Vikan


Vikan - 22.02.1962, Page 43

Vikan - 22.02.1962, Page 43
Ungfrú NORDEN og ungfrú SVÍÞJÓÐ í úlpum frá okkur. SKJÓLFATAGERÐIN HF. Revk).vík hún sá mig halda á vasapela lækn- isins á Sóleyri frammi fyrir sér. ÞafS breyttist eins og himinninn breyt- ist, þegar sólin rýfur dimm ský og dreifir þeim. í stað dýpstu ör- væntingar og vonleysis, sem áður hvíldu á þvi eins og skuggi, ljómaði það nú af innilegri eftirvæntingu og ró. Og hún þokaði skjálfandi höndun- um saman á brjóstinu og spennti greipar. — Varir hennar bærðust I þögulli bæn. — Augun voru lokuð. Hvilikur frið- ur! Ég var enn í efa. Það var ekki furða, þvi ég er enn í efa. Ég vissi alls ekki hvað var rétt og hvað ''ar rangt, hvort syndin i þetta sinn faldi sig i brjóstgæðunum eða svik- unum. Ég veit það ekki enn þá. En ég held samt að enginn ærlegur mað- ur hefði getað gert annað i mín- um sporum. Ég hóf athöfnina. Hver taug i líkama minum titraði. Ég fann að ég var að fremja hræði- leg svik, en var það glæpur? í þessu lifi þurftu svikin aldrei að komast upp — en ef — ef annað líf væri nú til eftir þetta, hver var þá hegn- ingin við þessum svikum? Og það er víst, að þá stundina fann ég að ég hafði ódauðlega, sál. Sízt af öll- um mönnum í heiminum fannst mér ég hafa vald til að vera umboðs- maður Krists og fyrirgefa deyj- andi manneskju syndirnar. Lang- sizt af öllum. — En þó var ég knú- inn til þess að vera það. Ég tók skeið, sem lá á borðinu, og hellti nokkrum dropum úr glasinu i hana. — Augu gömlu konunnar voru enn þá lokuð, og hún átti mjög erfitt með andardráttinn, en ég sá, að hún hafði enn rænu. Ég greip síðasta hálmstráið, eins og drukknandi maður. Ég fór að tala. Ég bjóst við að svo gæti far- ið, að hún gæfi upp öndina í friði á meðan ég væri að tala, og þá mundi ég losna við að gefa henni sakramentið — losna við aðalsvikin — glæpinn. — Stundarkorn talaði ég, hamingjan veit, hvað ég sagði, það var víst æði barnalegt. En ég var ákaflega æstur og hrifinn. Ég er viss um, að fáir menn hafa lifað jafn átak- anlega stund. Þót ég ætti lífið að leysa, man ég ekkert, hvað ég sagði, nema að ég var að lesa „Faðir- vorið“, þegar gamla konan truflaði mig í lestrinum. „Myrkrið kemur“, stundi hún, og titringur fór um hana — „sakra- mentið — sakramentið". Og ég tók annarri hendi undir höfuðið á henni og reisti það upp. „Þetta er Jesú Krists sannarlegt blóð“, sagði ég, og gaf henni það, sem var í skeiðinni". — ^ Ungt fólk ... Framhald af bls. 11. < Bandaríkjunum. Þar var hann í hálft fjórða ár og lagði stund á við- skiptafræði með almennan hótel- rekstur sem sérgrein. Á milli nám- skeiða vann hann á hótelum þar úti: fyrst við matreiðslu á kvekara- lióteli nokkru. Þá var hann alls ó- vanur matreiðslu og er það minnis- stætt, nð hann byrjaði þann feril sinn með hví að spilla jólasúpunni fvrir misskilning. En fall var farar- heill og það hefur ekki komið fyrir aftur, að Halidór hafi spillt súpunni. Þegar hann kom heim frá námi var dauft yfir veitingamálunum i 'Reykiavik og Halldór fékk atvinnu á Keflavikurflugvelli eins og marg- ir gerðu á þeim tíma. Hann stnndaði jafnframt skak á hátum frá Kefla- vik og hefur alltaf kunnað mæta vel við sig á sjó og fer oft í róðra, þeg- ar tækifæri gefast. Þeir höfðu lengi haldið hópinn nokkrir skólabræður úr Verzlunar- skólanum og þeim þótti tilhlýðilegt að stofna einhvers konar fyrirtæki saman. Nú var Halldór kominn frá Bandarikjunum, menntaður í veit- ingafræðum og hvað var þá eðli- legra en að stofna einhvers konar veitingastofu til þess að nota þekk- ingu hans. Þeir fóru á stúfana eftir húsnæði, fengu billardstofuna á Vesturgötunni og það var fyrst, þegar þeir sáu húsið, að þeim datt i hug þessi skemmtilega skipsinn- rétting, sem nú prýðir Naustið. Þetta var árið 1953 og síðan hef- ur Naustið blómstrað og dafnað og Halldór hefur áunnið sér orð sem einn snjallasti veitingamaður okkar. í Nausti er stöðugur straumur gesta alla daga ■—• og húsið er opið alla daga vikunnar, undantekningalaust. Síðastiiðið ár lögðu leið sina þang- að hvorki meira né minna en 64,000 gestir og ])að samsvarar því, að ná- lega allir Reykvikingar hafi komið þangað. Halldór Gröndal er kvæntur Ing- veldi Lúðvigsdóttur, Guðmundsson- ar, fyrrum skólastjóra Handíða- skólans. L TIKAN 48

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.