Vikan


Vikan - 12.07.1962, Page 43

Vikan - 12.07.1962, Page 43
Búskapurinn var mér kvalræði. Framhald af bls. 9. — Líklega ekki. Þó man ég það ekki vel. — En nám hefur ekki komizt til tals? — í rauninni stundaði ég nám uin tíma. Það atvikaðist þannig að Jón nokkur Levý kom að Stóru- Borg, þegar ég var um tvítugt. Hann setti upp verkstæði hjá okkur o£> fékkst mikið við úrsmiði. Auk þess var hann jafnvigur á flesta málma. Hann kenndi mér að sverfa oir ég lærði talsvert í úrsmíði af honum. Ég var í fjóra mánuði i læri hiá Jóni Levý og það varð mér ómetanlegur slcóli. Líklega hefur liað samsvarað fjögurra ára námi. Karlinn var svo harður. Hann byrj- aði ævinlega daginn með brenni- vínsstaupi og ef ég mætti nógu snemma, fékk ég líka staup og það þótti mér ágætt. Svo var unnið lát- laust til miðnættis. Hann var af- skaplega fljóthuga oí? bráður, Jón Levý, og ég held hann liafi rekið mig þrisvar þessa fjóra mánuði. Þá settist ég bara og beið þess að allt yrði gott aflur og þess var vanalega skammt að bíða. — Og svo hefur alvara lífsins byrjað og þú hefur kvænzt og farið að búa. —- Rétt er nú það. Ég fór að húa á Litlu-Borg, næsta hæ. Þá var ég rétt innan við þrítugt. Þá var orð- ið lítið um vinnufólk utan gamal- menni. .Breytingin var komin á. Þá komu einyrkjar til skjalanna og ég var einn af þeim. Jörðina fékk ég i arf eftir föður minn. Hann átti fjórar jarðir og Litla-Borg kom í minn hlut. Ég hafði bæði kýr og fé, en mjög fátt og það var erfitt í ári. Heyskaparaðstaðan var mjög erfið, enda er Litla-Borg nú í eyði. Eng- inn vill nýta jörðina. Veiðifélagið hefur veiðina og það er al!l og sumt. Ég veiddi alltaf mikið af laxi og silungi og það bjargaði hcimilinu frá sulti og neyð. Þá var allt skammtað. Ég sótti um aukinn mat- arskammt, því búið gaf svo litið af sér. Ég fékk eitt nei. Þá bjargaði laxinn. Hann saltaði ég niður i tunnur. — En silfursmíðin? — Hún var olnbogabarn. Á vet- urna reyndi ég að smíða liverja stund, sem gafst frá gegningum, en lítið gaf það í aðra hönd. Vönduð svipa, silfurbúin, kostaði þá kr. 5,50 og svipa af venjulegri gerð kostaði rúmar þrjár krónur. Ég smíðaði líka ístoð, tóbaksdósir og brenni- mörk. Ég notaði upphafsstafi úr Bibliunni á brennimörkin. Mér var sagt að jiað væri fallegasta letur sem til væri. — Þú hefur aflað þér verkfæra? — Jón Levý, sem ég sagði þér frá, pantaði áhöld fyrir mig og sum áhöld smíðaði ég sjálfur. Eitt- hvað á ég af þeim ennþá. Til dæm- is jjessa skrúfklúppa. Þeir eru til þess að búa til skrúfugang. Ég get búið til skrúfugang á örmjóa prjóna með jiessu tæki og hér lief ég löð með fimmtiu götum mismunandi stórum. Maður dregur silfurvirinn í gcgnum þessi göt, hvert af öðru, og smám saman verður þráðurinn grennri. Ég vinn allt silfrið sjálfur. Þessir örmjóu jjræðir í víravirkinu eru lil komnir á þennan hátt. Furðulegt, ekki satt? Mest varð ég undrandi á skrúfklúppunum, sem Kristófer nefnir svo. Þeir eru úr stáli. Og hvernig hann hefur farið að þvi að sverfa skrúfuganginn i stálið er mér ráðgáta. Ilann sýndi mér lika trémót sem liann hafði skorið til þess að geta steypt alls konar hluti. Allt með sama snilldar- handbragðinu. Við drukkum saman kaffi í stof- unni og horfðum út um gluggann á dráttarvélina sem dró áburðar- dreifarann fram og aftur um túnið. Og handan við flóann sáust há- hýsin á Laugarásnum og i Klepps- holtinu. —• Af hverju ertu kominn hing- að suður? spurði ég. — Dóttir min var að byrja bú- skap hér á Kúludalsá og mæðiveik- in var búin að drepa fyrir mér svo til allt féð. Ég átti tólf kindur eftir. — Varstu hneigður fyrir hú- skap ? — Ne, ég er dável glöggur á dauða liluti, en mér virðist allar kindur eins. Búskapur var mér kvalræði. Ég hékk við hann af illri nauðsyn. En sýndu mér myllur og sylgjur frá 17. öld og þá er ég betur heima. — Flögraði það aldrei að þér að bregða búi og gerast silfursmið- ur i kaupstað? — Vissulega, en það kom aldrei til greina. Við hjónin áttum fimm börn og konan vildi ekki leggja út í þess háttar ævintýri. Það var líka mjög hæpið á þeim timum svo ég var kyrr á minni röngu hillu. — En var það saknaðarlaust að yfirgefa Viðidalinn? — Það var það ekki, cn ég kunni fljótlega vel við mig á Kúludalsá. Ekki sízt vegna þess að þá gat ég snúið inér nálega einvörðungu að silfursmíðinni og hef tekið talsverð- um framförum. Þess var lika von, því áður stalst ég frá búskapnum til þess að smíða. Nú smiða ég mest víravirki. Það er óhemju seinlegt og mikið þolinmæðisverk. Ég þarf á miklu þolgæði að halda. — Er það mest eftir pöntunum? — Einkum er það, já. Hérna cr stokkabelti með 16 stokkum. Það er þriggja mánaða verk að smíða svona belti. — Og hvað kostar það? — Ætli það kosti ekki nálægt tíu þúsund krónur. Mér hefur allt- af fundizt það talsverður viðburð- ur þegar einhver pantaði stokka- belti og ekki veit ég nákvæmlega hvað mörg þau eru orðin. Liklega nálægt tuttugu. — Ertu lengi við smíðina á degi hverjum? — Það cr mismunandi. Oftast er ég kominn að verki kl. 7 að morgni, en svo er misjafnt livernig dagur- inn nýtist. Að vetrinum er ég held- ur linari. Þetta er timburhús og stundum verður kalt á veturna. Það er ómögulegt að vera við svona verlc í kulda. En um sláttinn dreg ég mig út og lijálpa til við liey- skapinn. Það er svona rétt til hress- ingar. Útivera er holl. Um rétta- leytið sezt ég við aftur og nú held ég að þú sért búinn að fá að vita það sem máli skiptir. — ★ Nijtt útlit Ný tækni ■M Lækjargötu, Hafnarfirði. — Sinii 50022 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.