Vikan


Vikan - 22.02.1962, Qupperneq 10

Vikan - 22.02.1962, Qupperneq 10
Þtir sjá um fasta þætti í Vikuna. Frá vinstri: Gísli Ólafsson, fyrrum ritstjóri Úrvals. Hann hefur ffert krossgátuna í Vikuna í meira en 20 ár, svo gera má ráð fyrir, að hann sé búinn að búa til um 1000 krossgátur fyrir blaðið. Dr. Matthías Jónasson, prófessor hefur skrifað greinar að staðaldri í Vikuna, síðan blaðinu var breytt. Fyrsti greinaflokkurinn hét „Þú og barnið þitt“ annar hét „Þekktu sjálfan þig“ og nú skrifar hann í annað hvert blað greina- flokkinn „Sálkreppur og sálgreining“. Þar næst er Halldór Pétursson, listmálari. Hann teikn- aði kápu á fyrsta blaðið sem kom út f breyttri mynd fyrir rúmum þrem árum. Síðan hefur Hall- dór teiknað fjölmargar forsíðumyndir á Vikuna og myndirnar hans eru alltaf jafn vinsælar. Næstur honum er Loftur Guðmundsson, rithöfundur. Hann hefur skrifað greinar í blaðið, svo sem um mannskaðann á Mosfellsheiði og Kjalvegi, Kambsránið og atómskáldið á Ströndum. Hann þýðir líka fyrir Vikuna og skrifar tækniþáttinn og um bók vikunnar. Næstur honum er Gylfi Baldursson, sem þýðir fyrir Vikuna og lengst til hægri Stefán Guðjohnsen, sem sér um bridgeþáttinn. Á myndina vantar Paul Michelsen, garðyrkjumann í Hveragerði, sem annast þáttinn „Blóm á heimilinu“ og Hólmfríði Árnadóttur, sem séð hefur um handavinnuþætti. e' i í 'I ■ , ... . iflK lllPSk Wl befur it«kkað um fOOO° á "i úrum Starfsfólk á skrifstofu Vikunnar. Talið frá vinstri: Elín Kröyer, vél- ritunarstúlka, Ólafur Magnússon, bókari, Pétur Ottesen, sölustjóri fyr- ir prentsmiðju, Jóna Sigurjónsdólt- ir, aðstoðarstúlka hjá auglýsinga- stjóra. Erna Tryggvadóttir, skrif- stofustjóri, Sigrún Sigurjónsdóttir gjaldkeri og Nanna Guðjónsdóttir, símastúlka. 10 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.