Vikan


Vikan - 12.07.1962, Síða 34

Vikan - 12.07.1962, Síða 34
i p Hárið verður fyrst fallegt með /&/¥ SHAMPOO WHITF. RAIN gerir hár yðar gullfallegt. Hinn silkimjúki lögur gefur hárinu þægilegan ilm og gljáandi blæfegurð — laðar fram hinn dulda endisþokka Af White Rain eru framleiddar þrjár tegundir, sem fegra allar hárgerðir— ein þeirra er einmitt fyrir yður. PERLUHVÍTT fyrir venjulegt hár FÖLBLÁTT fyrir þurrt hár BLEIKFÖLT fyrir feitt hár Toni framleiðsla tryggir fegursta hárið Gætið að útlitinu. Framhald af bls. 19. bómull eða andlitsþurrku. ÞaS, sem þá er eftir í húðinni, er nóg til varn- ar gegn sól og vindi. Einnig á kvöld- in er rétt að forðast að þvo andlitið með sápu, notið heldur hreinsun- arkrem. Á eftir notið þið svo fitu- grímu, það má nota livaða nærandi krem sem er, fituiagið á að vera hálfs millimeters þykkt, en þar sem hrukkur eru, má það vera þykkara. Látið grímuna vera á i tuttugu mín- útur og þurrkið svo burt það sem eftir er, ineð andlitsþurrku. Sé húðin sérstaklega þurr, væt- ið þið bómull í olivuoliu, stráið hveitikliði yfir og nuddið þessu á andlitið. Eftir klukkutíma má auð- veldlega þurrka þessa grímu í burtu með m.júkum klút. Þetta gerir hrjúfa húð flauelsmjúka á augabragði. Utvíkkaðar æðar í andlitinu eru almennustu einkenni útivinnu. Mikilvægt í því tilfelli er að taka engin víxlböð. Hlaupa ekki inn úr köldu lofti beint að heitum ofni. Drekkið ekkert sem kemur blóð- inu upp í andlitið (heitir drykkir og áfengi). SITJANDI STÖRF. Meira en 60% af öllum konum vinna sitjandi allan daginn, það verða um 2000 tímar árlega, sem hver þeirra eyðir sitjandi. Það er að visu þægilegt, en hefur marga ókosti í för með sér. Fæturnir fá of litla hreyfingu og þær nota hand- leggi, axlir og efri hluta likamans á of einhliða hátt. Margar konur i þessum aðstæðum kvarta um slæma meltingu, bakverki, höfuðverk og. fitukeppi. Allt þetta er liægt að koma i veg fyrir með eftirfarandi leiðbeiningum: Reyna að jafna: meltinguna með því að drekka eitt glas af heitu vatni á hverjum morgni, áður en nokkuð annað er borðað, eða fimm sveskjur, sem legið hafa í bleyti yfir nóttina. Komið í veg fyrir fitusöfnun á mjöðmunum með leikfimi og dag- legu nuddi. Gerið afslappandi æf- ingar fyrir hendur, handleggi, háls og axlir. Þegar setið er allan dag- inn safnast of mikið loft í lungun, því það getur ekki breiðzt almenni- lega út í sitjandi stellingum, þvi fær líkaminn of lítið súrefni. Talið' alltaf standandi i símann. Borðið skynsamlega og notið næringarmikla fæðu, eins og heil- hveitibrauð, grænmeti og mikið hrúmeti. Notið litið salt í matinn og borðið Mtið, en oft, 4—5 mál- tíðir ú dag. Drekkið súrmjólk eða; grænmetissoð, kalt eða heitt. Forð- izt rauðvin, sterkt te, súkkulaði, og: mat sem gerjar eða belgir út. Bætið' við áðurnefndan mat í smáum; skömmtum, mjólk, eggjum og kjöti. Gott er að gera smáæfingar með höndunum. Hristið þær og gætið þess að fingurnir séu máttlausir. Hreyfið úlnliðinn nokkrum sinnum. fram og til baka og hreyfið svo fingurna, eins og þið ætluðuð að spila skala á píanóið. Að lokum nuddið þið hvern fingur fyrir sig,. byrjið að neðan og endið efst, eins og þið væruð að draga af ykkur mjög þrönga hanzka. Einnig verðið þið að gæta þess vel að sitja rétt. Niður með axl- irnar og hafið hálsinn eins íangan og hægt er. Það kemur einnig i veg fyrir undirhöku. Þegar þið sitjið mikið, shtna pilsin miklu meira en 34 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.