Vikan


Vikan - 12.07.1962, Qupperneq 11

Vikan - 12.07.1962, Qupperneq 11
Agnar Bogason með hreindýrariffilinn. Hreindýraskyttan segir: Ég er alls ekki rétti maðurinn, lil að skýra frá lireindýraveiðum af þeirri kunnáttu, sem til er ætlazt. Að vísu hefi ég stundað slikar veiðar af heztu getu í ein fjögur ár, og fiktað við byssur hefi ég frá því ég var smástrákur. Nei, það eru heldur vinir mínir, þeir Matthías Einarsson og Þorsteinn Thorarensen, fulltr. borgarfógeta, sem eiga að segja frá þessu. Það eru skyttur, sem segja sext, og þá sér- staklega Þorsteinn. Hann er aldeilis frábær skytta og leikur sér að því að bana hrein- i dýri á hlaupum á 350 metra færi — eða lengra. Ég á uppstoppaðan haus af tarfi á veggnum hjá mér, sem ég skaut i fyrra á um 180 metra færi. Þar var ég svo heppinn að kúlan fór inn um annað eyrað og út um hitt. Það var auðvitað banaskot — og mitt langbezta skot hingað til. Annars er það sennilega staðreynd með þá sem stunda dýraveiðar, að þeir eru líklega mestu dýravinjrnir. Þetta kann að hljóma annai'lega í eyrum þeirra, sem ekki þekkja til, en þannig er það nú samt. Þeir sem kom- ast i svo nána snertingu við dýrin og fylgj- t . ast oft með dauðastríði þeirra, verða næmari fyrir því að gera þeim ekki miska að óþörfu. Já, ég segi að óþörfu. Það er nefnilega nauðsyn að fækka gömlu törfunum á hverju ári. Þeir halda um sig stórar hjarðir af kúm i og verja þær fyrir öllum öðrum, því til þess eru þeir nógu sterkir, ■— en þeir eru samt eklci nægilega duglegir kynferðislega, til að halda stofninum við. Þess vegna þarf að ryðja þeim úr vegi svo að þeir yngri kom- ist að. Það er annars ógleymanlegt ævintýr að fara langt inn á auðnir til að leita að hrein- ■ dýrum og eltast við þau. Þögnin er svo yfir- gnæfandi, — æpandi, liggur mér við að segja — að það er aldeilis ótrúlegt. Kyrrðin og í’ friðurinn, félagsskapur við góða kunningja, hestar til reiðar fyrsta spölinn, leit að dýr- um, eftirförin, spenningurinn og sigurgleðin, þreytan eftir daginn, tært andrúmsloftið — og hvíldin að kvöldi. Allt skapar þetta sam- leik kennda, sem maður finnur ekki fyrir í önnum dagsins. Agnar Bogason. ■ Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, að laxveiðum í Elliðaám. — Litla myndin sýnir öll helztu á.höld, sem hinn fullkomni laxveiðimaður notar. LAXVEIÐAR ...... ItllÉI LAXVEIÐI;--------------------- Flugustöng, 12—13 fet (Hardy) .......... kr. 4.500 Hjól ................ — 1.800 Kaststöng ........... — 1.800 Ambassador kasthjól . — 2.000 Lína á flugustöng .... — 750 Lína á kaststöng .... — 212 Flugur, beitur, kast* beitur og fleira . . <— 1.300 Töskur, fatnaður og annar útbúnaður .. —* 2.000 Samtals kr. 14.362 Framhald á bls. 38, Ritstjóri Veiði- mannsins, Víg- lundur Möller, á tali við aldr- aðan stanga- veiðimann, Magnús S. Magnússon prentara frá Ofanleiti. Laxveiðímaðurinn segir: í fyrsta lagi er mér það andleg nauðsyn að komast við og við yfir sumarmánuðina út i náttúruna og eiga þar kyrrlátar stundir. 1 öðru lagi eru allar hreyfingar, sem stangveiðinni eru samfara, bæði sjálf köstin og gangan með ánni, kyrrsetumönnunum mjög hollar. í þriðja lagi er stangveiðin spenn- andi leikur. Úrslitin eru óviss, a. m. k. þegar veitt er á flugu og oft endranær. Það er afar gaman að fást við fjörmikinn lax á stöng; mér liggur við að segja svo gaman, að sá maður sé dauður úr öllum æðum, Framhald á bls. 38. VIKAN 11

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.