Vikan


Vikan - 09.08.1962, Side 2

Vikan - 09.08.1962, Side 2
NÝTT KREM ® fylgið þessum noxzema reglum daglega Bezta leiðin til að öðlast fagra húð er að hún fái góða næringu. Noxzema krem hefur þann kost fram yfir önnur krem, að það inniheldur sérstök efni, sem eyða bólum og útbrot- um og gera húðina mjúka og fagra. Það gerir því meira gagn en venjulegt hreinsunarkrem og ber fljótan árangur. Reynið Noxzema Skin Cream í dag og þér munuð sannfærast að ekkert krem jafnast á við það. t 1 Undir liáttinn: Berið 2. Eftir þvottinn: Berið svolítið aukalega á ból- á Noxzema. Ösýnilega ur eöa útbrot. Hin fitu- ver það húðina gegn lausa efnasamsetning í útbrotum. Noxzema græðir fljót- lega. 3 Kvölds og morguns: Hreinsar eins og sápa. Skolast af með vatni. Nærir húðina um leið og það hreinsar. noxzema skin cream Heildsölubirgðir PRIÐRIK BERTELSEN & CO. H. P. Sími 36G20 Laugaveg 178 f fullri alvöru; Tveir skrípaleikir Margir hafa gerst til að álasa for- ráðamönnum Þjóðleikhússins fyrir að hafa tekið hálfgerðan skripaleik til sýningar í því virðulega húsi. Það sé ekki samboðið þeirri stofn- un, sem kennd er við sjálfa þjóð- ina. Látum það liggja á milli hluta. Svo einkennilega vildi til, að um sama leyti og þessi umdeildi skripa- leikur var settur á svið í Þjóðleik- húsinu, var annar skrípaleikur sett- ur á svið i nafni þjóðarinnar og af forráðamönnum hennar, í sjálfum höfuðstaðnuin og öllum helztu bæj- um og kauptúnum úti um land, og ekki nóg með það, heldur léku þeir aðalhlutverkin. Leikur þeirra var fyrst og fremst í þvi fólginn, að þeir veittust hver að öðrum með fúkyrðum, brígslun- um og skömmum, kölluðu hverir aðra dugleysingja og ráðleysingja, þegar þeir voru hæverskastir, en annars svikara, svindlara og jafn- vel þjófa. Og að sjálfsögðu var skrípaleik þessum svo útvarpað á ótal bylgjulengdum, svo allir mættu verða hans aðnjótandi. Þessi skrípaleikur var að þvi leyti frábrugðinn þeim margumtalaða, sem fluttur var á sviði Þjóðleikhúss- ins, að hann var fluttur af mönnum, sem ekki vilja fyrir nokkurn mun kallast leikarar, þótt þeir séu það flestum fremur — liinn fluttur af þeim, sem umfram allt vilja kallast leikarar, hvort sem þeir eru það eða ckki. Einnig að því leyti, að flytjendur lians ætluðust til þess að allir tækju leik þeirra sem fyllstu alvöru, enda þótt harla ólík- legt sé að þeir hafi gert það sjálfir, en þeir i Þjóðleikhúsinu vildu hins vegar að allir tækju leik þeirra sem gaman og grin, þótt þeir sjálfir tækju hann alvarlega. Báðum var það aftur á móti sameiginlegt, að ]ieir börðust um hylli áheyrenda í því skyni, að þeim yrði trúað fyrir mikilvægari hlutverkum og virðu- legri í framtíðinni. Þegar á allt er litið munu nokkur áhöld um hvorir hafi leikið betur. Á hinu er enginn vafi, að áheyrend- urnir í Þjóðleikhúsinu hafi skemmt sér mun betur en hinir. Kannski í og með vegna þess, að þeir urðu að greiða gjaldið fyrir þá skemmt- un fyrirfram. Gjaldið fyrir hina greiða þeir eftir á — því að öll skemmtun kostar eitthvað. Auk þess ber víst öllum saman um að leikurinn i Þjóðleikhúsinu hafi — þrátt fyrir allt — verið mun fágaðri en leikur hinna, en þó fyrst og fremst stórum trúverðugri. Svið- setning beggja skripaleikjanna kost- aði áreiðanlega drjúgan skilding, en vitað er að leikurinn 1 Þjóðleilchús- inu færði þeirri stofnun mikinn gróða. Hversu mikinn gróða hinn slcrípaleikurinn færir viðkomandi stofnunum mun aftur á móti um- deilanlegt. En eitt er víst — hafi Þjóðleilc- húsið og leikararnir þar seít ofan fyrir það, að hinn umdeilanlegi skripaleikur var settur þar á svið, Framliald á bls. 31.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.