Vikan


Vikan - 12.07.1962, Page 28

Vikan - 12.07.1962, Page 28
Itölsk gæðavara Heildsölubirgðir: Snyrtivörur h.f. Hallarmúla 1. - Sími 35033. 28 vikan ll 4 'hbiwan $ Hrútsmerkið (21. marz—20. apr.): Þú áttir von á því að eitthvað gerðist í þessari viku, sem þú hefur í rauninni kviðið fyrir lengi. Nú gerist þetta, þó ekki eins og þú hafðir gert ráð fyrir, því að í rauninni verður þetta þér einungis til gleði. Þú munt þurfa að glíma við erfitt verkefni í vikunni —■ en öllum að óvörum, munt Þú leysa afar vel úr þessu verkefni. Nautsmerkiö (21. apr.—21. mai): Það steðja að þér alls kyns freistingar í þessari viku, og yfir- leitt muntu maður til að standast þær allar — nema hvað ein þeirra gæti orðið þér dálítið erfið. Þú færð gjöf í vikunni, sem kemur þér á ein- hvern hátt í svolítinn vanda. Tvíburamerkiö (22. maí—21. júní): 1 þessari viku gerist ýmislegt, sem þú áttir ekki von á í bráð, og verður það til þess að þú kannt ekki fyllilega að bregðast við öllu þessu. Það ber dálítið á tor- tryggni og jafnvel öfund í garð náungans þessa dagána hjá þér, en slíkt hugarfar er ekki annað en kjána- legt og bætir hag þinn sízt af öllu. Heilladagur föstudagur. KrabbamerkiÖ (22. júní—23. júlí): Líklega verður þessi vika mjög svipuð því, sem þú hafðir áform- að, og yfirleitt mun þér vel takast að ráða fram úr þeim verkefnum, sem liggja fyrir. Líklega verður samt ekki af ferðalaginu, sem þú áttir von á, en Það kemur ekki að sök. LjónsmerkiÖ (24. júli—23. ág.): Það segir ein- hver eitthvað við þig í gamni og mesta granda- leysi, en líklega tekur þú þetta allt of alvarlega, og á þetta eftir að draga dilk á eftir sér. Enda- lokin verða þó hin skemmtilegustu fyrir þig og þann, sem gerði þér grikkinn. Laugardagurinn er dálítið varasamur. Heillatala 9. MeyjarmerkiÖ (24. ág.—23. sept.): Þér munu gefast tvö gullvæg tækifæri í vikunni, og er leið- inlegt til þess að vita, að þú getir ekki nýtt þér nema annað þeirra — en það geturðu bins vegar nýtt þér til hins ítrasta. Þú skalt fara að öllu með gát í samskiptum þínum við þennan nýja kunningja þinn, einkum forðast að lenda í nokkrum deilum við hann. VogarmerkiÖ (24. sept.—23. okt.): Hætt er við einhverju ósamlyndi meðal félaga þinna 5 þess- ari viku. Þú munt ekki taka þátt í þessum deilum, en þú getur hins vegar orðið til þess að koma öllu i samt lag. Á vinnustað gerist ýmislegt skemmtilegt — einkum finnst Þér vænt um að kynnast nýrri hlið á einum vinnufélaga þínum. DrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Þessi vika verður ekki nærri eins viðburðasnauð og líkur voru á — ef til vill þvert á móti, Því ýmislegt gerist í vikunni, en ekki verður úr því, og úr því bað ekki gerðist nú, verður vissulega bið á því að svo verði. Heilladagur vikunnar er laugardagur. BogmannsmerkiÖ (23. nóv.—21. des.): Þetta verð- ur bin skemmtilegasta vika í alla staði. Einkum m.unt þú skemmta þér heima við og með ein- hver.ium úr fjölskyldunni. Þú eignast að líkindum skemmtilegan félaga i vikunni. Þótt þessi félagi binn sé ekki jafnaldri þinn, eigið þið engu að síður ótrúlega margt sameiginlegt. OeitarmerkiÖ (22. des.—20. jan.): Þú veldur ein- hverjum í fjölskyldu þinni talsverðum áhyggjum sakir framkomu þinnar, en i rauninni getur þú ekki við þessu gert, og skaltu reyna að skýra þetta fyrir þessu skyldmenni þinu. Miðvikudagurinn gæti orðið mikill heilladagur, ef Þú heldur vel á spöðunum. Þú átt dálítið erfitt með að Þegja yfir leyndarmálum þessa dagana. Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. feb.): Það er engu líkara en þú viljir lifa um efni fram í vik- unni, og er leiðinlegt til Þess að vita, þvi að inn- an skamms muntu mjög þurfa á peningum þínum að halda. Þér verður á glappaskot í vikunni, sem kemur sér raunar heldur illa, en þetta verður þér dýrmæt reynsla og viti til varnaðar. Vinur þinn veldur þér einhverj- um vonbrigðum um helgina. FiskamerkiÖ (20. feb.—20. marz): Þetta verða miklir sæludagar og þú lifir vissulega Hfi, sem vel á við þig. Þó er eins og fari smátt og smátt að bera á undarlegum þætti í fari þínu — áhyggju- leysið verður einhvern veginn til þess að þú ferð að skapa þér smávægilegar áhyggjur, sem þú svo ýkir og svertir. Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.