Vikan - 25.01.1962, Side 32
Hinzta stefnumótið.
Framhald af bls. 28.
hafa bókina, án þess að inna hann
nokkuð eftir hvað hann hygðist gera
við hana. Hún vildi umfram allt. að
hann dokaði við og snæddi kvöldverð
hjá sér, en hann lézt þurfa að flýta
sér og hraðaði sér heim.
Hann fann brátt nafnið, sem hann
leitaði að í bókinni. Pétur Lar-
belastier, heimilisfang í Devonshire.
Rithöndin sýndi að Jane hafði skrifað
þetta á skólaárum sínum, á meðan
hvorki hún sjálf né skriftin hafði
fengið þroska og mótun. Síðar hafði
verið strikað lauslega yfir heimilis-
fangið, en ekkert nýtt skrifað í stað-
inn. Og hann hét einmitt Pétur að
fornafni, þessi í símaskránni í Wing-
field og þar sem það lá í augum
uppi að Mark gat hvorki spurt móð-
ur Jane né systur um kunningsskap
Jane og þessa manns, var ekki um
annað að velja en skreppa til þorps-
ins og leita upplýsinga þar, svo Mark
ók þangað aftur árla næsta morguns.
Hann var staðráðnari í því en nokkru
sinni fyrr að hætta ekki fyrr en gát-
an væri leyst, enda þótti honum að
hann mundi ekki nokkurs friðar
njóta fyrr en það hefði tekizt. Jafn-
vel þótt sú lausn yrði til Þess að
varpa skugga á minningu Jane. E?f
þessi Pétur hefði óbeiniínis átt sök
á dauða hennar, skyldi hann ekki
sleppa undan hefnd, hvað sem það
kynni að kosta.
btarfsmennirnir á bensínstöðinni í
þorpinu, skýrðu Mark svo frá að
Pétur þessi ætti alifuglabýli í grennd
við þorpið; þeir gátu þess líka að
hann hefði það fyrir venju að snæða
árdegisverð í veitingasölunni í þorp-
inu, og þeir bættu því við að óvíða
fengist annar eins bjór og þar.
Um hádegisverðarbil á sunnudag
sat Mark í veitingasölunni og kneyf-
aði bragðramman bjór. Hann reyndi
að leyna óþolinmæði sinni; hlýddi á
hinn sérkennilega Sussexframburð og
virti fyrir sér þvermóðskuleg og hrjúf
andlit gestanna umhverfis sig. Og
einmitt í þann rnund, sem hann var
farinn að örvænta um erindi sitt,
heyrði hann þernuna segja: ,,Góðan
dag, Larbelastier .., þetta venju-
lega?“
Gesturinn var hinn vörpulegasti
maður, á aldur við Mark Willaston
klæddur leðurtreyju og vaðmálsbux-
um; ef öðruvísi hefði staðið á, mundi
Mark hafa litizt vel á manninn. Hann
virtist líka vihsæll þarna, því að
honum var vel fagnað, og brátt var
það hann, sem tók forystuna í sam-
Eg vil verða brunamaður þegar ég
er orðinn stór.
32 TIKAN
ræðunum. Mark reyndi að blanda sér
í hópinn og leggja orð í belg í Því
skyni að fá tækifæri til nánari kynna,
en svo var að sjá sem hinn veitti
því athygli og væri var um sig. Loks
ákvað Mark því að ganga beint til
verks. „Fyrirgefið, að ég skuli hafa
horft svona á yður?“ mælti hann,
„en voruð það ekki þér, sem ég sá
fyrir nokkru síðan í fylgd með Jane
Willaston ?“
„Nei, það var ekki ég,“ svaraði
maðurinn stuttur i spuna, „og jafn-
vel þótt svo hefði verið, kæmi yður
það ekki við. Eruð þér kannski þessi
náungi, sem hefur verið að forvitn-
ast um mig hjá þeim á bensínstöð-
inni?“
Að undanförnu hafði hugsun Marks
ekki verið eins hröð og skýr og ann-
ars, ella mundi hann hafa orðað
svarið á annan hátt. „Já,“ sagði hann.
„Er það kannski lagabrot?”
„Hver ertu, og hversvegna ertu með
þessa forvitni? Spurðu þess, sem þig
fýsir að vita og komdu þér svo á
burtu."
„Þér þekktuð þá ekki Jane
Willaston?" spurði Mark enn. „Ein-
kennilegt hvernig yður verður við
spurninguna ...“
Samræður hinna gestanna höfðu
nú þagnað, því að allir hlustuðu á
orðskipti þeirra. Raddhreimurinn, og
ekki hvað sízt Það, að nafn konu
blandaðist í talið, vakti nokkra von
um að ef til vill væri hressilegt handa-
lögmál þarna á næstu grösum, sem
mundi kærkomin tilbreyting frá
sunnudagsdeyfðinni. „Vantar ykkur
hólmgönguvitni ?“ kallaði einn í
hópnum.
„Ef þið þurfið að slást, skuluð þið
gera það utanhúss", varð veitinga-
manninum að orði.
„Jane Willaston?" endurtók kona
ein spurnarrómi. „Hvar hef ég heyrt
það nafn áður?“
Spennan jókst ósjálfrátt, Larbelasti-
er sneri sér að Mark, reiðilegur á
svipinn. „Annað hvort hefurðu sagt
of mikið eða ekki nógu mikið“, mælti
hann svo hátt að allir máttu heyra.
„Eftir hverju ertu að slægjast? Láttu
það koma. Mig langar ekki til að
verða sífellt að svara spurningum
konu minnar næstu vikurnar um
þessa Jane, eða hvað hún nú heitir.
Georg Larbelastier heiti ég — hvað
heitir þú?“
„George Larbelastier . . . ekki Pét-
ur“, mælti Mark lágum rómi. ,,Mér
þykir fyrir þessum misskilningi mín-
um. Mark Willaston heiti ég . . . og ég
bið afsökunar".
„Það er faðir minn, sem heitir Pét-
ur“, svaraði Larbelastier, og var nú
ögn mýkri á manninn, þar sem helzt
virtist um heiðarlegan misskilning að
ræða. „Ef til vill get ég orðið yður
eitthvað að liði. Ég á líka bróður,
sem heitir Pétur, en hann fluttist til
Nýja Sjálands . . . Er eitthvað að
yður?"
Mark varð að gripa báðum höndum
um borðröndina til að verjast falli.
I-Iann snarsvimaði; tveir af gestunum
urðu til að styðja hann út, og hann
heyrði konuna segja, um leið og hann
reiliaði á milli þeirra út gólfið: „Jane
Willaston — nú man ég það. Unga
konan sem fórst í bilslysinu hérna við
vegamótin hét einmitt því nafni.
þetta er sennilega eiginmaður henn-
ar“. —
„Vesalings ræfillinn", varð manni
hennar að orði. „Sennilega hefur það
fengið meira á hann, en hann hefur
þolað“.
E'ftir nokkra stund var Mark orð-
inn svo hress að hann treysti sér til
að leggja af stað. Hann heyrði orð
mannsins fyrir eyrum sér. Var sorgin
að gera hann sturlaðan? Slíks voru
dæmi.
Bíll stóð fyrir utan húsið þegar
hann kom heim aftur. Það voru ung
hjón, sem fasteignasalinn hafði sent á
fund hans, og þau báðu mjög afsökun-
ar á því, að þau skyldu koma á sunnu-
degi til að skoða húsið, en það væri
eini dagurinn, sem þau væru laus frá
störfum. Þau athuguðu allt vel og
vandlega og skrifuðu öðru hverju eitt-
hvað sér til minnis, og þegar þau
kvöddu að nærri klst. liðinni, létu Þau
i ljós að þeim hefði litizt vel á húsið
og kváðust mundu leggja fram tilboð
næsta dag.
Það var ekki fyrr en þau óku á
brott að Mark fór allt í einu að fá
eftirþanka. Ef hann seldi húsið, væri
síðasti hlekkurinn milli hans og Jane
þar með brostinn, og hvernig mundi
honum þá verða við? Þau höfðu lag-
fært húsið í sameiningu eigin hendi,
keypt húsgögnin í sameiningu smátt
og smátt hjá fornsölum víðs vegar
á Suður-Englandi. Þeim hafði verið
þetta hjartfólgið starf — Það hafði
legið ást þeirra næst. Og nú var hann
að þvi kominn að afsala öllu því í
hendur bláókunnugu fólki. Var þetta
ekki í sjálfu sér tryggðarof við minn-
ingu hennar?
En um leið varð honum ljóst hve
einmitt henni sjálfri mundi hafa fallið
illa hvernig hann tók harmi sínum.
Honum varð litið á visin blóm í vasa
á borðinu; hann brá við, fleygði
blómunum, fór út í garðinn og tíndi
ný, sem hann setti í vasann eftir að
hann hafði skipt um vatn í honum.
Þykkt ryklag lá á öllum hlutum,
Klukkan var útgengin. Sigarettu-
stubbarnir lágu í hrúgum á arinhell-
unni; einn hafði meira að segja lent
utan við hana og sviðið persnesku
gólfábreiðuna, sem þau höfðu haft
samráð um að kaupa í staðinn fyrir
kæliskápinn, þar sem þau höfðu þá
enn ekki ráð á að kaupa hvort
tveggja. Það lá við að hann kveinkaði
sér, þegar hann gerði sér grein fyrir
því hve allt þetta sinnuleysi var and-
stætt því, sem Jane mundi hafa kosið.
Hann kepptist við það næstu
klukkustundirnar að koma öllu aftur í
sem bezt horf, síðan bar hann á borð
einfalda máltíð fyrir sig einan, og
minntist þess þá, að í rauninni var
það fyrsta máltíðin, sem kallazt gat
að hann hefði neytt síðan hún lézt.
Þegar hann hafði matazt, hélt hann
aftur út i garðinn og reyndi að koma
einhverju skipulagi á hugsanir sínar.
Og hann mátti varla hlátri verjast
þegar hann stritaði við það stundum
saman að koma öllu í horf inni í
húsinu, sökum þess að hann hafði
kennt samvizkubits vegna þess að
hann hefði brugðið trúnaði við minn-
inguna um Jane — en um leið hafði
hann ekki fundið til minnsta sam-
vizkubits vegna þeirra trúnaðar-
brigða, sem voru þó margfalt alvar-
legri, og hann hafði gert sig sekan
um Hafði hann ekki eitrað líf sitt
meö tortryggni i garð hennar lát-
innar, haft hana grunaða u:n skamm-
arlegasta athæfi, og það éinungis fyr-
ir þá lítilfjörlegu átyllu, að hann gat
ekki komizt að raun um hvaða erindi
hún hefði átt til Wingfield þennan
örlagadag? Voru það þá launin, sem
hann galt minninguna um þriggja ára
hjónabandshamingju, tryggð og gagn-
kvæman trúnað? Hafði hún nokkurn-
tíma aðhafzt nokkuð það sem réttlætti
að hann æli með sér slíkar grun-
semdir í hennar garð, enda þótt hann
fengi ekki vitað hvernig á því stóð,
Morðið í kvikmynda-
verinu — LAIJSN
Lausn: Samkvæmt því sem leik-
sviðsstjórinn hafði sagt, átti Bruel
að vera klæddur sem Marzmaður,
er hann kom inn á sviðið. Samt sem
áður er hann í sínum venjulegu föt-
um, eftir að kvikmyndatakan er
þegar hafin. Hann hlýtur þess vegna
að hafa vitað að atriðið, sem hann
átti að leika í, yrði ekki myndað,
og þess vegna mundi hann ekki þurfa
á búningnum að halda.
að hún ók þessa leið? Spurningin svar-
aði sér sjálf og á þann hátt, að hann
fann til sárrar blygðunar.
Hann heyrði kvöldklukkum hringt
i fjarska, reis á fætur og gekk inn.
Það var læst skúffa í dragkistu Jane,
sem hann hafði ekki enn fundið neinn
lykil að. Hver veit nema þar væri að
finna einhverja þá vísbendingu, sem
honum mætti koma að gagni. Hann
braut upp læsinguna með klaufjárni
og dró út skúffuna, og það fyrsta,
sem hann kom auga á, voru bréfin,
sem hann hafði sjálfur skrifað Jane
áður en þau giftust, bundin saman
í knippi. Ekki var neitt grunsamlegt
við þann fund. Svo fann hann dagbæk-
ur — þær fyrstu voru skrifaðar með-
an Jane var enn i skóla, sú siðasta
náði allt til dagsins áður en hún fórst
í slysinu.
Hann þurfti ekki að athuga þessar
dagbækur lengi til Þess að sannfær-
ast um að Jane hafði verið honum
trú, því að þeim bar i öllu nákvæm-
lega saman við það, sem hún hafði
sagt honum sjálf. Öll frásögn hennar
bar því ótvírætt vitni að henni var
heiðarleiki og hreinskilni, jafnvel
gagnvart sjálfri sér, í blóð borinn en
ekki nein sýndarmennska. Sérhver
lína sannfærði hann um hversu írá-
leitt það var, að hafa hana grunaða
um óheilindi eða tvöfeldni í fram-
komu sinni og breytni. En engu að
síður fóru hugsanir hans alltaf sama
hringinn, eins og þegar villtur maður
gengur i sína eigin slóð — hvaða er-
indi gat hún hafa átt til Wingfield
Þennan dag?
Og svo gerðist Það, að setning, sem
hún hafði skrifað í dagbók sína þann
27. júli, daginn áður en slysið varð,
varð til þess að magna kvöl hans
aftur um allan helming og ofurseldi
hann grun sínum og tortryggni: „G.H.
kl. 9:30 í morgun. Ég er þess fullviss
að Mark grunar ekki neitt".
Annað var ekkert markvert að finna
í skúffunni. Á borðinu framnti í and-
dyrinu lágu nokkur bréf, sem Mark
hafði ekki haft sinnu á að opna. Flest
af þeim reyndust vera reikningar, en
meðal þeirra lá bréf til Jane í þykku
umslagi, merkt „Einkamál". Hann
opnaði það í umslaginu lá bankabók
Jane. Fyrir tveim árum hafði hún
crít sex hundruö sterlingspund eftir
frænku sína, og eins og bankabókin
sýndi, liafoi hún ekki hreyft við beirri
upphæð — fyrr en þann sarna dag og
slys'ð varð, en þá hafði hún tekið út
fir’mtíu sterlingspund.
Mark rainntist þess, að ekki höíðu
verið nema nokkrir smápeningar í
tösku hennar, þegar honum var af-
hent hún i sjúkrahúsinu. Tii hvers
hafði hún notað alla þessa peninga?
E'ða gat átt sér stað að þeim hefði
verið stolið úr töskunni? Og að því
slepptu — hvað hafði hún eiginlega