Vikan


Vikan - 09.08.1962, Síða 37

Vikan - 09.08.1962, Síða 37
*r- moldarrekurnar bylja á lokunum á litlu kistunum þremur. Þa?S var eins og þetta dapurlega hijóð fylgdi hon- um hcim á leið í desemberskamm- deginu. Þegar Ingibjörg kom i tóma íbúð- ina, sem var heimili þeirra, fyllt- ist hún sorg, nú voru engin börn lengur til að fylla líf hennar. Hún hafði skaddazt svo að hún gat ekki gert sér vonir um að eignast barn sjálf, en fólk myndi verða þeim hjónum innan handar cf þau vildu kjörbarn, auðvitað vildu þau barn. Hún sá að maðurinn hafði ekki tekið fötin þeirra úr skápnum, en rúmin höfðu verið flutt, svo nú var miklu rýmra og eyðilegra um leið. Ingi- björg hafði sagt, að þau yrðu að taka þessu eins og örlagavilja. Ekki gat það verið, að guð væri svo grimmur, að hann vildi öll börnin hennar feig, en sá sem valdið hafði var kannski alheill og glaður, með- an þau lágu í gröfum sinum. Hún vissi að lögreglan hafði ekkert fundið, sem bent gat í rétta átt. Hún varð sjálf að hefjast handa. Á daginn meðan maðurinn var að vinna fór hún og athugaði staðinn á hæðinni nákvæmlega þar sem slysið varð. Hún fékk nafn manns- ins, sem fyrstur hafði komið á slys- staðinn hjá lögreglunni. Hún talaði við fólkið í húsunum í kring. Að lokum talaði hún við lögregluna, sem hafði komið á slysstaðinn, og blaðamennina, og skoðaði allar myndir af slysinu nákvæmlega. Það var sem henni létti ótrúlega mikið við allt þetta, hún grét ekki lengur er hún skoðaði myndirnar. Nú var hún að leita að einhverju, sem bent gæti henni í rétta átt. En á þessu var lítið að græða. Tngibjörg fór oft upp á hæðina, þar sem slysið varð og stóð þar og horfði ofan i mold- ina. eins og moldin og óhreinindin, sem geymdi blóð barna hennnr, gæti sagt henni eitthvað. Þar féklc hún hugmyndina. Það eina sem hún mundi skýrt var viðbióðssvipurinn á nndlitinu bnk við bilrúðuna. begar hún rétti upp þendurnnr til að forða vagn- inum. Henni fannst sem þetta einn areinilega minnisatriði yrði að hiálpa henni við leitina. Til þess nð muna og skilja þetta hetur. neri hún hendnr sinar unp úr mold og óhreinindum og skoðaði hær vand- loan. Það snerti hana eins og raf- straumur. einhver annnr hlnut Hka nð muna greinileaa eftir þessum óhreinu höndum. Nú vissi luin hvað hún áttí nð gera. Næsta kvöld tók maðurinn hennar eftir hví að hún var byrjuð að hekla, hnnn var feginn. þvi nður hafði hún alltnf verið að vinna I höndum, ann- að hvort að gera við föt eða prjóna fyrir börnin, en siðan luin kom heim hnfði hún verið eirðarlaus og ekk- ert unnið i höndunum. Þettn sem hún vann að núna var ekki fyrir hann, þetta var svo dökkt og ein- hvern veginn yrjótt, þannig að það svndist skitugt. En hann spurði hana einskis af ótta við að særa hana eða kannski myndi hún missa á- hugann og hætta við þetta, ef hann kæmi með athugasemd. Næsta kvöld var hún hætt að hekla og las i bók sér til dægrastyttingar, hann gladd- ist yfir öllu þessu og hugsaði: „Hún er að ná sér“. Já, það var rétt, kon- an fylltist nýjum þrótti við hug- mynd sina. Hún fór hvern einasta dag í hverfið við slysstaðinn ög at- hugaði bila og fólk, hún var alveg eru nýjasta ameríska tízkan fyrir kvenfólk, og auðvitað í hinum eftirsóttu ljósu litum, sem hæfa hvers kyns útiveru í sumri og sól. — Model 3394. VBIR FRAMLEIÐSLA sannfærð um það að hún myndi finna það sem hún leitaði að. Til að sýnast hafa erindi var hún allt- af með innkaupatösku með sér og verzlaði í verzlunum i hverfinu. Og þar rakst hún dag einn á Sigurlínu að kaupa te. Hún veitti henni sérstaka athygli af því hvað hún var snyrtileg og smekkleg, og allt hennar fas geislaði af hrein- leika. Einkennilegur stingur kom í hjartað, þegar hún sá konuna stiga inn bíl. Lögreglufulltrúinn hafði sagt að hjólförin væru eftir litinn bíl, en rigningin hefði máð þau svo að ómögulegt var að segja með nokk- urri vissu hvaða tegund það hefði verið og cnginn bíll hafði komið á verkstæði skemmdur eftir liennan árekstur, það hafði hann gengið úr skugga um. Hún tók vel eftir núm- erinu og daginn eftir hringdi hún til bifreiðaeftirlitsins og fékk að vita nafnið á eigandanum, síðan fletti hún upp í símaskránni og fann heimilisfangið og atvinnu- heiti. Hún fór og skoðaði vandlega hús- ið, garðinn og umhverfið. Nú þurfti hún bara að vita hvar hún vann. Hún ákvað að byrja á bönkunum, það var ]jó alltaf auðveldast. Hún gerði sér til erindis að fá 1.000 krónum skipt. Hún þurfti ekki að leita lengi, strax þegar hún kom inn þekkti hún hana aftur. Ingi- björg beið sem snöggvast þar til bið varð á, en gekk þá til gjaldkerans og bað um að fá skipt í hundrað- krónuseðla. Það var auðsótt mál, gjaldkerinn virtist ekki veita henni neina athygli, það var bara betra. Þegar Sigurlína rétti konunni pen- ingana yfir borðið, rétti hún út hendi — „ó guð, hvaða hendur voru þetta, dökkar af óhreinindum?“ Sigurlína öslcraði upp yfir sig, sem snöggvast varð næstum hljótt i bankanum. Stúlkurödd heyrðist segja, „það er liðið yfir hana“, en þá var Ingibjörg löngu komin út úr bankanum, og búin að taka ofan hanzkana, sein hún hafði sjáll' heklað. Sigurlinu var ekið heim lil sin, þegar hún hafði jafnað sig eftir yfirliðið, enda vildi hún það helzt. Hún sagði að henni liði eitthvað illa og allir gátu séð, að hún var hálf skjálfandi og sveitt. Hún viss'i ekki enn, hvort þetta hafði verið svona sterk ímyndun, af þvi að hún var alltaf að hugsa um þétta slys og næstum ætíð var það sama sýnin sem henni dvaldist við í huganum; óhreinar hendur konunnar að fálma eftir barnavagninum. Nú lá hún skjálfandi i rúminu og ákvað að fara næsta dag til læknis og fá ró- andi meðul vegna tauganna. Henni leið svo illa, alls staðar var eitt- hvað þrusk, t. d. núna, var ekki ein- hver við útidyrnar? En er hún hlust- aði betur, heyrði hún samt ekkert. En dálitlu selnna var dyrabjöllunni hringt, fyrst hugsaði hún: „ég hreyfi mig ekki“, en það var hringt nokkr- um sinnum, hún gat ekki hreyft sig, ólýsanlegur geigur hafði gagn- tekið hana, allur máttur var hcnni horfin. Hringingarnar héldu áfram, hún dróst á fætur og fram, en ljósið á útiperunni kviknaði ekki, samt hafði peran verið í lagi, þegar lnin fór í vinnuna þá um morguninn. Fyrst sá hún ekkert nema myrkrið, hún ætlaði að fara að loka, allshug- ar fegin að fá frið, en þá, þá sá hún það — óhreinar hendur, — sem komu út úr myrkrinu, albúnar að hremma liana. Fyrst stirðnaði hún og gat ekki einu sinni forðað sér inn og lokað, svo veinaði hún upp yfir sig, villt og or*''f"ngið, eins og sært dýr. Öll inn'byr-'ð spenna und- anfarinna tveggja mánaða brauzt út í æði hennar nú, hún sá hendurnar allt í kringum sig og hljóp um allan garðinn, bar hendurnar fyrir sig, eins og í varnarskyni og veinaði og öskraði svo heyrðist i næstu hús og fólk kom þjótandi til að sjá, hverju þessi ósköp sættu. Guð minn góður, þarna hljóp jiessi rólega og prúða kona í garðinum sínum og beint á t.rén, girðinguna og blómabeðin. „Hún er orðin brjáluð", var sagt óttablandinni röddu. Einhver hringdi á sjúkrabíl. Þeir áttu erfitt með að koma henni upp i bílinn, hún sló til þeirra og barðist um og öskraði: „Burt með þessar hendur, þessar skitugu hendur". Loks sofn- aði hún i sjúkrarúmi, úrvinda eftir æðið. Læknir gaf henni róandi sprautu og reynt var að koma ofan í hana svefntöflu, en hún hrækti henni út úr sér. Hún hafði öskrað og veinað og slegizt við lækninn og sagt honum, að lnin væri morðingi, ökuníðingurinn, sem lögreglan væri að leita að. Ilún vildi fá að tala við lögregluna strax. Þrátt fyrir. að læknirinn vissi, að brjálað fólk ját- ar stundum á sig ótrúlegustu glæpi og trúir því, að það hafi drýgt þá, ákvað haun að láta lögregluna vita. Albert lögreglufulltrúa var strax gert viðvart, þótt komið væri fram á nótt, þvi að hann hafði skipað svo fyrir. Hann sat við rúmið hennar næsta dag, jafnskjótt og læknirinn hafði leyft honum að tala við Sigur- línu. Nú var hún róleg, nú fyrst var geigurinn, sem liarður og kaldur hafði verið eins og steinn í hjarta hennar, loks horfinn. Hún vissi til hvers hann var kominn og hún' hóf máls. Honum létti, því hann hafði kviðið fyrir að tala við liana. Nú þurfti hann ekki að segjá orð, hann varð að biða með að spyrja hana núna, nú reið á að skrifa niður játn- inguna. Henni létti mjög, þegar hún var búin að segja allt, en þá þurfti hann að lesa þetta yfir og biðja hana yiKAN 37

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.