Vikan


Vikan - 25.01.1962, Page 30

Vikan - 25.01.1962, Page 30
Hér eru sýndar myndir af nýjustu kvenfatatízkunni. Fremst til vinstri er höllenzkur tvískiptur kjóll úr terylen efni, með plíseruðu pilsi. Þennan kjól má þvo. Verð er aðeins kr. 1250,00, en hoTlenzkir kjölar kosta frá kr. 750,00 til 1500,00. Næst er amerísk úlpa úr riffluðu flaueli, með viðan og stóran kraga, sem um leið er hetta. Úlpan er rauð að lit, en sá litur er nú þegar orðinn mjög vinsæll erlendis og á sjálfsagt eftir að ryðja sér til rúms hér heima á næstunni. Hér að neðan er samkvæmis- eða cocktailkjóll, með einlitu, hvítu tyllpilsi. Blússan er úr svokölluðu Lurex-efni, og i þvi eru silfurlitir málmþræðir til skrauts. Kjólar svipaðir þessum eru nú mjög i tízku í Bandaríkjunum. Þá er enskur síðdegiskjöll úr rósóttu úllarefni. Blússan er víð og mittislínan er aðeins fyrir neðan mitti. Samkvæmiskjólar með svipuðu sniði og sá, sem er á næstu siðu, ryðja sér nú mjög til rúms bæði í Ameríku og Evrópu. Yfirleitt eru þeir mjög flegnir og baklausir, með kríölinpilsi. Þessi kjöll er úr þunnu sUMtafti. Skrifstofukjóll úr úllarefni. Hann er einlitur og mjög sléttur. Pilsið er vítt að neðan, og kemur hér greinUega í Ijós „trompetlinan“ svonefnda. Kjóllinn er einfaldur og mjög þægUegur vinnu- eða síðdegiskjóll. TIZKUVERZLUNIN 30 VIKAN j

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.