Vikan


Vikan - 19.07.1962, Page 13

Vikan - 19.07.1962, Page 13
^ <• í : Halldór Eiríksson bílstjóri kominn á bak fyrir utan Fáks-húsin. Tak hnakk þinn og hest ReiSskjóti (góSur, fulltaminn hestur) kr. 8—12.000 Reiðver (hnakkur, beizli og svipa) ............... — 6.300 Fóðrun, hirðing og hag- beit .................... — 4.000 Reiðstígvél, reiðbuxur og fleira .................. — 2.000 Samtals kr. 20—24.3IK) Við þessnr tölur skaðar ekki að hafa i huga, að hestar hafa gengið kaupum og sölum fyrir 5000 til 25.000 krónur undanfarin ár. Ekki mun þó vera fjarri lagi að reikna meðalverð vekringanna frá 8.000 til 12.000 krónur. Nærri lætur, að ful komið reiðver kosti um eða yfir kr. 6.000. Hér er reiknað með, að éigandinn verði að kaupa allt fóður og samuleið- is hirðingu, hagbeit, járningar o. s. frv. (til dæmis hjá Fáki). Þeir, sem hafa að- stöðu til þess að sinna hestum sínum sjálfir, geta oftlega lækkað kostnað- inn verulega og komizt allt niður i kr. 1.000 á hvern hest. í þéttbýlinu hafa saint fáir slíkar úrvals aðstæður. Hjónin, Anna Oddsdóttir og Friðjón Stephensen eru meðal hinna mörgu, sem heillazt hafa af hestamennskunni. HESTAMENNSKA Ragnar T. Árnason kennir einum syni sínum listina. Hestamaðurinn segir: Ragnar T. Árnason, útvarpsþulur. Frá því að ég var smástrákur hcf ég haft mik-ið yndi af góðum peiðhestum og gerðist snemma fylgisveinn og túikur erlendra férðamanna, sem leigðu sér hesta til stuttra ferða í nágrenni Reykjavikur. Aðallega gerði ég þetta til þess að komast á hestbak. Á þeim tuttugu árum, sem ég hef átt hesta, hef ég átt þess kost að ferðasti mikið um landið, svo sem norður Sprengisand og suður Kjöl — og ótal ferðir i Borgarfjörð, vestur í Dali og víðar, og eru þær ferðir ógleymanlegar. Eins er ég vissi um, að maður kynnist betur landi og þjóð með því að fara riðandi um sveitir, heldur en akandi í bil. Ég fer á hverju ári með fjölskylduna í ferðalög, og eru þá allir velriðandi, t. d. var elzti strákurinn minn ekki nema sjö ára, þegar ég fór fyrst með hann upp í Borgarfjörð, og liafði hann þrjá til reiðar. Ég ef oft orðið var við þann misskilning ókunnugra, að erfitt sé að eiga hesta í Reykjavík, vegna þess hve óhægt sé um vik að ferðast um nágrennið vegna bifreiðaumferðar, en þetta er alger misskilningur. Ótrúlega víða er hægt að fara fáfarnar leiðir um nágrenni borgarinnar, og það meira að segja leiðir, sem helzt minna á óbyggðir. Þetta er nú reyndar orðið mörgum ljóst, og sann- ast það á því, hve margir bætast stöðugt i hóp hestamanna höfuðborgarinnar. Sem sport álít ég hestamennskuna m. a. hafa það fram yfir flestar aðrar úti- iþróttir, að hana er hægt að stunda allt árið um kring, ekki sízt að vetri til, þegar hestarnir eru nærtækir. Á alþingisliátíðinni 1930 fékk ég auðvitað frí úr vinnunni eins og allir aðrir og ætlaði að bregða mér á hestbak. Ég var þá sendisveinn í verzlun. Ég labbaði mig til Hesta-Manga með 5 krónur i hendinni og leigði mér hest. Iiesta-Mangi Framhald á bls. 43. VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.