Vikan


Vikan - 25.01.1962, Síða 36

Vikan - 25.01.1962, Síða 36
og það var orðlagt hvað hann var ævinlega hjálpsamur við byrjendur. En hann fylgdi einni ófrávikjanlegri starfsreglu — hann vann aldrei leng- ur í kvikmyndaverinu en til klukkan fimm síðdegis, enda þótt flestir ynnu þar til sex eða fram á kvöld. Aftur á móti hafði hann ekkert á móti því að hefja vinnu fyrr á morg- anna, og hann kvartaði aldrei þótt hann yrði að leika í fleiri atriðum en tilskilið var. En klukkan fimm var starfinu lokið hvað sem hver sagði, þá hélt hann heim til fjölskyldu sinn- ar og dvaldist hjá mér og börnunum það sem eftir var dagsins. Þessi skii- yrði tók hann alltaf skýrt fram við kvikmyndaframeiðendurna um leið og samningar voru gerðir, svo þetta kom aldrei þeim að sök. Samstarfsmenn- irnir sögðu í glettni, að hann hætti alltaf klukkan nákvæmlega tvær mín- útur yfir fimm. Oft gaf hann sér ekki tíma til að ná af sér andlitsfarð- anum eða fara úr gervinu, áður en hann stökk upp i litla sportbilinn sportbílinn sinn og ók af stað til Ehc- inobýlisins. Honum þótti mjög vænt um þennan litla sportbíl sinn. Börnin hlökkuðu ekki síður til þess að hann kæmi heim, en hann að koma heim. Á meðan Þau voru yngri, var það venja þeirra að fara með litlu stólana sina út að tröðinni og sitja þar þangað til hann kom. Þau sáu til ferða hans af rauða ljósinu, sem kviknaði yfir hliðinu þegar það var opnað, og gáfu honum varla tíma til að stiga út úr bilnum áður en þau voru komin upp i fangið á honum. Þá var það venja hans að lyfta Bunker á háhest og taka Jóhönnu á bak sér, og Þannig bar hann þau bæði heim að húsinu. Þegar börnin eltust, breyttist þetta nokkuð. Bunker hóf unglinganám í herskóla fyrir utan borgina, og kom Þá stundum ekki heim fyrr en á eftir stjúpa sínum. Þegar Bunker kom heim í skólaeinkennisbúningnum í fyrsta skipti, gaf stjúpi hans honum óðara gælunafnið ,,hershöfðinginn“. Bunker varð það venjulega fyrst fyrir þegar hann kom heim úr skóianum, að líta inn í eldhúsið og forvitnast um hvað við ættum að borða I kvöldverð. En um leið og hann heyrði rödd stjúp- föður síns inni í setustofunni, var hann þotinn Þangað til að heilsa hon- um. Það var þá venja hans að hlaupa að bakinu á stólnum, sem Clark sat i, taka stökk upp á herðar honum og standa svo á öxlum hans. Framhald í næsta blaði. Við verðum að spara Framh. af bls. 8. — Nei, nei, — þetta hlýtur að vera einhver pest. — Jæja, kannske, segir Kalli, og á bógt með að leyna vonbrigðum sinum, hann er nefnilega afskaplega mikið fyrir börn. Um morguninn, ber ég mig svo aumlega að Kalli fær lánaðan sima til að hringja á skrifstofuna og biðja um fri. Um hádegið er ég búin að fara tvær ferðir á klósettið, og mér liður hræðilega illa. Kalli vesalingurinn verður að gera allt. Klæða tviburaná og þann litla, gefa þeim öllum að borða, ég hef auðvitað ekki lyst á neinu. Næsta dag er ég miklu hressari, en ég er ákaflega máttlaus, og Kalli segir að ég sé mjög föl og guggin, hann bókstaflega neyðir mig til að liggja í rúminu. Ég er þó ekki svo „veik“, að ég geti ekki gætt barnanna meðan Kalli fer út í búð, þvi eins og ég sagði áður, vantaði allt mögulegt i búrið. Kalli hafði skrifað langan lista yfir allt sem ég mundi eftir, auk þess sem hann bætti við hinu og þessu, sem honum sjálfum datt í hug. — Við verðum að fá eitthvað gott að borða eftir þetta allt saman, segir hann, og ég viðurkenni að ég er sársvöng. Kalli segist líka hlakka mikið til að fá mat, með öðrum orðum, allt virðist ætlá að fara samkvæmt áætlun, og ég bið alsæl, heimkomu eiginmanns mins. Og loks kemur hann rogandi með fulla töskuna og úttroðinn poka að auki. — Jæja, segi ég hress í bragði. — Hvernig gekk? — Auðvitað bölvanlega, segir hann og sé strax að barómetið stendur á dimmviðri. — Nú, hvað kom fyrir? spyr ég. — Hvað kom fyrir, ja, hvernig þctta kvenfólk getur spurt, maður skyldi halda að þú hefðir aldrei farið í búðir til að kaupa í matinn. — Nú, áttu við dýrtiðina, segi ég sakleysislega. — Ég hef margoft sagt þér, að maður fær bókstaflega ekkert fyrir hundrað krónur. — Hundrað krónur, nei, Væna mín, segðu heldur þúsurid krónur. Þetta smáræði hérna i pokanum og töskunni kostar hvorki meira né minna en 678 krónur og 95 aura. Það sér liklega hver heilvita maður að svona nokkuð getur ekki gengið. Við verðum að reyna að spara meira væna mín. En nú þoldu taugar mínar ekki meira að sinni. Þetta var þá allt og sumt sem ég hafði upp úr öllu braskinu. Bara spara, og spara. Ég er næstum farin að hreyta út úr mér einhverjum ónotum, en kem þá auga á spaugilegu hlið þessa máls, og rek upp skellihlátur. Kalla krossbregður og spyr hvort eitthvað sé að mér. — Nei, segi ég, — mér hefur eiginlega aldrci liðið betur á ævinni, ég er bara óttalega svöng. — Auðvitað, Ella mín, nú skal ég drifa mig. Og nú er Kalli hættur að reykja pípuna, reyktóbakið kostar sem sé líka peninga. Aumingja Kalli, ég sárvorkenni honum, hann hefur fengið sér aukastarf á skrifstofu frá 5—7 á kvöldin og frá 1—5 á laugardögum. Samt sem áður gefur hann sér tima til að semja nýjar og nýjar sparnaðaráætlanir sökum vaxandi dýrtíðar. Þegar hann lœt- ur mig hafa matarpeningana segir hann og brosir afsakandi: — Elskan, þetta er lítið, en held- urðu ekki við reynum að láta það duga. Það var herra Jensen eða Sören- sen sem sagði við sina frú: — Gjörðu svo vel, hérna eru matarpeningarn- ir, þetta verður vist fljótt að fara, en þá færðu bara meira. En samt vildi ég ekki skipta við frú Jensen eða Sörensen. Þráðarspottinn Framh. af bls. 27. upplýsinga varðandi venjur Önnu og háttu, og varð ekki annað séð, en að hún hefði lifað næsta hljóð- látu og reglubundnu lifi eftir að hún hvarf að heiman frá eiginmanni sinum. Vinnu sína hafði hún stund- að af kappi og áhnga, og þeir 'fáu vinir, sem hún átti að þvi er vitað varð, voru að áliti lögreglunnar hafnir yfir allan grun. — Við verðum að komast yfir eitthvað, sem veitt getur okknr nokkra visbendingu, sagði Mc- Allister, — einhverja sönnun. Hann ákvað að takast enn eina ferð á hendur á morðstaðinn. Enda þótt sérfræðingar lögreglunnar hefðu þegar leitað þar vandlega, ól Mc- Allister enn með sér þá von, að þar kynni að leynast eitthvað það, sem máli skipti. En það var Utið útlit fyrir að honum ætlaði að verða að þeirri von sinni. Eanga hrið gekk hann fram og aftur um rjóðrið, án þess hann sæi þar eða fyndi nokkuð at- hvglisvert. Þarna var kafgras, og á einum stað lágvaxinn þyrnirunni. Þessa leið ætti morðinginn að öllum líkindum að hafa gengið til sjávar. tnutaði McAllister og gekk hægum skrefum effir slóðinni, sem lá niður að flæðarmálinu. Skvndilega nam hann staðar hjá hyrnirunnanum, laut niður og at- hugaði hann gaumgæfilega. Á hvrni- broddunum, sem næst lágu götuslóð- annm, hjengu örlitlir þráðarspott- ar, sem að þvf er virtist höfðu rak- izt úr einhverju klæði. Hann gerði ti’raun með að láta yfirhöfn sina striúkast við þyrnibroddana, jú — það bar ekki á öðru, en að þar sátu úrraksþræðir eftir. Kannski hafði hnnn fundið þarna einmitt það, sem hann leitaði að? Hann tók þráðar- spottana, sem hann hafði komið auga á, með ýtrustu gætni af þyrni- broddunum og lagði þá i veski sitt. Þegar hann kom heim aftur, sendi hann þá tafarlaust til sérfræðing- anna i rannsóknardeildinni. Nokkru siðar barst honum til- kynning um niðurstöður þær, sem rannsókn sérfræðinganna hafði leitf i Ijós. Þráðarspottarnir sýndu sig vera tír klæði, sem notað var t yfirhafnir og yfirfatnað hermanna, og þá einnig þeirra, sem höfðu vörzlu i birgðaafgreiðslum hersins. Frekari rannsókn leiddi enn í Ijós, að þráðarspottarnir gætu sem bezt verið úr einmitt þeim klæðisströng- um, sem einkennisbúningar varð- manna i birgðaafgreiðslunni á St. Thomas höfðu verið saumaðir úr. Hugh Newell var enn stefnt til yfirheyrslu. Einkennisklæðnaðir hans voru rannsakaðir, og sérfræð- ingarnir lýstu að þvi loknu yfir þvi, að þráðarspottarnir væru einmitt úr þeim einkennisklæðnaði, sem hann reyndist hafa horið það kvöld, sem morðið var framið. Og nú kom enn fleira í ljós, sem benti ótvírætt til þess að Newell væri sekur um morðið — í uppbrotunum á buxna- skálmunum á þessum einkennis- búningi hans fundust fræagnir jurta, sem eingöngu vaxa í Centre Tsland á þéssum slóðum. Og þegar allar þessar staðreyndir lágu fyrir, sá Newell sér með öllu þýðingarlaust að þræta lengur fyrir morðið á eiginkonu sinni. Réttar- höldin vöktu gifurlega athygli i Kanada. Newell var dæmdur til dauða. ~k Stóll Framh. af bls. 16. vinstri að efsta horni til hægri. Þegar niðursöguninni er lokið tekur við bor- unin á götunum með 5 mm millibilt, sem nælonlínan er þrædd gegnum, og holunum, sem efri enda fótanna er stungið upp í. Að sjálfsögðu verður að vanda borunina svo hvergi flísist úr. Svo er það samlímingin og fágunin. Og þegar nælonlínan hefur verið þrædd í og strengd og fæturnir reknir upp í holur sínar — sem verður að gerast með gát, svo harðviðurinn rifni ekki, er viðurinn lakkaður — og stóll- inn tilbúinn. Sæti — gerið svo vel. Bólstrunin er bæði fljótleg og ódýr. Nælonlínuna má svo strengja þegar fer að togna á henni. Gott er að nota sessu úr svampplasti í sætið. Auðvitað þarf að mæla vel fyrir hall- anum á holunum, sem fótunum er stungið upp í, og hafa fulla aðgæzlu við að ganga frá þeim, svo harð- viðurinn rifni ekki. yg VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.