Vikan


Vikan - 12.07.1962, Side 5

Vikan - 12.07.1962, Side 5
LJRimi er ekkert gagn í sjö ára barni, en niikil vinna í sambandi við það og mikil ábyrgð. Hvers vegna skyldi sveitafóik þá gera það fyrir „sllkk“ að taka við óvið- komandi börnum. Mér hefur virzt að húsmæður í sveitum hafi ekki yfir neinu atvinnuleysi að kvarta um sumartímann og þær hafi nieiri þörf fyrir hvíldarstund en eitt barn til viðbótar. — I þessu sambandi vii ég benda á uppá- stungu, sem Póstinum barst fyrir skemnistu. „Amma gamla“ segir m. a.: Það ætti að koma upp ráðningaskrifstofu fyrir börn, sem komast vilja í sveit. Þetta gæti létt fyrir mörgum foreldr- um ... — I’ósturinn tekur vissu- lega undir þetta, en vill þó benda á, að ltáðningastofa landbúnaðar- ins hefur hjálpað til í þessum málum. Tvö bréf um klassíska nöldurefniö: útvarpið ... Kæri Póstur. Hvernig er það með þessa karla hjá Útvarpinu? Nenna þeir alls ekki að leggja ncitt í sumardagskrána? Maður he'yrir orðið ekki góða þætti hjá þeim l)að er eins og þeir fái ekki neina i rafta niður í Útvarp, Jjess vegna fylla þeir kvölddagskrána alltaf með andskotans klassísku gauli, sem al a ætlar að æra. Þetta er svo mikill hallærishúskapur, að ég held það ætti helzt að leggja útvarpið að mestu niður á sumrin, ef ekki fæst betra dagskrárefni. Takk fyrir birtinguna. Þórir. — — — Svona skal þetta alttaf vera; þegar einn er orðinn á- nægður, rís annar upp til handa og fóta. Kannski eru margir, sem hugsa sem svo, að Ríkisútvarpið sé nú loksins að taka sig á. Það er bara með þá, að þeir nenna ekki að setjast niður og skrifa lofbréf um Útvarpið — það er hreint ekki til siðs. Pósturinn minn. Það er oft verið að kvarta yfir Ríkisútvarpinu í dálkunum þinum, og finnst mér margir oft hafa mikið til síns máls. Og nú langar mig lika til að leggja orð i belg. í vor birt- irðu bréf, Póstur sæll, frá einhverj- um „Nonna“, sem kvartaði sáran yfir þvi, að lag, sem hann tiltók, væri alttof oft spilað fyrir fréttir í hádegisútvarpinu. Ég er honum algerlega sammála, þótt mér fyndist engin ástæða til að birta nafn lags- ins og níðast þannig á höfundi. Hins vegar finnst mér útvarpið ailtof einh.iða i tónlistarvali sinu; það er að segja: það þjösnast alltof mikið á sömu lögunum, sem kannski voru allsæmiteg í eina tíð, en öllu má nú ofgera( guð minn góður. Á ég þá fyrst og fremst við þau tög islenzk, sem leikandi eru. Líklega er það af einhverri þrjózku, að Ríkisútvarpið heldur áfram að spila þessi lög í tíma og ótíma, og ef þau hafa ein- hvern tíma verið skemmtileg, eru þau þá orðin hvimleið nú orðið. Tónlist er nú einu sinni þannig, að jafnvel ljúfustu ljg geta orðið drep- leiðinleg, ef um of er þjösnazt á þeim. Þetta verður Rikisútvarpið að gera sér grein fyrir. Ef það rekst á gott tag, er það útnýtt, þar til enginn vill hlusta á ])að. Ég læt þetta svo gott heita í bili. Útvarpshiustandi á Patreksfirði. Dýr hef ð ... Kæra Vika. Vilt þú ekki benda lesendum þin- um á eftirfarandi og gefa mér gott ráð ef þú mögulega getur. Ég er einn úr risástórri fjölskyldu, og eins og gengur og gerist er fólk alltaf að gifta sig i fjöiskyldunni. Ekki þannig að ég hafi neitt á móti því, en brúðkaupsgjafakostnaður cr orð- inn svo gífurlegur, að ég stend ekki undir þessu öllu lengur. Mér finnst það orðin dýr iiefð, að gefa brúð- kaupsgjafir. Og fólk er sífellt að leggja meiri og meiri metnað í gjafir þessar, og enginn er orðinn maður með mönnum, nema liann gefi stór- gjafir, sem taka hver svosem einn fimmta af .mánaðarkaupi manns, eða allt að því. Ef ég neitaði að gefa slíkar stórgjafir, en sendi bara blóm eða einhverja smámuni, mundi litið á mig sem einhvern nirfil. Vitt þú ekki ge-ra þetta að umtalsefni í dálk- um þinum, Vika mín. Með fyrirfram þökk, Frosti. -------Eg sé ekki aðra leið fyr- ir þig til þess að bæta þér þetta tjón, en þú giftir þig strax — þá ætti þetta nokkurn veginn að jaínast upp. Nöldurnöldur? ... Pósturinn í Vikunni. Þessi bréfadálkur hjá ykkur finnst mér orðinn heldur en ekki leiðin- legur. Og hver er svo ástæðan? Þið birtið orðið ekki annað en nöldur- liréf og aftur nöldurbréf. Undarlegt, að fólk nenni að skrifa ykkur, eins og raun ber vitni. Væri ekki rétt að skera svolítið niður nöldrið og birta eitthvað af viti? Lesandi. — — — Birta til dæmis þetta litla nötdurbréf þitt, „Lesandi“ góður? Mér sýnist þú ekki barn- anna beztur. Aðrir hafa þó eitt- hvert nöldursefni tit að nötdra út af, en þú verður að gera þér nöldur annarra að nöldursefni! Ntretcli-döinubuxur Sérlega fallegt snið. — 12 litir. SPARTA Borgartúni 7. — Sími 16554.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.