Vikan - 12.07.1962, Qupperneq 2
t fullri olvöru
en ljósavélin í m/s Helgu er einmitt 6 strokka FORD 590E
dieselvél, sem Hermann vélstjóri telur gangvissari, þýðgengari,
fyrirferðarminni og þurfa minna eftirlit en aðrar dieselvélar,
sem hann hefur kynnzt.
FORD-DIESEL VÉLARNAR ERU ÓDÝRARI
en aðrar dieselvélar af svipaðri stærð. Þeir útgerðarmenn og
vélstjórar, sem hug hafa á að kynnast reynslunni af Ford
dieselvélinni um borð í m/s Helgu ættu að ná tali af Hermanni
vélstjóra um borð.
FORDUM BOÐIÐ
SVEIIMINI EGILSSQNp
Burt með
y o9 x
Löngum hefur verið um það deilt
á íslandi, hvort taka beri kenjar mál-
fræðinga hátíðlega og fylgja fyrir-
sögn ])eirra í hvivetna. Eins og
gengur sýnist sitt hverjum.
Ekki veit ég, hvort Snorri hefur
deilt um það við samtíðarmenn sína,
hvort rita ætti z i unz eða ekki, en
eflaust tiafa menn ekki verið á eitt
sáttir í þá daga frekar en endranær.
Konráð Gíslason átti í hörðum
ritdeilum i Fjölni um stafsetningu
og stafsetningarreglur, og samherji
lians, Jónas Hallgrimsson myndi
kolfalla á barnaprófi í dag, ef hann
notaði eigin stafsetningu. Þó er ekki
ýkjalangt siðan þeir félagar gegndu
forystuhlutverki i fegrun og vöndun
móðurmálsins.
Yfirleitt eru menn sammála um,
að hringlandaháttur ineð stafsetn-
ingarreglur er engum til gagns, en
flestum til ama og óþurftar. Nú lifa
hér að minnsta kosti þrír ættliðir,
sem lært hafa að draga til stafs, og
hver um sig skrifar á sinn hátt. Af-
inn fer eftir allt öðrum reglum um
tvöfaldan samhljóða, heldur en son-
urinn og sonarsonurinn. Pabbinn
ritar gjarna z-laust, en z-reglum er
iroðið í hausinn á stráknum, syni
hans, til þess að hann geti verið
þeklctur fyrir að reyna við iands-
próf, og nú má enginn æskumaður
rita je- nema i fáeinum sérnöfn-
um og endingum, þótt hið sama je-
hafi þótt góð og gild latína til
skamms tíma. Pabbinn fékk eink-
anir, en sonurinn og dóttirin fá
einkunnir o. s. frv., o. s. frv.
Nú mun einhver halda því fram,
að tungan sé sífellt að þróast og
þróunin verði að liafa sinn gang,
enginn geti neinu þar um þokað. En
er nauðsynlegt að leyfa þróuninni
það frjólsræði að lilaupa út undan
sér bæði aftur á liak og áfram? Eig-
um við að grafast fyrir um uppruna
orða aftan úr forneskju, finna upp
hugtak, sem lieitir „samræmd staf-
setning forn“ eða eitthvað álíka
og kitla metorðagirnd liinna lærð-
ustu með því að lúta boðum þeirra
og bönnum í lotningu?
Hinir lötu vilja gera alia hluti
þægilegri og einfaldari viðureignar,
og eflaust eru einhverjir letingjar
í liópi þeirra, sem kjósa cinfaldari
stafsetningu, en varla trúum við því,
að það hafi verið af einskærri leti,
sem hinn mæti maður Björn M.
Ólsen hirti ekki um að skrifa y,
hvað þá, að vanþekkingu liafi verið
um að kenna. Ef til vill hefur þetta
verið sérvizka, en skynsamleg sér-
vizka að mínum dómi. Ilann hefur
greinilega ekki verið þeirrar skoð-
unar, að liöfuðmáli skipti, livort
sögnin að girða ætti ættir sínar að
rekja til orðmyndarinnar gerþian,
sem hefði ræturnar þrjár, gerþ,
garþ, gurþ. Hitt sjá svo auðvitað
allir lieilvita menn að rita skal ein-
falt i i girða, ef ræturnar eru gerþ
eða garþ, en y, sé rótin gurþ! Af
þessu leiðir að sjálfsögðu að rita
Framhald á bls. 35.
2 VIKAN