Vikan


Vikan - 19.07.1962, Side 2

Vikan - 19.07.1962, Side 2
r FYLGIÐ ÞESSUM NOXZEMA REGLUM DAGLEGA Bezta leiðin til að öðlast fagra húð er að hún fái góða næringu. Noxzema krem hefur þann kost fram yfir önnur krem, að það inniheldur sérstök efni, sem eyða bólum og útbrot- um og gera húðina mjúka og fagra. Það gerir þvi meira gagn en venjulegt hreinsunarkrem og ber fljótan árangur. Reynið Noxzema Skin Cream í dag og þér munuð sannfærast að ekkert krem jafnast á við það. 1 Kvölds og morguns: Hreinsar eins og sápa. Skolast af með vatni. Nærir húðina um leið og það hreinsar. 2 Eftfir þvottinn: Berið á Noxzema. Ósýnilega ver það húðina gegn útbrotum. 3 Undir háttinn: Berið svolítið aukalega á ból- ur eða útbrot. Hin fitu- lausa efnasamsetning i Noxzema græðir fljót- lega. noxzema skin cream f fuUrí alvöru; Þjóðcrois- brokioo Margskonar bagi fylgir því að . vera smáþjóð, ekki livað sizt nú, á öld ríkjasambandanna og banda- laganna, þar sem smáþjóðirnar geta ilia haldið lilut sínum, sem þátttakendur —^ þrátt fyrir allt jafnréttishjalið — þvi síður mark- að forystuna, þótt þær hafi ef til vill meiri þroska til þess en múg- ríkin, og verða með öllu réttlaust bitbein, ef þær vilja halda sér fyr- ir utan slik samtök. En því að vcra smáþjóð fylgja lika nokkrir kostir. Meðal þeirra er sá, að því smærri sem þjóðin cr, því færri eru þær þjóðir, sem liún getur litið niður á með hroka og rembingi. Sannast þar liið fornkveðna, að „það bagar margan illt að gera, að hann getur það ekki“ — en það er lika kost- ur, þótt vanmátturinn sé ekki neinn koslur i sjálfum sér. Margir af þeim rithöfundum og andans mönnum, sem trúðu á manninn, eins og það er kallað, er menn trúa þvi og treysta, að hið góða í manneðlinu muni sigrast á þvi illa, héldu því fram að þjóð- ernishrokinn mundi hverfa úr sög- unni við bættar samgöngur og aukin kynni þjóða á milli. Þjóð- ernishrokinn væri einskonar af- dalabragur, sprottinn af þröngsýni einangrunarinnar. Það kann að vera að þeir góðu menn rcynist sannspáir, en l)að setlar þá að þurfa að minnsta kosti fleiri kyn- slóðir en eina, til að glata þeim hroka —- hann virðist aldrei meiri en einmitt nú, þegar þoturnar liafa gert heiminn að einu lireppsfélagi, hvað nábýlið snerlir. Minnir jjetta óþægilega á söguna um norðlenzku ömmuna vestur i Kanada, sem sagði í umvöndunartón við dóttur-dóttur sina: „Segðu „hel-l-p‘‘ manneskja. Þú ætlar j)ó ekki að fara að apa Linkuna eftir Sunnlendingum.“ Skrítlan kann að vera uppspuni, en þó sá fótur fyrir lienni, að jafn- vel sýsluhrokinn liafi enzt talsvert, eftir að landinn gerðist litil eind í milljónamúg stórþjóða. Þannig virðist það líka ætla að verða með þær þjóðir, sem gerzt hafa aðilar að hinum miklu og voldugu bandalögum. Þólt þær séu nú, fyrir hina tæknilegu þróun, orðnar nágrannar sinn hvorum megin við bæjarlæki og gerþekki háttu og heimilisbrag hver hjá annarri, virðist jjað ætla að hald- ast sem ófrávíkjanleg regla, að sú stærri liti niður á þá smærri og ætli henni skarðan hlut i öllum samskiptum; hiki jafnvel ekki við að beita j)ær kúgun og fantaskap, ef þær telja sig við þurfa. Það hörmulegasta er, að þetta verður óhjákvæmilega til að auka á og espa þjóðernisliroka með sér- hverri smærri þjóð, sem verður að þola ofbeldi og hroka af sér stærri — sem svo aftur bitnar á þeim, sem eru enn minni, sam- kvæmt lögmálinu, „karlinn ber Framliahl á bls. 31.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.