Vikan


Vikan - 25.01.1962, Page 43

Vikan - 25.01.1962, Page 43
K§!5u deaUMuleinM Draumspakur maður ræður drauma fyrir lesendur Yikunnar. Iíæri draumráðningamaður, Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir löngu siðan. Mér fellur hann aldrei úr minni. Mér fannst ég og systir mín vinna saman við sirkus og dag einn þegar ég kem inn í búningsherbergið mitt þá stendur þar maður og snýr í mig baki, en þegar hann snýr við þá þekki ég manninn strax og var það þá maður nokkur sem allir þekkja og flestum finnst hann mjög skemmtilegur, nema mér. En þarna í draumnum verð ég slcyndilega mjög ástfangin af þessum manni. En þegar pabbi kemst að þvi að við felhim hugi saman, þá verður hann öskuvondur og lætur klæða okkur i livíta lcyrtla, binda okkur saman og fara með okkur í flugvél með þeim ummælum að ef ást okkar stæð- ist þessa raun, mættum við gift- ast. Við stóðumst raunina og gift- umst. Jæja, eftir nokkra mánuði eignaðist ég barn og þá sagðist mað- urinn minn ætla að fara með okkur í annað byggðarlag þar sem hanu sé fæddur. Við fórum á tveim hest- vögnum. Hann á undan með barnið, en ég á eftir með farangurinn. Þeg- er við vorum búin að aka dálítið lengi og hann kominn langt á und- an þá kem ég að lítilli brú og sé þar allt blóði drifið og þá vissi ég að þetta blóð væri úr barni mínu og það vær'i dáið, en mér fannst það ekkert leiðinlegt. Jæja, þegar við komum heim til hans, þá var fólkið voða tortryggið út í mig en það lagaðist fljótlega. En það næsta sem við bar í þessum draum var að mað- urinn minn sveik mig og fór að vera með öðrum konum, en mér fannst ég standa einhvers staðar við afgreiðsluborð og liorfa á hann daðra við einhverja dömu og segi við sjálfa mig: „Ætli þettá sé nú endirinn." Mér fannst þetta ekkert' leiðinlegt heldur. Kæri draumráðandi. I nótt dreymdi mig að ég gengi langt upp í sveit og kæmi þar að húsi, sem ég kannaðist ekki við og fannst mér, sem ég ætlaði að ráða mig þar í vetur til skemmtunar kerlingu einni er þar bjó ásamt fjöl- skyldu sinni. En var ég þó ekki ákveðin, lagði kerling fast að mér að ákveða mig fljótt, en það vildi ég ekki, þar sem mér fannst að mér hlyti að leiðast þar. Þá leit ég út um gluggann og sá þá umhverfi, sem ég kannaðist við, voru þar miklir klettar og fannst mér rauðum bjarma slá yfir umhverfið. Mér fannst að ég ætti að hitta strákinn, sem ég er með kl. 9, en klukkan var hálf níu svo ég flýtti mér heim á leið. Fannst mér vegurinn mjög slæmur og steikjandi hiti, allt i einu heyri ég mikinn söng og lít upp og sé ég þá margt fólk í sundlaug, geng ég svo áfram en heyri þá að kallað er á mig og sá ég þá ljós- hærðan strák, sem sat á steini og var hann í sundskýlu, gekk ég til hans og töluðum við saman um stund, ekki þekkti ég þennan strák og hef aldrei séð hann áður. Gekk ég svo upp á veginn aftur og allt i einu eru þar komnir tveir bræður, sem ég þekki. Er við höfðum gengið nokkurn spöl spyr ég þá hvort þeir hafi ekki séð strákinn, sem ég er með. Tók ég þá skyndilega eftir því að hann gekk milli þeirra bræðra og var með vinstri hönd i fatla og vafða í sárabindi og var bindið blóð- ugt fremst á hendinni. Indíánamóðir. Svar til Indíánamóður. Fyrsti hluti draumsins, þar sem þú gengur til fundar við kerlingu, þá sem þú svo nefndir bendir til að þú munir binda þig í ná- inni framtíð í ástamálunum. A því getur þó orðið dráttur. Hinn rauði bjarmi uhverfisins bendir til að það samband gæti orðið nokkuð átakasamt, og einnig að það ástand yrði varanlegt, þar sem þú nefnir klettana í þessu sambandi. Þú reynir að slíta þig frá þessu, en sú leið mun sækj- ast þér erfiðlega, sakir þeirra að- stæðna sem þú skapaðir þér í tengslunum við þennan mann. Samt verður á leið þinni söngur og syndandi fólk, sem eru mjög góð tákn í þessu tilliti. Síðari hlutinn þar sem ræðir um bræð- urna bendir til tengsla þinna við mann, sem þó gengur ekki heill til skógar, sakir misgjörða, sem hann hafði framið áður en fundum ykkar bar saman. Bræð- urnir eru hér aðeins tákn um samband eða tengsl. I-Ierra draumráðandi. Geturðu ráðið þennan draum fyrir mig? Ég var stödd í samkomuhúsi ásamt fjölda fólks og stóð uppi á sviðinu ásamt öðrum, og stóð Jesús á meðal okkar, eins og hann er túlkaður á myndum og fannst mér liann horfa á mig og aðeins á mig, en sagði ekkert. Mér leið svo vel í návist hans, svo mikil ró og frið- ur, en snerti hann held ég ekki. Mig hefur aldrei dreymt frelsarann áður. Vinsamlegast fljótt svar, með fyrirfram þakklæti. Ingibjörg Birna. Svaj' til Ingibjargar Birnu. Að dreyma Jesús í þessu um- hverfi og slíkum draumi er merki sálræns friðar og hugar- róar. Fólkið á sviðinu er tákn þess fólks, sem margra augu beinast að eða með öðrum orð- um tákn yfirmanna,. Draumur- inn er þvi tákn velgenani og hugarrósemi þess fólks, sem þarna stóð með þér. heimilistækín hafa dóm reynslunnar eru nýtízkuleg létta hússtorfin staðist r i i»t : H.F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN, HAFNARFIRÐI r f—jgr1 •• \ i 1 I iiin§ ■ 1 jjjp-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.