Vikan


Vikan - 25.01.1962, Síða 42

Vikan - 25.01.1962, Síða 42
Miðnætursálumessa morðingjans. Frh. kipptist við, en lant svo höfði og svaraði titrandi rómi: — Ég bið fyrir sál gömlu kon- unnar .. . Belin leynilögreglumaður leiddi öldunginn að lögreglubilnum, sem beið þarna í grennd, og stundar- korni síðar sat hann í yfirheyrslu hjá lögreglunni. Hann játaði við- stöðulaust, að hann hefði myrt gömlu konuna. — Hún drap Pierre minn, kjökr- aði hann iágt. Pierre var mér allt í þessum heimi. Leynilögreglumanninum brá við. —- Pierre ... eigið þér við, að hún hafi myrt einhvern? — Pierre ... það var kötturinn minn, mælti Paul Binneau af djúpri alvöru og annarleg glóð tendraðist í auguin hans. Við elskuðum bæði ketti, gamla konan og ég, en hún varð samt Pierre mínum að bana. Eins og fyrr er getið, hafði Paul Binneau eitt sinn verið prestur. En hann hafði misst hempuna vegna ofdrykkju, farið á flæking og sokk- ið stöðugt dýpra og dýpra í ræfil- róm og volæði. Hann hafði sérstakt dálæti á köttum, eins og gamla kon- an, og j)að hafði meðal annars leitt tii þess, að hann gerðist tíður gest- ur i hreysi hennar. Þegar hún svo, cinhverra orsaka vegna drap þann köttinn, sem hann hafði mest dálæti á, hafði hann orðið örvita af reiði, ráðist á hana, kyrkt hana og dröslað líkinu út að járnbrautarteinunum. Þegar honum rann reiðin, iðraðist hann glæpsins og um leið fór hann a ðhafa áhyggjur af sálarheill gömlu konunnar myrtu. Fannst honum það skylda sín að biðja fyrir sál hennar; í því skyni hafði hann haldið nótt eftir nótt þangað, sem hann hafði áður skilið við lilc hennar og sungið henni þar sálumessu. Eeynilögreglumaðurinn sat lengi hljóður, þegar gamli maðurinn hafði verið leiddur á brott. Þegar allt kom til alls, gat hann ekki annað en haft samúð með þessum sjúka vesaling — morðingjanum, sem með bænum sínum fyrir sál konunnar, sem hann myrti, gerði sig uppvísan að glæp sinum. ★ Morðið í kvikmyndaverinu Framh. af bls. 1G. því hvað skeð hefði. Borgarstjórinn var þá ekki heima, en dóttir hans, sem var leikin af Louise Polkeur, var að hátta sig. Þegar hún heyrir til mannfjöldans fyrir utan húsið, flýtir hún sér út ■— og rekst þá strax á einn Marzmanninn. Hann er leikinn af Leon Bruel. Dr. Walnut og vinir hans komu eins og fyrir þá hafði verið lagt, snemma morguns til kvikmyndavers- ins, og fengu þar búninga sína. Þeir fóru þangað sem leiktjöldin voru, dulbúnir sem Marzmenn, en þar var — en það var ekki nóg með að Maja keypti þennan hræðilega hatt, heldur setti hún hann upp, og þegar hún hitti Gunnu niðri í Austur- stræti ... Guð minn góður, ég held að konsertinn sé búinn_____! 42 VIKAN leiksviðsstjórinn að leggja síðustu hönd á verk að undirbúa leiktjöldin. Aðstoðarstúlka hans, Paula Piaf, tók allt i einu eftir því að það vantaði vínflösku, sem átti að standa á nátt- borðinu. Leiksviðsstjórinn, Mark Hansen leitaði alls staðar, en árangurslaust. — Ég skal hlaupa niður í kjallara og ná í aðra, sagði snyrtidaman, Mylene, og tíu mínútum síðar var allt tilbúið til kvikmyndunar. Hurlock og dr. Walnut fylgdust á- hugasamir með myndatökunni. Lou- ise Polkeur, sem lék dóttur borgar- stjórans, var klædd nýtízku kvöld- sloppi. Hún hellti í glas sitt og drakk einn sopa. Augnabliki síðar gekk hún áleiðis til dyranna, en stanzaði svo og leit i kring um sig með angistar- svip, en féll svo á gólfið. Leikstjórinn stöðvaði þegar mynda- tökuna. — Standið á fætur, ungfrú Polke- ur, hrópaði hann . . . það á ekki að líða yfir yður fyrr en eftir dálitla stund -— þegar þér sjáið Marzmann- inn. En Louise Polkeur hreyfði sig ekki. — Það er liðið yfir hana, hrópaði hvíslarinn — er nokkur læknir staddur hér? Dr. Walnut flýtti sér til hennar og beygði sig niður. —• Hún er dáin, sagði hann. Leon Bruel settist á rúmstokkinn, þar sem hin látna leikkona hafði verið lögð. — Og rétt áður en ég átti að koma á sviðið, tautaði hann. — Þetta er hræðilegt. Mark Hansen starði á vinflöskuna og Mylene grét hástöfum. Við nán- ari rannsókn kom í ljós að það var ekki te í vínflöskunni, eins og ráð var fyrir gert, heldur baneitraður vökvi . . . — Ef á að halda þessari kvik- myndatöku áfram, sagði Hurlock, þarf að skipta um leikara í einu hlutverk- inu. Einn leikarinn á ekki heima í kvikmyndaverinu, heldur í fanga- klefa. Hver var það, sem átti að taka fastan? og hvernig gat Hurlock séð það? Horfið á teikninguna og at- hugið hvort þér getið séð það, áður en þér flettið upp á siðu 32. Hús og húsbúnaður. Framhald af bls. 10. úr múrsteini. Sá cfniviður er ekki fáanlegur hér á landi, en margir hafa flutt hann inn með ærnum tilkostnaði. Fer hann ó- neitanlega vel í kamínuvegg, en tæplega er ástæða til að leggja á sig umstang og kostnað, þegar svo ágætt efni er fáanlegt, sem áður- nefndar grjóttegundir eru. Eldfast- ur steinn í botn eldstæðisins mun vera fáanlegur hér. Það er ekki hægt að afgreiða þetta mál svo, að e-kki sé getið fyrirbrigð- is, sem stungið hefur upp kollinum einhverntíma á undanförnum árum og náð útbreiðslu þótt merkilegt megi virðast. Ég á við svonefndan rafmagnsarin; venjulegt eldstæði, nema hvað einhvers konar raf- magnsútbúnaði er komið fyrir, sem gefur hugmynd um logandi viðar- búta. Þarf varia að fara mörgum orðum um þann útbúnað. Þó kann að vera, að þeir geti notazt við hann, sem á annað borð geta sætt sig við að sýnast í stað þess að vera. GS. Syndir 8 km á dag. Framhald af bls. 17. Sundáhugi Guðmundar hófst eins og hjá öðrum, að hann varð fyrir áhrifum hjá félaga sínum, sem var farinn að iðka sund af kappi hjá Í.R. Hann fór með honum og gekk i félagið. Fyrst í stað tók hann það samt ekki mjög alvarlega, fyrr en Jónas Haildórsson fékk áhuga fyrir honum — „uppgötvaði“ hann — og tók hann í stöðuga þjálfun. Fyrstu launin voru drengjamet eftir um hálfs árs þjálfun, og síðan hafa þau hrunið hvert af öðru, en eins og áður er sagt, þá á hann íslandsmet í öllum vegalengdum skriðsunds, nema 500 metrum. Það er að segja 50 metra, 100 — 200 — 300 — 400 - 800 — 1000 — 1500 og í baksundi einnig allar vegalengdir, 50 m — 100 — 200 og 400 og einnig í flugsundi, 50 — 100 og 200. Einna værjst þykir honum um metið i 200 m skriðsunJi, cn það gefur einnig flest stig. Það met er 2:08,6 sek. Sænska met- ið í þessari grein, sem er bezt Norð- urlandameta er 2:05,9. Heimsmetið er 2:00,4 og það á Japani nokkur. Mismunur á þessum tima álítur Guðmundur að sé um það bil 11 metra vegalengd, — en það eru erf- iðir metrar. Bókin í skápnum Framh. af bls. 25. ur 1 sambandi við sérnám hans, en skemmtanafýsnin, útvarp og sjónvarp sjái svo um það, að all- ur almenningur verði ekki einu sinni læs. Máli sínu til sönnunar benda menn á það, að slík hafi þróunin orðið 1 öðrum löndum. Satt mun það vera. En þar eru forsendurnar allar aðrar. Þar hefur alþýða manna aldrei verið bókhneigð, neitt í likingu við ís- lenzka alþýðu. Og það er stað- reynd, sem ekki verður móti mælt, að enn aukum við bóka- kaupin ár frá ári. Og á meðan þeir fyrirfinnast, sem kaupa bækur, einungis til þess að eiga þær í skápnum, er víst um það, að bókhneigð þjóð- arinnar og ást á bókum, er ekki aidauða-------- -fr Drómundur. Gift útlendingi. Framli. af bls. 25. umhverfi og festa þar rætur — þá fyrst er Það timabært að taka ákvörðun. Ég held að þetta sé heilræði, sem muni koma aö betri notum en að- varanir og undrunaróp. Foreldrum finnst oft að Þau „glati“ dætrum sínum, ef Þær gift- ast útlendingum og setjast að í framandi landi. Að sjálfsögðu get- ur það verið dapurleg tilhugsun, að vita dætur sínar og dætrabörn svo víðs fjarri, að útilokað er fyrir móðurina að heimsækja þau, og þau að fylgjast með högum þess- ara ástvina sinna, en sambandið þarf þó ekki að rofna þar fyrir. Og það væri of mikil foreldraeig- ingirni að reyna að standa í vegi fyrir hamingju dætra sinna af þeim sökum. ^

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.