Vikan


Vikan - 25.01.1962, Blaðsíða 24

Vikan - 25.01.1962, Blaðsíða 24
Mntur 09 hundflvinna Steiktar rauðsprettur. 2 stórar rauðsprettur, 1 egg, salt og pipar, 100 gr smjörlíki, 1—2 stórar sitronur, kryddsíld, kaperskorn. Fiskurinn er hreinsaður og skor- inn í 2-—3 cm þykk stykki, sem eru þerruð á klút eða þar til gerðum pappír. Helmingurinn af smjörlíkinu er bræddur á pönnu. Fiskstykkjunum velt upp úr þeyttu eggi og brauð- mylsnu og steikt við hægan Iitia kryddinu stráð yfir og því sem eftir er af smjörlíkinu hætt á pönnuna. Þegar fiskurinn er gegnumsteikt- ur er hann færður upp á heitt fat. Sítrónan er skorin í sneiðar og þcim raðað á fiskstykkin, á miðju hverr- ar sneiðar er látin kryddsíldarrrema og nokkur kaperskorn. Með fiskinum eru bornar snittu- baunir og soðnar kartöflur ásamt feitinni sem annað hvort er hellt yf- ir fiskstykkin eða borin með í sósu- könnu. Rauðspretturnar má einnig flaka og steikja á sama hátt. Saltfiskbakstur. Látið í smurt eldfast mót, brauð- mylsnu stráð yfir. Bakað við meiri undirhita i 2—-3 stundarfjórðunga eða þar til búðingurinn hefur lyft sér og er fallega gulbrúnn. Borðaður með lirærðu eða bræddu smjöri, soðnum kartöflum og hráu salati t.d. gulróta eða gulrófusalati. Eggjakaka með afgöngum. 3 egg, % dl hveiti, 4 dl mjólk, V> tesk. salt, 1 msk smjörlíki. Afgangar frá miðdegisverðinuin eru oft það litlir að þeir nægja varla í aðra máltfð, þá er oft ágætt að drýgja með eggjaköku, sem búin er til á eftirfarandi hátt: Eggin eru þeytt með saltinu. Iíveitinu og mjólkinni hrært saman við. Smjörlikið brætt á pönnu, deig- inu hellt á og steikt við hægan hita, pikkað með gaffli öðru hvoru. Þegar kakan er bökuð er lienni rennt yfir á lieitt fat. Afgangarnir sem áður liafa verið hitaðir'eru látn- ir á annan lielming kökunnar og liinn helmingurinn brotinn yfir. Þannig er ágætt að hagnýta t.d. kjöt, fisk og grænmetisafganga. — Einnig er gott að steikja reykt flesk og nota sem fyllingu í kökuna. Fugl. Hér kemur gott leikfang fyrir yngstu meðlimi fjölskyldunnar. Fugl, heklaður úr hvítum eða gul- um garnafgangi. Saltfiskafganga er hægt að hag- nýta á eftirfarandi hátt: 250 gr hreinsaður, káldur fiskur, (i msk. hveiti, 4—5 dl mjólk, 2 egg, krydd (pipar og múskat), brauðmylsna. Hveilið er hrært út með mjólkinni og suðan látin koma upp, soðið þar til jafningurinn er þykkur og laus við sleif og pott ca. 3—5 mín. Kælt. Eggjarauðunum er hrært í einni og einni. Kryddað eftir þragði. Fiskinum hlandað saman við og síðan stífþeyttum hvítunum. Fitjið upp 20 I. og heklið fasta- hekl 10—12 umf. Heklið þá hálsinn 3—4 I. og 5—6 umferðir, fitjið upp 3 1. i viðbót og heklið hausinn áfram 4—5 umferðir. Heklið síðan stélið 5—6 1. á hin- um endanum og minnkið um 1 1. í hverri umferð þar til 1. eru 2—4, klippið þá á garnið. Fitjið upp 8 1. og heklið vænginn 7—8 umf., — minnkið um 1 1. í hverri umferð þar til 1. eru 2—4. Heklið annan væng eins. Heklið annað stykki af fuglinum á sama hátt og gangið frá fíllum endum. Leggið nú þessi 2 stk. saman og heklið með fastahekli í kring, skilj- ið eftir dálitið op og fyllið með bóm- ull, heklið síðan yfir opið. Saumið vængina fasta. Klippið út stjörnulaga stk. úr rauðu fílti og saumið föst, sem fæt- ur. Klippið einnig út keilu- og hringlaga stykki og saumið föst sem gogg og augu báðum megin. —O— Húfa. Hér kemur mjög hlýleg húfa fyr- ir ungbörn. Fitjið upp 94 I. á prj. nr. 2lí> og l)rj. brugðning 1 1. sl. og 1 1. hr. 7 cm. Takið þá prjóna nr. 3 og prjónið með ljósbláu garni 2 umf. sléttprjón. Prjónið síðan með hvítu garni 2 umf. sléttprj. og síðan mynztur, sem prjónast þannig: 1. umf. * 5 1. sl., 1 1. br., endurtakið frá # til * umf. á enda og endið með 4 I. sl. 2. umf. * 4 1. br., 2 I. sl„ endurtakið frá * til * umf. á enda og endið með 4 1. br. Endurtakið síðan þessar tvær umf. og myndið þannig mynztrið. Prjónið þar til stk. mælist 14 cm frá uppfitjun. Fellið þá af (i 1. í livorri hlið í annarri hv. umf. 5 sinnum. Prjónið þá 34 miðlykkjurnar brugðning á prj. nr. 2’/i og takið 1 1. úr hvorri hlið í 8. liv. umferð. Þegar þetta stykki er jafnlangt og affelldu hliðarstykkin er fellt af. Trefillinn: Fitjið upp 50 1. á prj. nr. 3 og prj. brugðning 3 cm. Takið þá blátt garn og prj. nr. 2 og prj. sléttprjón 2 umf. Takið aftur hvítt garn og prj. 1 umf. sl„ síðan brugðn- í íullri alvöru Bókin í skáp Við erum bókaþjóð, það er hvorki skrum né þjóðsaga. Við erum svo „bókhneígð“ þjóð, að við kaupum bækur einungis til þess að eiga þær, þótt við vitum, að við höfum aldrei tíma til að lesa þær, svo framarlega sem við verðum ekki fyrir ]>eirri óheppni að liggja rúmfastir um lengri tinla. Sumir kalla þetta snobb og gullrassamont, og á stundum er það líka eitthvað i þá áttina. En það er þá líka snobb vegna þess, að þeir nýgróðamenn, sem fylla hillur á heimilum sínum af „fín- um“ bókmenntum í skinnbandi vita, að bækur og bókamenn eru i hávegum liafðir af þjóðinni. 'Þýzkum, bandarískum, brezkum — jafnvel sænskum, norskum eða dönskum nýgróðamanni mundi varla eða ekki koma til hugar að grobba eða snobba á þann liátt. Þetta er sem sé samþjóðlegt snobb, og ekki aðeins ákaflega saklaust í sjálfu sér, heldur og gagnlegt, því að það gerir bækur að fínni söluvöru. En svo er það fjöldi manna, sem ekki hafa af neinum auði að grohha og algerlega lausir við allt lista- og menntasnobb, sem allt að því safna bókum, án þess þeir hafi tima til að lesa þær, og vita að þeir hafi aldrei tóm til þess. En þeir kaupa bækur Bergþóra skriiar u Gift útl „Aldrei mundi ég þora að giftast útlendingi! Og ég segi það satt, að ég skil ekkert í henni að leggja út í slíka tvísýnu — en hún hefur alltaf verið haldin einhverri ævin- týralöngun . . .“ Þáð var verið að ræða um unga stúlku, sem heitbundizt hafði er- lendum manni, hugðist nú giftast honum og flytjast með honum heim til ættlands hans. Að giftast útlendingi . .. þrátt fyrir auknar samgöngur og aukið samband við útlönd, lætur það ?nn í eyrum margra sem hættulegt ævintýri. Víst er um það, að hrakspár skort- ir yfirleitt ekki, en hvað þetta snertir hafa þær þó ef til vill við nokkur rök að styðjast. Það er og verður alltaf áhættu- samt ævintýri að binda örlög sín manni af öðru þjóðerni og setjast að í öðru landi, þar sem öll menn- ing og siðvenjur eru viðkomanda framandi. Margar stúlkur eru svo skammsýnar, að þær álíta að slíkt hjónaband hafi svo margt „spenn- andi“ í för með sér. En hversdags- leikinn er aldrei spennandi, ekki heldur í framandi landi. Og sam- hæfniskröfur þær, sem slíkt hjóna- band gerir óhjákvæmilega til stúlkunnar, verða að sjálfsögðu 24 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.