Vikan - 19.07.1962, Blaðsíða 42
Dúkur
Framh. af bls. 25.
in út frá beim með því ljósa. Athugið
vel skýringarmyndina.
Þrjár efri nálateikningarnar sýna
hvernig saumað er til hægri, en
þrjár neðri hvernig saumað er til
vinstri. Takið nú dúkefnið, finnið
miðju þess og merkið. Mælið 15 cm
frá miðju á 4 vegu og merkið, þann-
ig niyndast ferhyrningur, sem
mynztrið situr á.
Nauðsynlegt er að telja út fyrstu
stjörnuröðina. Gjarnan má fjölga
eða fækka stjörnum og hreyta þann-
ig stærð ferhyrningsins.
Byrjið að sauma á miðri fernings-
h!ið og saumið 5 stjörnur til hægri
og 5 til vinstri, síðan frá livoru
horni 10 stjörnur og þannig áfram
þar tií stjörnurnar mynda ferhyrn-
ing.
Gengið er frá dúknum með gata-
faldi (hullfaldi).
Brjótið fyrst % cm inn á röngu
og síðan 2 cm, mæ ið og þræðið.
Nauðsynlcgt er,, að faldurinn sé
þráðréttur. Ivlippið undan hornun-
um, svo þau verði ekki of þykk. ★
Tækniþáttur
Framh. af bls. 3.
gamalt af nýyrði að vera, en hefur
aldrei náð almennri hylli, þótt það
fari vel í murini. Kannski er or-
sökin sú, að merking þess er óeigin-
leg — „diktafónninn“ getur að vísu
varðveitt hljóðin og skilað þeim
aftur, en hann ritar þau ekki niður
i bókstaflegri merkingu.
Það gerir þessi „hljóðriti" aftur
á móti. Maðurinn talar inn í hljóð-
nema, en „rafeindaheilafrumurnar“,
sem sjá má á veggnum, skilgreina
hljóðin og breyta þeim í bókstafi,
sem ritvélin skráir siðan á pappírs-
örkina í formi orða og setninga.
Hljóðriti þessi vinnur, þótt flókinn
sé að gerð, ákaflega hratt — hefur
fyllilega við, þótt mjög hratt sé les-
ið. Aðalgallinn er sá, að hann er
bæði dýr og fyrirferðarmikill —
aðallega fyrir rafeindakerfið — enn
sem komið er, en talið er að hann
verði mun einfaldari að sama skapi
og hann fullkomnast. Og svo hefur
hann auðvitað enn einn galla ...
hann útrýmir vélritunarstúlkunum
smám saman, en þess mun þó enn
nokkur bið. ★
t-----------------------------------------------
Blóm á heimilinu:
jSólelshðr skrautplóntur í sólskúlanu
eftir Paul V. Michelsen.
í síðustu grein sagðist ég
myndi nefna nokkrar plöntur,
sem þola sól, og vil ég þá fyrst
nefna þá fegurstu, að mínu á-
liti, og eina þá beztu klifur-
plöntu, sem völ er á: Bouagin-
villea glabra, en hún getur
blómstrað allt að tíu mánuði
ársins, og hvert blóm á að standa
minnst 3 mánuði, svo að maður
getur rétt ímyndað sér, að eftir
sumarið er komið mikið blóm-
skrúð. Bouaginvillea eða þrí-
burablóm er til hér í 4 litum
(afbrigðum): rautt, gulbrúnt,
ljóslilla og dökklilla, sem er
nýjast og fegurst.
Hörpulauf, Vinca major, í
tveim afbrigðum, er góð hengi-
planta, sem þolir vel sólina og
er sérlega falleg, getur blómstr-
að bláum blómum.
Þegar planta á í beðin með-
fram glerveggjunum, má ekki
gleyma „Havairósunum“. Þær
ættu að geta orðið mjög grózku-
miklar á slíkum stað, og
hlóinstra hundruðum blóma.
Blaðskrúðið er lika m'ikið og
fallegt, og fást þær i mörgum
litum.
Þá mætti og nefna ýinis rósa-
afbrigði, bæði „búketrósir“ i
mörgum litum og ofkrýndar
rósir með ilmandi blómum, einn-
ig i mörgum litum og gerðum.
Nú eru t. d. fáanleg mörg af-
brigði í áður óþekktum litum,
mjög fagrar og nokkrar sem
standa í margar vikur í blóma.
Þá eru það kaktusarnir og
þykkblöðungarnir, að ógleymdri
okkar gömlu og góðu plöntu,
tannhvössu tengdamömmunni,
sem allar þola mikla sól, og ekki
eru mjög kröfuharðar um áburð
né aðra hirðingu. Einnig 12—15
tegundir af Croton, hver annarri
fallegri, sem myndu prýða
blómabeðin, með öllum sinum
fögru litum, og eru mjög sterkar
og endingargóðar. Þá má og fylla
upp með allskonar sumarblóm-
um, s. sem: Dahlium, Tagetis,
Petunium og mörgum fleirum,
sem blómstra rikulega allt sum-
arið.
Þær plöntur, sem hér hafa
verið nefndar eru auðvitað ekki
nema litið brot af öllum þeim
sæg plantna, sein til greina koma
í svona skála, en eins og gefur
að skilja, er ekki hægt að nefna
allt í litlum greinarstúf.
Að lokum vildi ég bera fram
þá ósk, að sem flestir ættu þess
kost, að koma upp hjá sér slikum
„vetrargarði“, þvi með góðri
hirðu eru þeir hinir yndisleg-
ustu verustaðir, allt árið um
kring.
Gef
mér líka!
Svuiia, .wuna, ungfrú góð. Ekki svona
mikið í einu! Sjáðu bara hvernig
mamina fer að: Lítið á einu sinni oftar.
Kn þú hefur rétt fyrir þér — maður
byrjar aldrei of snemma á réttri húð-
snyrtingu. Mamma þin hefir líka frá
æsku haft þessa reglu: Nivea daglega.
Gott er að til er N IV E A !
Nivea inniheldar Euee-
rit.— efni skylt húðfil-
unni — frá þvi stafa
liin gúðu áhrif þess
Bifreiðaskoðun
Framli. af bls. 7.
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR:
Vélin er 4 strokka, 4 gengis topp-
ventlavél, 02 hö við 4300 sn/m.
Vatnskæld og. slaðsett framan i
bílnum.
Gírkassi: 3 gírar áfram, allir
syncroniseraðir.
Ralkerfi 6 volta.
Breidd 1.63 og þyngd 975 kg.
Hjólbarðastærð 6.40x13.
Verð með miðstöð er kr. 175.820.00.
Umboð: S.Í.S., véladeild.
Gangverð á sams konar notuðum
bil árgerð 1961 ca 160 þús. — Ár-
gerð 1960 ca 150 þús. — Árgerð
1958 ca 110—115 þús. kr. *
Læknirinn . . .
Framh. af bls. 17.
Ilann dró vindlakveikjarann upp úr
vasa sínum og kveikti á honum, kraup
á kné og lýsti milli stráanna.
— Vertu bara róleg, sagði hann.
Eg skal finna gripinn .... hætti ekki
fyrr en ég hef hendur á honum.
— Þú veizt áreiðanlega ekki hve
mikinn greiða þú gerir mér, sagði
hún og lagðist á hnén við hlið hon-
um.
—: Gættu þín, þú óhreinkar kjólinn,
sagði hann aðvarandi. En hún virtist
ekki taka það til greina.
Loks fannst Hans Bertilsen sem
hamingjuhjólið hefði snúizt sér j vil.
Það var ekki einungis að honum byð-
ist tækifæri til að gera Lilian greiða,
heldur hafði hann aldrei verið henni
eins nálægur og nú. Þau snertust
hvað eftir annað, hendur þeirra og
axlir og hann fann ilmvatnsanganina
af henni leika sér um vit. 1 daufri
skímunni frá kveikjaranum naut feg-
urð hennar sín jafnvel enn betur en
í fullri birtu. Honum stóð á sama, hve
lengi leitin kynni að vara, hugsaði
hann með sér, en sá í sömu svifum
leiftra á eitthvað í grasinu. Hann hélt
eyrnalokknum milli fingra sér, sigri
hrósandi.
—- Almáttugur, hvað ég er glöð,
hrópaði Lilian. Þúsund þakkir, kæri
Hans.
Hann hjálpaði henni að rísa á fæt-
ur. Hún reyndi að skrúfa lokkinn i
eyrnasnepilinn, en hendur hennar
titruðu.
— Ég er orðin þvi svo óvön að
ganga með eyrnalokka, sagði hún af-
sakandi.
— Leyfðu mér að reyna .... í
fundarlaun ....
ÞETTA átti að vera glettni, en hún
heyrði annarlegan hreim í rödd hans,
eins og af innibirgðri æsingu.
— Ertu viss um að þú getir það,
sagði hún og laut að barmi hans, svo
honum veittist auðveldara að hafa tak
á eyrnasneplinum. Oftar en einu sinni
hafði hún orðið þess ótvírætt vör að
hann dáðist að henni, en aldrei haft
neinn áhuga á að komast að raun um
hve djúpstæð sú tilfinning kynni að
vera. Ekki heldur nú í nótt, en þó
var eins og það veitti henni nokkrar
sárabætur eftir þá framkomu, sem
hún hafði orðið að þola af hálfu
þeirra Einars og Gustavs.
Hann fann mjúkan og heitan
42 VIKAN