Vikan


Vikan - 19.07.1962, Page 31

Vikan - 19.07.1962, Page 31
fariO á stefnumót, en þú situr helma. Ég veit hvernig þaO er, þegar maOur er í Þessu starfi. — Já .... ég var alltof þreytt til að iara út í kvöld, varð Nicki aO oi'ði. — Auðvitað. Ég skil það. Stúlkan tók sér sæti á stól og spennti greipar á hné. Enn hafði Nicki ekki þorað að lita í augu henni en nú stóðst hún ekki lengur mátið og komst að raun um að hin myrka, heita glóð hafði sízt rénað. — Hvernig ganga æfingarnar ann- ars, spurði Jill léttum rómi. — Ég held að þær gangi bara vel, svaraði Nicki. Jill hló enn. —- Þú hefur að sjálfsögðu álitið að ég meinti ekki neitt með þvi, sem ég hafði við orð síðast, sællar minn- ingar. Eða á ég ekki kollgátuna? — Þú varst dálítið æst .... Jill greip til kápu sinnar, stakk hendinni i vasann og dró upp lítið, móbrúnt gias. Nicki starði á hana, og gat hvorki hreyft legg né lið. -— En nú skaltu komast á aðra skoöun, sagði Jill leiðslukenndri röddu. Ég skal standa við hvert eitt orð. Ég er staðráðin i aö myrða þig og fremja síðan sjálfsmorð. — Já, en góða min, heyrði Nicki sjálfa sig segja. Vertu ekki með þessi heimskulæti. — Þú hélzt að ég vildi einungis blekkja þig. En Því fór fjarri. ÞaÖ er ég, og ég ein, sem er sköpuð fyrir þetta hlutverk. Ég er betri leikkona en þú, mun betri. Veiztu í hverju þér er fyrst og fremst áfátt? spurði hún eins og sérfræðingur. Þú ert ekkert nema röddin, en hvorki af holdi né blóOi. Þú getur eingöngu léikið meö raddböndunum og þar meö eru þínir hæfileikar upptaldir. Og nú ætla ég að neyða þig til að taka inn eitriO, skiluröu .... Nicki spratt á fætur. — Ef þú gerir minnstu tilraun í þá átt, skal ég æpa svo hátt aö þakiO rifni af húsinu! — Þess er rödd þín ekki megnug, þrátt fyrir allt. Þú hefur ekki heldur það skap, sem með þarf til slikra hluta. Ködd hennar var beiskju bland- in. Þú hefur ekki skap til að berjast fyrir hlutverki, að minnsta kosti ekki á sama hátt og ég. Ef maður ætlar sér að komast eitthvað áfram í leik- listinni, verður maður að geta barizt eins og brjáluð manneskja, brjóta sér leið, fet fyrir fet, með klóm og kjafti .... Hún dró tappann úr glasinu. — Komdu þér út, hrópaði Nicki. JILL, YARBOROUGH hló og reis seinlega á fætur. Hún beit á jaxlinn, setti fram axlirnar og augun loguðu í fölu og tærðu andlitinu, þegar hún nálgaðist Nicki. — Þetta er þín banaskál, Nicki, hvæsti hún hrjúfri röddu og hélt hátt móbrúna glasinu. Þín .... Nicki veinaði. Stúlkan nam skyndilega staðar og svipur hennar gerbreyttist. Glóðin i augum hennar slokknaði. Hún strauk titrandi hendi um enni sér, dró djúpt andann og lyfti litla, móbrúna glasinu með eiturmerkinu á miðanum að vör- um sér, hallaði höfðinu nokkuð aftur og renndi úr því í einum teig; kyngdi sopanum og varpaði glasinu síðan frá sér. Nicki, sem hafði starað stjörf á aðfarirnar, losnaði úr fjötrunum þegar glasið skall í gólfið. Henni varð fyrst fyrir að grípa höndunum fyrir andlit sér og reka upp hljóö. Þegar hún tók hendurnar aftur frá andlitinu, sá hún hvar Jill stóð enn i sömu sporum á gólfinu, eins og væri hún lömuð af skelfingu og ótta við sínar eigin gerðir. Nicki gekk til hennar, kjökrandi. — Snertu mig ekki, hvæsti Jill, lágri, hásri röddu. Þú hefur fengið vilja þínum framgengt. Hún steig fram um skref og riðaði við. Ó, guð minn góður, kveinaði hún og greip báðum höndum um kvið sér. Ég loga öll og brenn .... — Ég hringi til læknis, sagði Nicki ákveðin. — Nei, það gerir þú ekki .... Jill reikaði að legubekknum. Greip báðum höndum um gaflinn svo hnú- arnir hvítnuðu við. Svo hneig hún niður, engdist sundur og saman. Nicki hljóp að símanum. LÆKNARNIR tveir, sem báru Jill inn í sveínherbergi Nicki og lögðu hana i rekkju, voru báðir ungir og báðir dálítið kaldranalegir. Þeir lok- uðu svefnherbergisdyrunu.il og Nicki heyrði einhver annarleg, sogandi hljóð nokkra hríð. Loks komu læknarnir fram aftur. Annar þeirra, ljóshærður og vel vax- inn, tók til máls. — Hún jafnar sig áður en langt um líður, sagði hann. Eítir einn tvo daga verður hún aftur fleyg og fær. Við dældum öllu úr henni og gáfum henni róandi lyf. — Hún heldur því fram að hún hafi tekið eitrið inn í ógáti; haldið að það væri hóstasaft, mælti hinn. Voruð þér viðstödd þegar þetta gerð- ist? — Já, ég var það. Hann virti hana fyrir sér um hríð. — Þér skiljið eflaust, að hafi hún vitað að um eitur væri að ræða og drukkið Það af frjálsum vilja, veröum viö að tilkynna lögreglunni það. Sjálfsmorðtilraun er glæpsamlegt at- hæfi, lögum samkvæmt. — Þér eigið við að henni veröi varpað í fangelsi? — Nei, svo bölvað er það ekki. Hún verður lögð í sjúkrahús til nánari athugunar, svo við getum fylgzt með henni og látið sálfræðing taka hana til bæna. Getið þér vottað að full- yrðing hennar sé sönn? — Já, svaraði Nicki og leit undan. Það var eingöngu fyrir vangá .... ÞEGAR læknarnir voru farnir gekk Nicki að símanum og hringdi til herra Wolfe. Hann hlustaði þögull á þegar hún sagði honum frá því að móðir sín hefði skyndilega veikzt og lægi fyrir dauðanum. — Ég verð að fara heim, sagði Nicki, og það getur dregizt um nokkrar vikur að ég geti mætt á æf- ingum .... — Já, ég skil það, mælti herra Wolfe loksins. Þetta er leitt. Ég álít að þér hafið verið sem sköpuð til að leika þetta hlutverk. — Er þá ekki nein önnur .... — Jú, reyndar, svaraði herra Wolfe. Það er um að ræða stúlku, sem viö reyndum áður en ég mundi eftir yður .... Hamingjunni sé lof, hugsaði Nicki með sér. Að svo mæltu kvaddi hún herra Wolfe og lagði talnemann á. Hún læddist hljóðlega inn í svefn- herbergið, en Jill opnaði augun, þeg- ar hún nálgaðist rekkjuna. — Ég hringdi til herra Wolfe, sagði Nicki. Ég tilkynnti honum að ég gæti þvl miður ekki leikið hlutverkið. Nú stendur þér þaö til boða. Geröu svo skór mcð Tegund: 643. hvítir, brúnir, beingulir. Verð kr. 489,00. vel .... ég hef áreiðanlega ekki eins mikla þörf fyrir það og nú .... Jill hló, merkilega styrkum og glöð- um hlátri. — Það er ekki eingöngu það, sagði liún. Ég er meiri leikkona en þú, og á því skilið að fá hlutverkið. Eða hef ég kannski ekki sannað það? — Hvað áttu við .... — Var ég kannski ekki að dauða komin, svaraði Jill og hló nú hærra en nokkru sinni fyrr. Staðfestu lækn- arnir það kannski ekki eða hvað? Gætir þú drukkið vatnssopa og haft bana af, eða því sem næst? Það var allt og sumt, skilurðu. Tært og ó- mengað vatn! Hefurðu kannski hæfi- leika til að leika það eftir? Hún reis upp við dogg og hvessti tinnusvört, ögrandi augun á Nicki, sem hörfaöi um skref aftur á bak. — Gætir þú leikið það eftir, hróp- aði Jill Yarborough, sigri hrósandi. ★ | Þ j óðernishrokinn Framh. af bls. 2. kerlinguna, kerlingin vinnukonuna, vinnukonan krakkuna og krakkarn- ir hundinn.“ Verður og ástandi þvi, sem nú rikir á hinu mikla heimili þjóðanna, vart lýst betur með öðr- um orðum. En til er einnig annað lögmál, sem aldrei fellur úr gildi og sagan — bæði einstaklingssagan og mann- kynssagan — hefur óvefengjanlega sannað. Sá, sem með sverði vegur skal fyrir sverði falla. Ofbeldið veitir að visu oft og tiðum sigur. jafnvel oftast nær. En sá sigur er aldrei nema stundarsigur og jafn- an upphafið að endanlegum ósigri. Þannig hlýtur enn að fara. Við liöfum þess nærtæk dæmi. Nazist- arnir þýzku gerðu þjóðernishrok- ann að grundvelli sinnar pólitisku trúar og létu smáþjóðirnar i ná- grenninu fá að kenna á því. Það varð verst fyrir þá sjálfa. Það er þvi, þrátt fyrir allt, nokk- ; ur kostur að vera smáþjóð. Og |þegar á allt er litið megum við fslendingar eflaust prísg okkur sæla fyrir það, að við skulum fyrir fæð okkar og smæð ekki geta litið niður á neina nágrannaþjóð okkar — nema Færeyinga. Drómundur. VIKAN 31

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.