Vikan


Vikan - 09.08.1962, Page 43

Vikan - 09.08.1962, Page 43
auki eru þrír dauðadæmdir menn hérna í klefanum. Ég er að halda, að nærvera mín liérna geti orðið þeim nokkur styrkur, þegar stundin kemur“. „En ég hélt, að allir, sem dæmdir væru til dauða, væru skotnir á stundinni". „Jú, venjulega er það svo, en það eru alltaf til undantekningar. Hér eru t.d. yfirheyrslur aila 24 klukku- tímana í sólarhringnum. Allir eru yfirheyrðir. Nú, þrátt fyrir það hef- ur hann Tchéco þarna dúsað hér í fjórtán mánuði. Aðalreglan er þó sú, að unglingar undir sextán ára aldri cru ekki sendir í G-2. Þó höfum við nú hérna l'immtán ára strák. Bróðir hans, sem er þrettán ára, er í klefa nr. 1, í vikunni sem leið, var hér tólf ára drengur, sem hafði verið tekinn fastur með pabba sinum. Fað- ir Cilio var vissulega sérliennilegasti maðurinn í klefanum. Hann var mað- ur fjarskalega blátt áfram og kom frá Minas del Frio, smáþorpi fyrir sunnan Havana. Þegar skapið fór með hann, sem kom alloft fyrir, minnti tungutak hans allmikið meira á ökuþór en Drottins þjón. Þar eð þessi köst hans völctu jafnan kæti mína, sneri hann reiði sinni að mér. „Að hverju ertu að hlægja, bölv- aður bjáninn þinn? Er það af því, að ég tala ekki prestslega? Það er þó nauðsynlegt að maður tali endr- um og eins eins og maður og ég er maður, eða hvað finnst þér? En það get ég sagt þér, að Drottinn reiðist ekki. Hann þekkir sína“. Kvöld eitt tók Osvaklo yfirforingi sér fyrir hendur, að svivirða prest- inn með þeim afskaplegustu fúkyrð- um, sem hann átti til og gekk það langa stund. Þegar öskri hans loks- ins linnti, horfði prestur á hann í ís'kaldri ró, hrækti síðan milli fóta hans og geklt svo þegjandi burtu yfir að hinum veggnum í herberginu. „Castro er heimskingi", sagði hann svo. „Ef hann heldur áfram að kljást við kirkjuna, verður hann settur út af sakramentinu. Honum gengur þá vel á eftir eða hitt þó heldur“. Þegar einn af föngunum var sótt- ur til aftökusveitarinnar, kraup fað- ir Cilio á kné og tók að biðjast fyr- ir með slíkri þrumuraust, að hávað- inn þagnaði í hinum klefunum, sem næstir voru. Þannig las hann langa bænaromsu, stóð svo upp og geklc til mín. Hann titraði af bræði. „Hugsaðu þér, hvernig vesalings garmurinn deyr, ekki einu sinni í hreinni skyrtu“. Svo sneri hann sér að einum hinna dauðadæmdu og skipaði hon- um með rödd sem ekki vænti neinna mótmæla, að þvo skyrtuna sína. Það fauk í Tchéco, sem sagði, að þetta væri ekki ráðið til þess að halda uppi siðferðisþrekinu. „Þú ert vitlaus“, hrópaði prest- ur. „Þegar liann stendur frammi fyr- ir aftökusveitinni í hreinni skyrtu, veitir það honum meira hugrekki cn þú getur imyndað þér. Meðan á þessu stóð höfðu þrír menn tekið sig til að lireinsa gólfið. Meðan á því stóð héngu fangarnir i kippum utan um rúmin til þess að þeir gætu komizt að. Jafnskjótt og búið var að hreinsa gólfið þustu allir niður til þess að reyna að ná sér i þægilegt pláss. Þetta bar svo f jótt að, að áður en ég gat áttað mig, stóð ég einn uppréttur við súlu, án þess að sjá nokkurn blett til þess að setjast á, hvað þá heldur að leggj- ast endilangur. Skórnir, sem ég var alltaf með í hendinni, voru orðnir þungur baggi. Ég sá loðið höfuðið á föður Cilio, sem gægðist fram und- an einu rúminu. IJann horfði hlægj- andi á mig. Ég hef sjálfsagt litið kjánalega út. Hann bauð mér að skríða undir rúmið. Niðurlag í næsta blaði Kalt salat Framhald af hls. 19. LAXASALAT MEÐ EGGI 200 gr hvítkál, 1—2 salathöfuð, 3 harðsoðin egg, soðinn lax, grænn pipar, sveppir, gúrkubiti, 3 tómat- ar, vinaigrettesósa I eða II. Skerið hvítkálið í mjög mjóar og þunnar ræmur og rífið salathöfuðið í litla bita. Blandið vinaigrettesós- unni saman við. Setjið í salatskál og leggið lax í smábitum, grænan pipar slcorinn i liringi, sveppasneið- ar, gúrkusneiðar og tómatstykki ofan á. Berið strax fram. MAKKARÓNUSALAT 200 gr stuttar makkarónur, vatn, salt, 3 matsk. smáhakkaður laulcur, rifinn ostur, majones, harðsoðin egg, tómatar, persilja og ef vill tunga eða skinka. Sjóðið makkarónurnar í nægu salt- vatni. Skolið úr köldu vatni og látið renna vel af þeim og kælið. Blandið lauknum, ostinum og majonessós- unni saman við og raðið eggjum, tó- mötum og persilju ofan á. Þetta má bera með kaldri tungu eða skinku, eða skera skinkuna í þunnar ræmur og blanda henni saman við. Annað kjöt má lika nota saman við þetta salat. CAESARSALAT Lítið hvítlauksstykki, % bolli sal- atolía, 1 salathöfuð, svolítið hvítkál, 1 bolli ristaðir brauðteningar, 1 dós sardínur, 4 tómatar, 1 hrátt egg, 14 bolli appelsínusafi, salt, pipar, Worchestershiresósa eftir smekk (má sleppa henni), grænn eða rauð- ur pipar. Saxið hvítlaukinn og látið hann liggja í olíunni um stund. Rifið sal- athöfuðin smátt og leggið þau í salatskál. Skerið sardínurnar í smá- bita og blandið þeim og tómötunum í eggið, sem hefur verið þeytt lítil- lega, og appelsinusafann, sem salti og pipar. Siið hvitlaukinn frá oli- unni og bætið lienni í. Ilellið þessu yfir salatið og brauðteningana. Skreytið með tómat og skornum pip- arnum. Berið fram strax. CHEFS SALAT 150—200 gr soðin skinka, 150 gr soðin tunga, 3 harðsoðin egg, 3—4 tómatar, 3—4 soðnar gulrætur, gúrkubiti, hálfdós af grænum baun- um, 2 salathöfuð, vinaigrettesósa og hvítlaukur ef vill. Skerið kjötið og allt grænmetið og eggin í bita og sneiðar. Látið renna vel af baununum. Þvoið salatið vel og nuddið skálina með hvitlauk. Hellið vinaigrettesósunni yfir allt nema salatblöðin, og látið standa um stund, en bætið salatblöðunum í síðast, rifnum í smástykki, og ber- ið strax fram. RJÓMASALAT Sú eina tegund salatsósu, sem hef- ur náð verulegum vinsældum hér á landi, er súr eða sýrður rjómi. Rjóm- inn er þá venjulega þeyttur og sýrð- ur með ediki eða sítrónu. Salatblöð- um, gúrkusneiðum og tómötum er velt upp úr rjómanum. Fleira græn- meti má nota í þannig salat, bæði smáskorið blómkál, livitkál og rifn- ar gulrætur. ÁVAXTASALAT Nota má smurost sem salatsósu á ávaxtasalat og hræra hann út t.d. með sítrónusafa eða anasassafa. % kg smurostur hrærður með ávaxta- safa eða rjóma, epli 4—5, döðlur % bolli, hnetur 14 bolli. Oft getur ver- ið gott að blanda saman grænmeti og ávöxtum, sérstaklega eru tómat- ar, gúrka og selleri gott með alls konar ávöxtum og er oft höfð rjóma- blönduð majones út á slikt salat. ★ fr/stikistur fáanlegar í 2 stærðum, 150 lítra og 300 lítra. Verð kr. I3.l00.oo og kr. I8.000.oo VIKAN 43

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.