Vikan - 09.08.1962, Page 20
Áður fyrr voru loftleiðir aðeins meðfæri
guða og disa, er fóru með himinskautum. En
nú er þetta breytt. Afa okkar os ömmu hefði
ekki þótt trúlegar ferðasögur niðja sinna nú
á tíð, og mér er sem ég sjái frainan í hana
ömmu mína sálugu, ef ég hefði sagt við hana
i byrjun maí 1909: „Eftir nákvæmlega fimm-
tíu ár verð ég staddur á skipi tíu þúsund fet
uppi í loftinu iiérna beint yfir Þverfelli.“ Ég
er alveg viss um, að hún hefði signt sig og
beðið Guð sinn að hjálpa okkur báðum. —
Nú er það orðið ósköp hversdagslegt að sigla
yfir Þverfell i tíu þúsund feta hæð. En við
fullorðnu mennirnir, sem fæddir erum fyrir
þúsund árum, finnum eigi að síður töfra
ævintýrisins á slikri siglingu.
Það var óneitanlega ævintýralegt, en jafn-
framt mjög þægilegt að sigla á einni af hinum
vængjuðu skútum LOFTLEIRA upp úr regn-
skýjum Reykjvíkur í þrettán þúsund feta hæð
og lialda suður á bóginn til móts við vorið.
Skútan fór vel í lofthafinu, likt og á lygnu
vatni, og öll þjónusta urn horð var með af-
brigðum góð. Til reiðu var matur og drykkur
af bezta tagi, en út um gluggann sás.t yfir
nýstárlegt landslag: snjóhvít skýjafjöll með
pastelbláum dölum og róslitri tindaröð úti
20 VIKAN
við sjónhring. Stöku sinnum blasti við hyl-
dýpisgjá með dökkum bolni, hvítrákuðum:
liafið niðri á jörðinni. Og áður en varði, grillti
í þorj) undir grænni hæð við blá'a vík -— við
vorum komin til Skotlands. Við áðum um stund
i Glasgow, en síðan var haldið áfram. Hvít
sumarský yfir vorgrænu, þéfttbyggðu landi,
og svo tytltum við okkur niður á flugvöllinn
utan við Lundúnaborg. Allt ferðalagið hafði
ekki tekið lengri tíma en að skrölta með rútu
frá Reylcjavík upp að Fornahvammi.
Við tiöfðum pantað herbergi á Regent Palace
Hotel, og ])ar var okkur tekið svo þægilega,
að ég kunni naumast við það í fýrstunni. Þegar
maður hefur um aldarfjórðungs skeið vanizt
islenzkri gistihúsamenningu, liggur við, að
máður fari Jijá sér og vtírði spéhræddúr,
þegar komið er á stikan stað, þar sem reynt
er að gera manni allt lil geðs og þjónkunar
sem hægt er. Þrátt fyrir gífurlega gestaþröng
var engu tíkara en að altir hefðu verið að
bíða einmitt eftir okkur; töskur og pinklar
þrifin af kátum og skemmtilegum burðar-
karli, allír brosaudi og elskulegir, og okkur
fylgt til herbergis af liðlegum manni, sem gaf
okkur allar upplýsingar, er við ])urftum á.að
hatda, og bað okkur btessuð að spara ekki
hótelfólkinu neitt það ómak, er okkur gæti
að gagni komið. Herbergið var gott og þægilegt,
með síma, útvarpi og sjónvarpi — hið síðast-
nefnda kostaði þó einhvern aukaskilding ■—
og morgunmatinn gátum við fengið í rúmið,
ef við vildum, enskan morgunverð, sem er
raunveruleg undirstöðumáltið.
Ekki fær maður húsnæðið ókeypis frekar
liér en á íslandi, en þetta er fremur ódýrt hótel,
eftir þvi sem gerist i London, kostaði þó rúma
sextíu skildinga fyrir okkur bæði eða tæpar
fjögur hundruð krónur á sólarhring. Það kann
að þykja dýrt miðað við gildi istenzkra pen-
inga, cn hér talið mjög skikkanlegt ver.ð.
Þar eð við urðum að dveljast þarna nokkra
daga, gerðumst við brátt kunnug og heima-
vön á staðnum. Eins og í öðrum stórhótelum
er liægt að fá þar hvers konar þjónustu, sem
um er að ræða: rakstur og klippingu fyrir
herrana, lagningu lianda dömunum, alls konar
aðstoð, svo sem að ná í leikhúsmiða, nudda
sára fætur og fá verðmæta liluti geymda. Þá
er hægt að fá upplýsingar um þvínær alla
hluti í Bretaveldi; í kjallaranuin er bjórstofa,
bar og kaffisalur, sérstakt reykiugaherbergi
— þótt rnaður megi reyndar reykja nálega
Iivar sem er annars staðar — og au.ðvitað