Vikan


Vikan - 25.01.1962, Blaðsíða 39

Vikan - 25.01.1962, Blaðsíða 39
Hafa ekki allir orðið fyrir þvi einu sinni eöa oftar á lífsleiðinni að vera gripnir þunglyndi? Skapið kann að vera heldur slæmt dag og dag; og yfirleitt gerum við okkur fulla grein fyrir þessu þunglyndi okkar. Ef tii vill finnst okkur við kúguð af okkur æðri manni, kannski er það skatt- urinn, sem angrar okkur ... já, ástæður til þunglyndis geta verið ó- teljandi. Hins vegar getur gripið mann þung- lyndi, án þess að maður geri sér minnstu hugmynd um hvers vegna. Manni finnst allt ganga á afturfót- unum. Það er eins og orsökin búi hið innra með manni. Til allrar hamingju líða slík þung- lyndisköst yfirleitt frá áður en langt um líður; skapið kemst í samt lag, að það sem áður hefur verið okkur Þrándur í Götu, virðast nú smámunir einir saman. Við sjáum, að margir meðbræður okkar þjást mun meir en við sjálf, og að jafnvel þetta fólk hefur sigrazt á örðugleikum sínum og sætt sig fyllilega við tilveruna. Því miður eru ekki allir þessari gáfu gæddir. Sumir eru að eðlisfari þunglyndir og svartsýnir og koma ekki auga á Ijósu hliðar tilverunn- ar. Það er einhver innri drungi, sem hrjáir þetta fólk, og það er sífellt í þungu skapi. Til þess að bæta gráu ofan á svart, getur margskonar utan- aðkomandi mótlæti vaxið Því svo í augum, að það finnur engan tilgang með tilverunni. Yfirleitt eru það einmitt smámun- ir, sem angra hinn þunglynda. Hins vegar geta sorglegir atburðir, eins og vinarmissir, orðið til þess að þung- lyndi grípur menn. En oft virðist sem svo, að ekkert utanaðkomandi valdi þessum langvarandi lífsleiða og drunga. Það er eins og sumir séu gripnir þunglyndi, á svipaðan hátt og sumir fá kvef við minnsta kulda- gust. Þunglyndi er sjúkdómur. Þunglyndið er yfirleitt hvað verst á morgnana. Sjúklingurinn fer sér einkar hægt í öllu, sem hann tekur sér fyrir hendur, auk þess sem hann hugsar einnig hægt og talar hægt í samræmi við hugsunina. Það er eins og verði að draga út úr honum hvert orð. 'Sjúklingurinn getur ekki hugsað um annað en sorglega hluti og lítur oftast á sjálfan sig sem auman synd- ara, ásakar sjálfan sig í sífellu eins og versti meinlætamaður. Oft ímynd- ar hann sér, að hann hafi framið eitthvert afbrot, sem auðvitað er hug- arburður einn. Sjúkdómurinn getur enn versnað, þannig að sjúklingurinn verður algerlega sljór og skynjar naumast hvað gengur á i kringum hann. Á vissan hátt er þetta stig heppi- legt, þar eð þunglyndissjúklingar eiga það mjög oft til að vilja fremja sjálfs- morð, en þessi sljóleiki deyfir einnig þá löngun. Það er sagt, að þeir, sem hóta þvi að fremja sjálfsmorð, séu þeir, sem ólíklegastir eru til þess að gera það. Þetta kemur ekki fyllilega heim, þvi að margir þeir, sem fremja sjálfsmorð, IIEILSUPAR OG LÆKNINGAR Aöeins eitt ráö ... Það óhugnanlegasta við þunglyndi — þ. e. a. s. sjúklegt þunglyndi — er að sjúklingurinn kann aðeins eitt ráð við því. dauðann. Ef móðir eða faðir þjást af þunglyndi, eru börnin þeim mikið vandamál. E’r nokkur ástæða til þess að þau lifi í þessum hræði- lega heimi? Þetta getur endað með morði ofan á sjálfsmorðið, sem stundum verður ekki annað en sjálfs- morðstilraun. En eins og gefur að skilja, gerist slíkt aðeins ef Þung- lyndið er komið á háalvarlegt stig. Þar eð þunglyndissjúklingurinn á sér sífellt þá hugsun að fremja sjálfs- morð, verður að gæta hans vendilega. Þunglyndissjúklingar eiga því oft heima á sérstökum hælum, því að heima víð geta þeir tekið upp á því að drekkja sér í baðkerinu, kasta sér út um glugga, og annað það sem þeim kann að detta í hug. Og í um- ferðinni er þunglyndissjúklingurinn auðvitað stórhættulegur. Þunglyndi meöal kvenna Það er einkum tvennt, sem getur valdið þunglyndi meðal kvenna. Eft.ir barnsburð getur sú breyting, sem verður á konunni orðið henni um megn. Þá er konan blóðlítil og ör- magna, og öll sú spenna og eftir- vænting, sem fylgir barnsburði, tekur auðvitað á taugarnar. Þetta getur orðið til þess að þunglyndi grípur konuna, og þetta þunglyndi getur hrjáð hana i jafnvel marga mán- uði. Þetta getur jafnvel orðið til þess að konan beinlínis hati afkvæmi sitt. sitt. Einnig er konunni hætt við þung- lyndi, þegar hún kemst á yfirgangs- aldurinn, þegar ýmsir kirtlar konunn- ar hætta störfum, ef svo mætti að orði kveða. Það var tvennt, sögðum við, sem gat orsakað þunglyndi meðal kvenna, en réttast væri að minnast á þriðju orsökina: þegar kona verður þunguð hættir henni stundum til þunglyndis. Þegar kona verður þunguð, geta hrjáð hana alls kyns sinnismein, en þó er þunglyndið algengast. Einkum á þetta við, ef konan hefur orðið þunguð gegn vilja sínum. Sumum konum verður það á að grípa til sjálfsmorðs, barnið i móðurkviði veld- ur sifelldum áhyggjum, og móðirin læknast ekki af Þunglyndi sinu, fyrr UNDRAEFNIÐ i Nýtt efni Þreföld ending 59 °/o Orlon & Nylon Fatag’erðin Bnrkni esew'" - Laugavegi 178. — Sími 37880. Vægt þunglyndi ... Til allrar hamingju er þunglyndið sjaldnast svona alvarlegt; en væg Þunglyndiseinkenni geta einnig verið, eða öllu heldur orðið alvarleg. 1 fyrstu veldur þunglyndið svefnleysi, höfuðverk, skorti á matarlyst og hægðatruflun. Þunglyndi sem þetta er í fyrstu álitið meltingartrufl- un, venjulegur höfuðverkur o. s. frv., en til þess að lækna slíkar þjáningar, verður fyrst að koma i veg fyrir þunglyndið, sem er hin raunverulega orsök meinsins. Ævi manna er sífellt að verða lengri. Þessi aldursaukning hefur óbeinlínis skapað nýja grein innan læknisfræðinnar: geriatri eða elli- sjúkdómafræði. Einmitt meðal gamal- menna ber talsvert á þunglyndi, sem lýsir sér á ótal mismunandi vegu; fólkið verður nöldurgjarnt, hrætt við minnsta tilefni, óttast sífellt að verða fátækt og þar fram eftir göt- unum. Læknar kunna ýmis ráð við slíku þunglyndi, enda þótt sum til- felli séu nær ólæknandi. Auk hinnar gömlu lost-lækningar ,hafa nú verið fundin upp alls kyns lyf gegn sliku þunglyndi. tala einmitt um það, áður en þeir láta til skarar skriða. Margir þeir, sem Þjást af þunglyndi þjást af skynvillum; þeir heyra alls kyns raddir, sem gagnrýna og álasa þeim sjálfum. Þunglyndið getur leitt af sér sífelldan ótta, sem er ekki síð- ur sjúkdómur. Ósjaldan Þykist sjúklingurinn hafa misst eitthvert líffæra sinna ... til dæmis þarmana. Þetta getur valdið því, að sjúkling- urinn heldur, að það sé bæði hættu- legt og tilgangslaust að borða. en eftir barnsburð. Stundum er nauðsynlegt, að konur, sem þjást af slíku þunglyndi, dveljist á hælum. ÞUNGLYNDI GETURVERIÐ EÐLILEGT yikan 89

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.