Vikan


Vikan - 19.07.1962, Side 12

Vikan - 19.07.1962, Side 12
Áburðarvélinni Piper Super Cum, snúið í gang. VÉLFLUG Kostnaðurinn við að stunda vélflug sér til dægrastyttingar er ærið mis- munandi eftir því hvernig vél flugmaðurinn gerir sig ánægðaln með, og hvað hann ætlar að læra mikið, eða hverra réttinda hann hyggst afla sér. Hér er áætlaður kostnaður í hinum ýmsu tilfellum: Sóló (þ e. réttindi til Þess að fljúga einn án farþega og án kennara). Minnsta flug 8 til 12 tímar. Kostnaður frá kr. 270 x 8 til 12, ef notuð er ódýrasta gerð véla. A-próf (þ. e. einkaflugmannspróf, sem veitir réttindi til þess að fljúga með farþega án endurgjalds, en farþegum er þó heimilt að taka þátt í flugkostn- aði allt að 50%). Minnsta flug 40 til 60 timar á kr. 270 pr. klst. Bóklegt námskeið í ca. þrjár vikur um kr. 1500. Kostnaður 270 x 50 tímar .................. kr. 13.500 Námskeið .................................. — 1.500 Samtals kr. 15.000 B-próf, atvinnupróf: 200 tíma flug + 40 tíma blindflug + 20 tíma næturflug. Bóklegt nám- skeið um kr. 2000.00. Minnsti kostnaður: A-próf ......................................... kr. 15.000 150 tímar x 270 .................................. — 40.500 40 tíma blindflug x 590 ........................ — 23.600 20 tíma næturflug x 590 ........................ — 11.800 Bóknám ........................................... — 2.000 Samtals kr. 92.900 Kaupi einkaflugmaður sér vél (verð ca. 80.000—300.000 kr.) kostar rekst- urinn frá 200 kr. upp í 500 kr. á flugtímann (brennsluefni, tryggingar, við- hald, skoðanir o. fl.). Þessi kostnaður flugmannsins getur lækkað verulega, ef farþegar taka þátt í honum. í Rekstrarkostnaður einkaflugvélar miðað við 200—300 kl.st. flug. v -liMSl "i. Benzín 40—70 lítrar á 2.44 kr. per 1. Minnst (miðað við 300 kl/st flug) Mest miðað við 200 kl/st flug) 1 flugtími Minnst Mest kr. 30.000 kr. 35.000 kr. 100 kr. 175 Tryggingar frá kr. 4 000 til 15.000 — 4.000 — 15.000 - 13 - 75 Skoðanir á 25 kl/st fresti. — 5.000 — 4.000 — 16 — 20 Ársskoðun — 20.000 — 50.000 — 60 — 250 Samtals — 59.000 — 104.000 — 189 — 520 Fæstir áhugaflugmenn eiga flugvélar sjálfir, heldur láta sér nægja að taka vél á leigu fyrir hvert flug. rr triNNi ER.. ÞRONGT Bárður Daníelsson við vél sína, Er Coupe 415 C. Áhugaflugmaðurinn segir: Bárður Daníelsson, verkfræðingur. VIKAN hefur beðið mig að svara því, hvers vegna ég hafi valið flug sem „hobby“. Svarið er einfaldlega það, að mig hefur alla tið, frá því ég var á fermingaraldri, langað til að læra flug og iðka það. Sem unglingur fylgdist ég mjög vel með því, sem gerðist í flug- málunum hér innanlands og var lengi vel ákveðinn i að gerast at- vinnuflugmaður. Þegar ég var sextán eða seytján ára, skrifaði ég Alexander Jó- hannessyni prófessor, sem þá var aðalmaðurinn i flugmálunum hér heima, og hað hann að gefa mér upplýsingar uin flugskóla í Dan- mörku eða Þýzkalandi. Ég fékk mjög vinsamlegt bréf frá prófessorn- um nokkru síðar, og kvaðst hann fús að veita mér umbeðnar upp- lýsingar um flugskóla i Danmörku eða Þýzkalandi. Hins vegar gæti liann, þvi miður, ekki ráðlagt ungum mönnum að ieggja fyrir sig flug, með atvinnu fyrir augum, eins og þá var háttað í flugmálunum. Flug- félagið hafði þá um tíma rekið tvær vélar í samvinnu við Luft- Hansa, og hafði sú útgerð gengið eitthvað erfiðlega. Ekki leizt mér á að leggja i mikinn tilkostnað við að læra flug og verða síðan at- vinnulaus atvinnuflugmaður. Ég valdi þá annað ævistarf og hefi aldrei iðrazt þess. — Þótt ég þannig hætti við að gerast atvinnu- flugmaður, þá iangaði mig stöðugt til að læra flug og iðka það sem sport, en einhvern veginn kom ég því aldrei í verk fyrr en á síðast- liðnu ári. Vissulega hefði verið æskilegt að læra fyrr. Fertugur Framhald á bls. 43. Tiger Moth tvívængja. 12 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.