Vikan


Vikan - 09.08.1962, Blaðsíða 38

Vikan - 09.08.1962, Blaðsíða 38
að slcrifa undir, þá byrjafSi hún a8 gráta og hvíslaði gegnum grátinn: „Hvað verður nú gert við mig?“ Al- bert reyndi að segja hughreystandi: „Þetta var slys, það geta allir séð“, en með sjálfum sér var hann hrædd- ur um, að hún fengi þungan dóm, sérstaklega af því að hún gaf sig ekki fram af sjálfsdáðum. Já, vel á minnzt, af hverju játaði hún núna? Hver hafði fengið hana til að gefa sig fram? En nú fékk hann engin svör, þegar hann spurði, byrjaði hún aftur að veina og öskra. Hann tal- aði við lækninn, sem hafði skoðað Sigurlínu, og sagði hann, að sér virt- ist hún hafa orðið fyrir varanlegri andlegri truflun, sem erfitt væri að lækna. Nú varð hann að athuga bíl- inn og reyna að fá upplýsingar um ferðir hennar þennan dag. Húsið var opið siðan kvöldið áður og hann komst inn i bílskúrinn. Það gat hafa verið þessi bíll, hann athugaði hann vandlega, en sá hvergi dældir eða neinar skemmdir, hann opnaði far- angursgeymsluna, þá kom hann auga á óhreinan kaðal. Þarna gat verið skýringin á þessum undarlegu för- um, sem máð höfðu út hjólförin í moldinni, þar sem þau voru skýrust og gátu annars leitt til lausnar máls- ins. Hann tók kaðalinn með sér, og svo að sem minnst hryndi af honum, fór hann mjög variega. Hann kom við á hæðinni, þar sem slysið varð, og tók sýnishorn af jarðveginum. Þegar það yrði þurrt, væri hægt að segja um jiað með nokkurri vissu, hvort saga geðveiku konunnar væri sönn. Tveimur dögum seinna kom hann heim til ungu hjónanna. Hann varð að láta þau vita, áður en það kæmi í blöðunum. Hann hugsaði um það alla leiðina, hvernig hann ætti að haga orðum sínum. í raun og veru vissi hann ekkert um hug þeirra til Sig- urlínu, þau höfðu aldrei látið í ljós við hann neina ósk um refsingu til handa þeim, sem valdið hafði þessu slysi. Já, jafnvel Ingibjörg sagði ekki eitt einasta hnjóðsyrði um þann, sem þetta hafði gert, þegar hann hafði yfirheyrt hana sem allra mest, rétt eftir slysið. Þau voru bæði heima, þegar hann kom. Hann sagði þeim fréttirnar i stuttu máli og sagði þeim, að þetta væri ótvírætt, því jarðveg- urinn væri sá sami í kaðlinum og á slysstaðnum. Þetta virtizt koma þeim báðum jafnmikið á óvart, og þau tóku þessu rólega, en Ingibjörg sagði eins og örlítið undrandi: „Það var þá kona, sem var bílstjórinn eins og mér sýndist“. Þau spurðu nánar um þetta, en voru ekki æst eða döpur, eins og hann hafði þó búizt við. Ingi- björg vildi bjóða honum góðgerðir, sem hann þó afþakkaði, en hún var þegar staðin upp og hnykill datt úr kjöltu hennar, hann sá að þetta var hvitt, mjúkt garn, og hún var ný- byrjuð á einhverju angarlitlu sýndist honum. Hún horfði brosandi í and- lit hans og sagði, ljómandi af ham- ingju, gerbreytt frá þvi, sem hún hafði verið á sjúkrahúsinu: „Ég er að hekla húfu á hana, það er litil stúlka, sem við fáum“. Hann óskaði þeim til hamingju með barnið, kvaddi og fór. Þegar hann gekk fram kjallaraganginn, steig hann ofan á eitthvað, hann tók það upp og sá, að þetta var hanzki. Hann virtizt hafa fallið úr kápunni, sem liékk þar á snaga, hann ætlaði að leggja hann frá sér á miðstöðvarofninn, en stanzaði með hann i höndunum, var 38 VIKAS hann svona skitugur? Nei, þetta var heklað þannig og litirnir valdir þannig saman, svo hann sýndist eins og óhreinindi og mold saman. Þá rann allt í einu upp fyrir honum Ijós, kona*'., sem lá veinandi í rúm- inu, veinau:,; um hendur, óhreinar hendur, sem sótlu að henni úr myrkrinu. Auðvitað var hanzkinn lausnin, nú skildi hann allt. Hann lagði hanzkann frá sér á ofninn og gekk heimleiðis. Læknirinn . . . Framhald af bls. 17. mikið á taugar Bertilsen. Hann hafði verið öruggur og treyst sjálfum sér meðan á rannsókninni stóð, en biðin dró úr kjarki hans og öryggi. Þar við bættist, að hann hafði haft vörzlu um nóttina, var ekki farinn að sofa neitt, en hafði skellt í sig hverjum bollanum á eftir öðrum af lútsterku kaffi til að yfirvinna þreytuna. Það olli honum lika sívaxandi kvíða, að blóðgjöfin virtist ekki ætla að bera þann árangur, sem eðlilegt var að vænta. Það dró stöðugt úr æða- slögunum. Bertilsen þorði ekki að beita svæfingu af þeim sökum; hann varð að treysta á staðdeyfingu. Hann ráðgerði að lyfta brotna rifbeininu og létta þannig þrýstingnum af líf- færunum, sem það lá að. En — mundi honum takast aðgerðin, ef um skemmd á sjálfu hjartanu væri að ræða? Hann hafði aldrei framkvæmt skurðaðgerð á hjarta svo nokkuð kvæði að. Væri slíkra aðgerða þörf, var viðkomandi alltaf sendur undir hendur sérfræð- inganna i höfuðstaðnum, svo framar- lega, sem hann var ekki í bráðri lífs- hættu. öll þau ár, sem Bertilsen hafði starfað þarna, hafði ekki verið um að ræða nema fjóra eða fimm hjarta- skurði; Ström yfirlæknir hafði sjálf- ur gert þann fyrsta, Einar hina. Bert- ilsen hafði enginn minnzt á í því sam- bandi. Kaldur sviti spratt fram á enni hans meðan hann beið. Hann gerði sér það ljóst, að ekki einungis allt starfsliðið, heldur og sérhver maður í bænum, fylgdist í ofvæni með þvi, hvernig skurðaðgerðin tækist og Ehn- ari reiddi af. 1 rauninni var það ekki orðum aukið, að Bertilsen legði þarna læknisorð sitt að veði — eftir þessu verki mundi hann verða dæmd- ur, fyrst og fremst af öiium I bæn- um, siðan af stéttarbræðrum sinum, ekki hvað sist ef illa tækist til. En hann var hræddur, óhugnanlega hræddur. Hann reyndi að einbeita allri hugsun sinni að ásigkomulagi Einars og aðgerðinni, en þð gat hann ekki varizt áleitnum röddum og mynd- um .... rödd Lilian, hvislandi, heitri .... augum hennar, kðldum star- andi .... Það var því í rauninni eins og hon- um létti þegar hann loks stóð við skurðarborðið með hnífinn í hendi, og horfði fast á litla, dimmrauða hör- undsferhyrninginn, sem ljósunum var beint að. Hvað gat valdið þvi, að Ein- ar var svo langt leiddur? Blóðrásar- truflun? Einmitt þar, sem hið brotna rifbein þrýsti að, lá mikilvæg taug. En væri sjálft hjartað skaddað, hefði rifið þrýst saman blóðæðinni? Þá mundi verða óskapleg blæðing um leið og hann lyfti rifinu. Hvernig ætti hann að stöðva slika blæðingu? Nú var af honum krafizt meiri festu og öryggis en nokkru sinni fyrr. — Meira novokain, sagði hann heldur kaldranalega, og ákvað að miða aðgerðina við það að hjartað væri skaddað. Til þess að komast að hjartanu, var hann tilneyddur að þverskera vöðvana á brjóstkassanum og saga sundur nokkur rifbein. Hann varð að fá nægilegt svigrúm til að stöðva blæðinguna, ef til kæmi. Nilsen læknir, sem aðstoðaði hann, leit á hann með kvíða í augum, þegar hann framkvæmdi skipun hans og dældi novokain inn hringinn í kring- um sárið. Bertilsen fannst sem augnaráðið lýsti tortryggni. — Eg verð að fá nóg svigrúm, svo að ekki sé nein hætta á að hjartað skaddist sagði hann. Það var engu líkara en viðstaddlr yrðu fyrir raflosti við orð hans. Og þótt hugsun Bertilsen og athygli einbeindist að litla sárinu, fór það ekki framhjá honum hvernig hjúkr- unarkonurnar og Nilsen læknir litu hvort á annað. En hann lét sig það ekki neinu skipta. Það var hann einn, sem bar ábyrgðina. Og nú titraði ekki hönd hans, þegar hann beitti hnífn- um. Hratt og öruggt skar hann fyr- ir og einangraði skurðarsvæðið með dauðhreinsuðum þurrkum. Hjúkrun- arkonan rétti honum beinhimnuhnif- inn og hann losaði seigan vefinn ut- an af rifbeininu. — Rifjatðng .... Hann fann til titrings, þegar hann nálgaðist hjartað. Nilsen læknir lyfti rifbeinunum jafnóðum, án þess að hann mælti orð frá vörum. Æða- klemmunum var komið fyrir, siðan skar Bertilsen gegnum vöðvaiagið —• vefurinn fyrir innan var blakkur af blóði. Þarna var þvi um innblæðingu að ræða. Og ef lungnahlmnan væri líka sködduð .... Bertilsen dró djúpt andann. Hann vissi það ósköp vel, að bæði hjúkrun- arkonan og Nilsen efuðust um að hann gæti lyft brotna rifbeininu án þess að valda með þvi enn meirl sköddun. En nú var of selnt að breyta um ákvörðun; hann varð að halda aðgerðinni áfram eins og hann hðf hana. Þegar hann hafði sagað sundur rif- beinið brotna og lyft þvi, var eftir að ná brotinu, sem fast sat i sárinu og allir viðstaddir vissu, að slikt var einungis á færi sérfróðra og sérþjálf- aðra hjartaskurðlækna. Enginn mundi þvi geta legið honum á hálsi þðtt mið- ur tækist; hann hafði þegar gert allt það, sem unnt var að ætlast tll af honum — og mun meira en það. Fram að þessu andartaki hafði hinn slas- aði á skurðarborðinu einungis verið slasaður maður, sem þurfti iæknisað- gerðar við; nú, þegar hann varð i rauninni að treysta á kraftaverkið, var það Einar læknir, maðurlnn, sem stðð I vegi fyrir þvi að hann mætti njóta ástar Lillan á frjálsan og við- urkenndan hátt. Hjartað, sem hann var nú kominn inn að, var hjarta Ein- ars. Og um leið var Berttlsen og öll- um viðstöddum það ljóst, að hversu fær skurðlæknir sem hann værl, gengi það kraftaverki næst ef honum tæk- ist að ná út beinflisinni, sauma sárið eftir hana saman og stöðva blæðing- una. Bertllsen fann hjarta sitt slá ör- ar og heyrði nið fyrir eyrum sér .... Framhald i næsta blaði. CANBERRA Framhald af bls. 3. stýrisklefinn sé ekki stór, miðað við stærð skipsins, er hann búinn svo fullkomnum, sjálfvirkum tækj- um, að kalla má eins konar raf- eindaheila. Fyrir bragðið er sagt að skipstjórinn á „Canberra" þurfi ekki að hafa nema hið svokallaða „pungapróf" sem ekki nýtur mikill- ar virðingar meðal sjófarenda. Þannig ryður sjáifvirknin sér til rúms á öllum sviðum. Það hefur meira að segja verið talað um það í fullri alvöru, að smiða fjarstýrð hafskip, bæði til vöru- og farþega- flutninga. Ef til vill verður þes« ekki ýkjalangt að biða.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.