Vikan


Vikan - 19.07.1962, Side 35

Vikan - 19.07.1962, Side 35
það gat eklú veri'ð gert vegna birt- iinnar. Hún gerði þetta af einhverj- um kyrrlátum þokka, eins og hún væri að framkvæma helgiathöfn. Hvort það væri fleira? spurði hún. Nei, það var ekki fleira. Þau horfðust i augu lengi. Svo leit hún á mig, brosti: — Góða nótt, maður frá fslandi. Og hvarf inn í hýsið. II. — Ég ætlaði að segja yður sögu, var ekki svo? Þér fáið hana, en ekk- ert liggur nú á. Við skulum fyrst bragða þe-tta. Hann tók flöskuna, brá henni upp að ljósinu, virti hana vandlega fyr- ir sér, varð íhugull á svip. Það var eins og' hann hefði aldrei séð vín- flöslui áður, vissi tæplega hvort ó- hætl væri að rjála við slíkan vökva. Svo skellihló hann og hellti í glösin. — Nú, það er aldrei að henni hef- ur litizt á yður! Furðulegt! Þetta er sem sé úr hrimanmundinum hcnnar. IJað vantaði ekki, að lrann væri sómasamlega útilátinn — þeg- ar tiann loksins kom. — Hún gerir yður rneiri sæmd, en yður, ókunn- an mann, getur grunað. — Hann lyfti glásinu: — Ég drekk yður til heilla! — Kæra þökk ! En þessi sæmd er því piiður óverðskulduð, en veitt í trausti til skarpskyggni yðar, herra. — Jú, hún treysti mér, þegar engir aðrir gtrðu það. Guð refsi mér, ef ég gleymi þvi nokkurn tima. En nú skuluð þér heyra söguna mína — söguna um vatnið. — Ég er fæddur í Aþenu. Faðir minn var vinkaupmaður, eins og ég hef sagt yður. Móðir min var gull- smiðsdóttir. Við vorum tveir bræður, Alexander og ég. Hann var þrem árum eldri. Foreldrar mínir voru fátækir. Þetta var litil verzlun og við höfðum eigintega ekki nema rétt til hnifs og skeiðar, með ýtr- ustu sparsemi. Það var aldrei sultur, en oft hefði ég þegið mcira í upp- vextinum, en blessuð móðir mín sá sér fært að skammta. En þó að foreldrar mínir væru fátæk, voru þau vel mönnuð og höfðu fyllsta hug á að koma okkur drengjunum til rpanns. Við gengum í verzlunar- skóla hvor á fætur öðrnm og þóttum duglegir strákar. Þegar Atexander hróðir minn hafði tokið prófi gerð- ist liann starfsmaðnr i fyrirtæki föður okkar. Ættunin var sú, að hann reyndi að drífa verzlunina upp. En það var þungur róður. Okk- ur vantaði fjármagn og viðskipta- sambönd. Þegar ég hafði lokið prófi var ekk- ert fyrir mig að gera heima. Það var afráðið að ég leitaði mér virinii við einliverja verztun í Aþenu. Porfyrios Melas bar þá höfuð og herðar yfir alla vínkaupmenn í Aþenuborg. Hann var auðugur og miikls virtur borgari, hámenntað- ur og hörkuduglegur. Melasfólkið teit mjög stórt á sig. Þetta var gam- alt og gróið verzlunarhús með við- skiptasambönd utanlands og innan, útflutnings- pg innflutningsverzlun, átti útibú í öllum helztu borgum Grikklands. Ég var svo stálheppinn að komast að hjá Melas gamla, vann þar í nokluir ár, var að visu undir- tytla, en lærði mikið. Þó kom þar, að hann fór að trúa mér fyrir mikil- vægari störfum, þar á meðal ferða- lögum og erindrekstri fyrir verzt- unina, bæði heima og erlendis. Hon- um líkaði ágætlega við mig. Ég var ftohmvn’s barnapúður notið JONSON‘S barnapúður eftir tivert bað og alltaf þegar skipt er um bleyju. tydmwn’s barnavörur Barnapúður, Olía, Lotion, Shampoo, Sápa, Eyrnapinnar, Bleyjur, Þvottaefni. Heildsölubirgðir: FltlÐRIK BEItTELSEN & CO. H.F. - Laugavegi 178. — Sími 36620. BABY POWDER nokkuð ýtinn i þá daga og ekki ólaginn. Jú, hann var svo sem oft nógu hýr á brúnina þá, þegar ég kom lieim úr vel heppnaðri ferð. Hafði það til að segja: „Þér farið laglega með, ungi maður,“ þegar þann hafði litið yfir kostnaðar- reikninginn. Eða: „Þér verðið ein- hvern tíma dugandi, drengur minn, ef þér haldið svona áfram“. Það var mikið hrós af vörum Porfyriosar Melas. — Og liafði það þá til að ýta til manns laglegum skildingi i aukaþóknun, því stór gat hann verið i sér. Ég var farinn að leggja ofurlítið fyrir og framtiðin virtist þjört og brosandi. Það var líka farið að ganga mikið betur heima. Bróðir minn var farinn að græða talsvert. Það var farið að taka mark á verzl- un Köstaris feðganna. Við vorum ekki lengur hreinir ómerkingar á mörkum örbirgðarinnar. Já, þvílikir dagar! Hann þagnaði, þagði drjúga stund. Ég áræddi einskis að spyrja. — Og svo gerðist það, að ég sá Soff- íu Melas. Ég hafði reyndar kannski séð hana áður, en ekki þorað svo mikið sem að lita á hana. Hún var ýngri dóttir verzlunareigandans, gyðja á Ólympstindi, ég sveinstauli, allslaus. Þetta var á hundrað ára afmæli verzlunarhússins, — stór- veizla og við öll ör af víni, glöð. Stéttamunurinn hvarf i veizlu- glaumnum. Við sungum, hlógum og dönsuðum. Ég var orðinn nokkuð öruggur í framkomu þá, farinn að treysta mér, tivergi smeikur hjörs í þrá, eins og sagt er. Ég skeiðaði mig beint inn i tjónagryfjuna, inn i fjölskyldukransinn, og bauð Soffíu Metas í dans. Hún var óviðjafnan- leg! Hún var guðdómleg! Ég varð ástfanginn af lienni frá því augna- bliki, að ég tók i hönd lienni. Frá því augnabliki, að ég lagði arminn utan um hana var ég glataður mað- ur. Síðan hef ég aldrei séð neina aðra konu. Furðulegt, eins og fullt er af þessu um allar jarðir! Finnst yður ekki? Hann þagnaði aftur, varð ihugull og glettinn á svip, eins og drengur, sem brýtur heilann um skemmtilega ráðgátu. — Við Soffia sáumst oft eftir þetta, hjá því varð ekki komizt. Ég varð þess fljótt áskynja, að hún var sama sinnis og ég. Þetta var dálitið snúið samkvæmt því siðakerfi, sem ríkti i Aþenu í þá daga. En við fundum alltaf ráð. Jú, það bar ekki á öðrul F"yrst i stað var þessu enginn gaum- ur gefinn. Það voru himneskir dag- ar! Við hétum hvort öðru eiginorði og tryggð í lifi og dauða. Þar við hefur staðið til þessa dags. Þér meg- ið vita það strax! Fln nú fór kjaftæðið að slæðast í kringum okkur og þann gamla hlaut að vera farið að gruna eitt- livað. Hann fór að hafa mig i stöð- ugum ferðalögum, aldrei friðar- stund heima. Ilann fól mér að hyggja upp að nýju allt sölukerfið i Egyptalandi. Og ég verð að segja það, að ég gerði það rækilega, enda viðurkenndi hann það, bæði í orð- um og fjárgreiðslum. Ég var svo mikið barn — og reyndar við bæði — að ég var farinn að halda, að bónorði mínu myndi verða sæmi- lega tekið, þegar þar að kæmi. Já, þegar bezt lá á mér, gat mér meira að segja dottið i hug, að ég yrði þakksamlega meðtekinn i fjölskyld- una og gerður að deildarstjóra fyrir útflutningsverzluni'na. En ég þekkti Porfyrios Melas helzti lítið þá. Og svo var það einu sinni, er ég kem heim úr verzlunarferð, að Soffía sér sér færi á að ná fundi mínum. Það cr kominn biðill i spil- ið, auðugur og tiginn. Faðir hennar VIKAN 35

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.