Vikan


Vikan - 12.07.1962, Page 38

Vikan - 12.07.1962, Page 38
draumar þínir verða að veruleika með DAN RIVER REKKjULINI — að- eins stinga því í þvottavélina — það mun verða hvitt eins og snjór allan sinn endingartíma — og að auki — þú getur notað þurkara — það er eina línið sem hægt er að vélþurka án þess að hrukkist — búðu um rúmið að morgni og taktu eftir hvernig hægt er að hrista hrukkur næturinnar úr lín- inu í einu vetfangi .. vegna þess að það er hrukkuvarið — WASH’N WEAR’ islenzkar húsmæður geta nú eignast þetta heimsþekkta rekkjulín því að DAN RIVER REKKJULÍN, barna og fullorðinsstærðir, fæst nú í íslenzkum sérverzlunum. oioiooa a:’t. Var ýmsum getgátum afS því leitt hvað valdið hefði, og héldu sumir, að Bretarnir vissu manna bezt hvað af vatninu hefði orðið og báru þeim því miður vel sög- una. Héldu nú skipin f.jögur áfram í síðustu leitina og leituðu fram og aftur, oft við mjög slæm veður- skilyrði og vont skýggni. Úr þess- ari ferð var komið suðvestan úr hafi, norðan skeTjagarðsins út af Eldey. Á heimleiðinni fengum við svo góðan meðvind, að við næst- um flugum síðasta spölinn. Þessi þrið.ja tilraun bar heldur engan árangur og slokknaði siðasti vonarneitinn, um að takast mætti að finna togarana tvo, eða einhvern af áhöfninni á lífi. Þegar við vorum einir í fyrstu leitinni, dreymdi mig draum, sem mér er æ siðan rninnisstæður. Þótti mér sem við værum að leita að týndu skipunum, og var ég á vakt í brúnni. Sé ég þá allt í einu tvo stóra ísjaka út við sjóndeildar- ... og þennan dag varstu ráðinn til fyrirtækiains ... 38 VIKAN hringinn og læt snúa skipinu beint á jakana. Fannst mér ég verða að ganga úr skugga um hvað þetta væri. Jakana bar óðfluga nær og tóku að breyta um mynd. Sé ég, að þarna eru komin skipin, sem við leituðum að, annað grænt, en hitt svart og bæði með mjallahvit, þanin segl. Ferð þeirra var svo mikil að braut við stefni. Það undraði mig mest hve dirfhvit seglin voru og hve vel þau fóru. Sjálfur hef ég litla trú á draum- um, en eftir þetta fannst mér sem okkur myndi ekki auðnast að finna það, sem við leituðum að, enda þótt ég ætti mér enga ósk heitari en þá, að skipin fyndust. Átti ég góðan vin á öðru skipinu og tvo skóla- hræður úr SjómannaskóQanum á hinu. Að endingu bið ég fyrir beztu kveð.jur til míns ágæta, dugnaðar- skipstjóra Jóns Jónassonar og ann- arra vina minna og sjófarenda, sem með mér voru til sjós. Ef til vill eigum við eftir að sigla saman einhvern tíma í eilifðinni á. góðu skipi fyrir austan sól og sunnan mána — hver veit? Það er ein mín heitasta ósk, að máttarvöld þau, sem veðri og vindum ráða, láti aldrei framar „Halaveður" yfir sjófarendur skella. JÞM. Laxveiðar. Framhald af bls. 11. Þessi útbúnaður á að gera hvern laxveiðimann færan í flestar ár. Reiknað er með góðum tækjum, sem nota má jafnvel áratugum saman, þannig að endurnýjunar- og við- haldskostnaður er tiltölulega lítill. Því fer fjarri, að byrjandi í faginu þurfi að eiga tæki fyrir 15.000 krón- ur. Það er jafnvel liægt að útbúa sig í veiðiferð fyrir 500 krónur. I Englandi þykir jafnfint að eiga Hardy-stöng og Rolls Roys, og þar eru Hardy-stengur frá aldamótum enn i fullri notkun. Og ]iá cr eftir að afla sér veiði- leyfis. Þau kosta frá kr. 300 upp 1 kr. 1200 fyrir stöngina á dag (t. d. kr. 500 dagurinn á góðum tima i Norðurá í Borgarfirði og kr. 780 stöngin á dag í Elliðaánum). Ekki er þvi fráleitt að gera ráð fyrir, að sá sem ætlai- að stunda veiðiskapinn í tíu daga á sumrinu, þurfi að greiða fyrir það um kr. 5.000. ★ Laxveiðimaðurinn segir. Framhald af bls. 11. sem enga ánægju hefur af þeirri Viðureign, þótt að sjálfsögðu beri að hafa í huga, að einstaklingarnir Blóm á heimilinu: jSkrautblóm í eftir Paul V. í síðasta blaði fór ég nokkrum orðum um sólskála, eða öðru nafni vetrargarða. Langar mig því til í þessu blaði að nefna nokkrar tegundir skrautblóma, sem hentugar geta talizt í slíka skála, séu þeir upphitaðir, svo að hitinn sé varla undir 10 stig- um. Og ber þá fyrst að nefna allar bergfléttur; jökla, marmara, montgomery, stjörnu, og svo hina algengustu, Hedera helix, sem allar eru mjög harðgerðar, en ekki kröfuharðar um birtu, og eru því góðar til klifurs á innveggjum skálans. Þá eru og margar tegundir af „Gyðingnum gangandi", og sumar mjög falleg- ar, en allar fljótvaxnar og sterk- eru ólíkir, og þá einnig mat þeirra á því, hvað skemmtilegt sé og hvað ekki. í fjórða lagi er félagsskapur veiðimanna við árnar nær undan- tekningarlaust mjög ánægjulegur, og oft er þar stofnað til varanlegrar vináttu og gömul vináttubönd treyst. Þeir sem aldrei hafa kynnzt töfrum veiðimannalífsins af eigin raun, spyrja okkur hina oft, i hverju þessir töfrar séu fólgnir. Þvi hefur oft verið svarað bæði í ræðu og riti, en það er haldið áfram að spyrja, eigi að síður, af þvi að ekk- ert nema. eigin reynsla er fullnægj- andi svar. Víglundur Möller. Nýjung. Framhald af bls. 6. árangur af þessum prófunum. Pálmi Friðriksson, sem starfað hefur hjá Bifreiðaeftirlitinu um árabil og Bilaskoðuninni við Skúlagötu, hef- ur verið fenginn til þess að fram- kvæma prófanir og hér birtist sú fyrsta. blÓlDASkÁlA Michelsen. ar, svo auðvelt er að fara með þær og fjölga þeim. Þær eru góðar á hillum og stoðum, sem og í hengipottum. Burknar eru ómissandi á svona stað, og geta verið til mik- illar prýði baka til, og á súlum, geta blöðin á sumum burkna- tegundum orðið mjög löng, teygja sig allt að metra frá súlu eða gólfi. í dimmasta skotinu má svo planta Aspedistru, og geta blöðin orðið mjög stór og gróskumikil, í góðum jarðvegi. Þer sem birt- an er betri getum við plantað forlagajurt (Clerodentroii) og getur hún teygt sig og vafið um stoð og þræði, eftir því sem hver hefur rými til, og mun hún ríkulega launa með sínum fögru blómum, sem standa mánuðum saman. Þá mun „Passiflóra“ (fleiri teg.) njóta sin vel og vaxa fljólt og blómstra bláum og hvitum blómum. Cobea scandes (sumarklifur- olanta) er dugleg, rikt blómstr- andi og fljótvaxin. Hoyja carnosa, er fljótvaxin með þykk, gljáandi blöð, og blómstrar fallegum blómkíösum, ljósbláum og ilmandi, er standa afar lengi. Konga- og rússavínviður fara vel hér, en sólin má ekki skina of sterkt á þessar plöntur, er ég hér hef nefnt. í næstu grein mun ég nefna fleiri plöntur, sem góðar geta talizt á svona stöðum, og þá einnig nokkrar sem þola vel sólina.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.