Vikan - 12.07.1962, Síða 30
Hvítasta þvottinn fáið þér með CLOZONE. Einkar
drjúgt í notkun. Sparneytnar húsmæður nota þess
vegna CLOZONE í hvers konar þvott. CLOZONE
nær undraverðum árangri í þvottavélum.
Heildsölubirgðir:
EGGERT KRISTJANSSON & GO HF Sími 11400
um eitthvað annað rétt i bili. Um
hvað vorum við annars að tala?
Einar brosti, afsakandi og feimnis-
lega.
— Við vorum að ræða um gesta-
leikinn í skemmtigarðinum á morgun.
Það var Margit, sem kom honum til
aðstoðar. Höfuðsmaðurinn var að
spyrja hvort Þér hefðuð áhuga á að
sjá sýninguna. Hann ætlaði að ná í
aðgöngumiða.
— Hvers konar gestaleikur er það?
spurði Einar, og var nú enn annars
hugar.
— Óperuballettinn .... það verður
áreiðanlega glæsileg sýning. Þér verð-
ið að koma.
— Þaö er bezt að spyrja Lilian um
það, svaraði Einar.
ÞESSA stundina hafði hann ekki
áhuga á öðru en að dansa við EVu.
Ný hljómplata — og honum vildi
það til happs, að Margit varpaði sér
umsvifalaust í faðm liðsforingjanum,
en Patrik gamli var farinn að ræða
af kappi við höfuðsmanninn, svo þau
stóðu þarna hvort gagnvart öðru, eins
og alein.
— Eigum við að dansa? spurði hann
og sneri sér að henni.
Hún laut höfði en svaraði engu.
Hann lagði arminn um mitti henni;
það fór titringur um líkama hennar
likt og strengur væri snortinn, en
fyrst í stað reyndi hún að hafa hemil
á tilfinningum sínum og gerði bilið
á milli hans og sín eins langt og henni
var unnt. Einar hafði lika ásett sér
að fara að öllu með gát, en ósjálfrátt,
eða öllu heldur gegn vilja sinum, dró
hann hana að sér, fann hvernig
smám saman slaknaði á spennunni í
líkama hennar, hvernig hann varð
fyrst eins og hlutlaus, en síðan heitur
30 VIKAN
Læknirinn ...
Framhald af bls. 17.
öldungurinn virti hann fyrir sér.
Nei, Einar var ekki eins og hann átti
að sér. Hann þekkti bróðurson sinn
það vel, að hann sá þegar eitthvað
amaði að honum.
— Þú ert ekki orðinn prófessor
enn, sagði gamli maðurinn og rétti
Einari sigarettuöskjur, sem stóðu á
garðborðinu. En það mætti samt halda
það, eins og þú ert utan við Þig.
— Þær voru of nærri mér til þess
að ég kæmi auga á þær, svaraði Ein-
ar og reyndi að bregða á gaman.
— Já, það vill einmitt verða þann-
ig. Maðurinn kemur ekki auga á það,
sem næst honum er og leitar svo langt
yfir skammt. Jú, ætli ekki það.
Einar leit athugandi á öldunginn.
Atti hann kannski við eitthvað sér-
sta!:t mcð þessum orðum? Og öldung-
irinn veitti atliygli þossu spyrjandi
aug 'aráði bróðursonar síns, enda þótt
hann léti ei'.ki á bera. Hann hafði
ckki iagt þaö í vana sinn að vera að
hnýsast í einkarnái hans eða skipta
sér af þci en hann hafði óljóst hug-
boð um það nú, að ef til vill ætti hann
að bregða þeim vana. Og þá heldur
fyrr en síðar. Það lá eitthvað í loft-
inu, hann vissi ekki hvað, einhver
annarleg spenna .... þetta var að
minnsta kosti ekki eins og það átti
að vera.
Einar reykti sígarettuna. Virti
dansendurna fyrir sér. Og enn stað-
næmdust augu hans við E?vu.
— Þú verður að dansa, drengur
minn, mælti gamli maðurinn enn.
Fyrst og fremst máttu ekki bregðast
skyldum þínum sem húsbóndi og veit-
andi. Og svo hefurðu alls ekki neitt
gott af því sjálfur að láta bugast af
þreytunni.
1 sömu svifum lauk hljómplötunni.
Dansendurnir dreifðust. Þau Eva og
liðsforinginn komu að borðinu. Virt-
ust ætla að halda áfram, en öldung-
urinn stöðvaði þau.
— Dokið þið aðeins við, elskurnar
mínar, mælti hann kankvíslega.
Hvernig er það annars, ungi maður
-— hefurðu kannski gert þér í hugar-
lund að þú hafir einhvern einkarétt
á að dansa við hana Evu litlu alit
kvöldið? Og öldungurinn gaf bróður-
syni sínum hornauga.
— Já, eiginlega, svaraði liðsforing-
inn glaðklakkalega.
Eva stóð kafrjóð Við hlið honum.
Gamla manninum tókst að koma af
stað eins konar samtali, en hún lagði
þar ekki orð að. Og Einar var sem
annars hugar, og iét oft standa á
svari, það var öldungurinn, sem lék á
als oddi og loks bætti úr skák þegar
Halle höfuðsmaður og kona hans
bættust í hópinn, ásamt Margit, dótt-
ur búfræðingsins en hún var ein af
helztu þokkadísum bæjarins og leyndi
sér ekki að hún gaf liðsforingjanum
hýrt auga.
Einar leit til Evu i laumi. Græni
liturinn fór henni með afbrigðum vel.
Þá veitti hann Því allt í einu at-
hygli, að Lilian átti þennan kjól ....
Hann hafði sjálfur verið með í för-
inni, þegar hún keypti efnið í hann.
Þarna hafði Lilian tekizt að auðmýkja
EVu svo um munaði.
—• Jú, auðvitað, svaraði hann ein-
hverju, sem Halle höfuðsmaður hafði
spurt hann.
— Hefurðu talað um það við Lilian,
spurði Halle .... En hvað gengur
annars að þér, Einar — þú ert allur
úti á þekju.
— Fyrirgefðu, ég var vist að hugsa
og mjúkur og loks hvernig hann leit-
aði hans, varfærinn og spyrjandi —
þrýsti sér hikandi að honum. Þá
gleymdi hann öllum ásetningi; það
var sem heitur og ljúfsár straumur
hríslaðist um hverja taug og við-
námslaust gekk hann ofurefli ástríð-
unnar á vald, um leið og hann þrýsti
henni enn fastara að sér .... það var
sem líkamir þeirra sameinuðust í
hrynjandi lagsins ....
Hvorugt þeirra mælti orð af vör-
um, umhverfið hvarf skynjun þeirra
í heitri roðamóðu. Þau svifu saman,
ekki sem tvær mannverur, heldur sem
eins konar tvívera, samrunninn í eina
vitund, einhvers staðar langt utan
við takmörk alls veruleika, þar sem
hvorki ræður svefn né vaka. Hann
sleppti henni ekki þegar hljómplöt-
unni lauk, beið þess með arminn um
mitti hennar að sú næsta hæfist; hún
hafði lagt arminn til hálfs um háls
honum, hefði getað snert hnakka hans
gómum sínum — og varð skyndilega
gripin sterkri löngun til þess, en gætti
sín í siðustu andrá.
Þau dönsuðu í ástríðuþrunginni
leiðslu, vissu hvorki í þennan heim
né annan og án þess Eva gerði sér
ljósan greinarmun á því raun-
verulega og óraunverulega, endurlifði
hún í örmum hans stund atlota þeirra
í mjúku grasinu, hverju sinni sem þau
hófu dansinn aftur eftir að ný hljóm-
plata hófst.
í þessum svifum bar Lilian að. Hún
var að svipast um eftir Gustav, taldi
víst að hann héldi sig einhvers staðar
í nánd við vínskenkinn. Nei, hún sá
hann hvergi — sem ekki var heldur
von; það var Jónsmessunótt og liðs-
foringinn og þokkadisin unga höfðu
laumazt inn I iundinn svo lítið bar á.
Hvar gat Gustav haldið sig, hugsaði
hún .... hann hafði ekki dansað við
hana enn.
Og þá gerðist það að hún kom auga
á Þau, Einar og Evu, sem ekki höfðu
veltt komu hennar neina athygli. Hún
stóð sem steini lostin og starði á þau
... hvernig þau hvíidu hvort I annars
örmum eins og i leiðslu. Lilian var
eldri en tvævetur. Það var orðið langt
síðan hún hafði séð Einar slíkan.
Hann hlaut að vera ástfanginn, það
leyndi sér ekki. Og þau bæði
Hún strauk sér um ennið. Aldrei
hafði henni komið til hugar að þau,
Eönar og Eva, þessir guðsvoluðu
starfsþrælar, færu að taka upp á því
að fella hugi saman. Vitanlega var
Eva falleg og aðlaðandi á vissan hátt,
og vitanlega hafði hún sjálf verið
köld og fá í viðmóti gagnvart EinT
ari að undanförnu .... síðin kynni
hennar og Gustav Lange hófust fyrir
alvöru, svo þetta var kannski ekki
svo undarlegt eða að ástæðulausu
Þegar allt var skoðað.
- ......tll I
ar, fyrr en að gefnu tilefni. Se
lega vegna þess að hún hafði tr
heiðarleika Einars takmarkalaust.
fyrst sá hún, hve heimsk og ófoi
hún hafði verið, þegar hún tók
til sín á heimilið. 1 raun og !
hafði hún sjálf boðið hættunni h
í ollu sínu grandaleysi.
Og skyndilega varð Lilian gr
o salegri reiði. Hana langaði mes
ollu til að æða að þeim og tæta i
af henni kjóllnn, tæta utan af hi
hverja spjor svo þessi alltillegi lík
stæði nakinn í blygðun sinni. En
stUlti sig. Og um leið kom henni t
að í hug .... eyrnamenin. Nú sl
hun samhengið; það var samvi:
bitið, sem hafði fengið Elnar til