segja, að þegar veðrið brast á, tók skipið að rykkja i festina og endaði með því að slíta sig laust og rak nú undan veðrinu út fyrir Oddeyrar- tanga^ Það er i frásögu færandi, að skipið varð að nota báðar vél- Framhald á bls. 33. I VIKAN 19

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.